Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 6
í lok ágústmánaðar eða 30. og 31. þess mánaðar var birt í dagblöðum Eieykjavíkur opið bréf til stjórnarvalda frá for eldrum heyimardaufra barna. Efni þessa bréfs þarf ekki að rekja en það fjallar um ó- fremdarástand það, sem nú rík ir í málefnum heyrnardauíra barna. Augljóst er að bréflð hefur vakið mikla athygli. Er þar átt við áskorun frú Aðalbjejrgar S gurðardóttur og stofnframlag ónefndrar konu, sem gefið hefur kr. 50 þúsund í sjóð til styrktar heyrnardauf (um. Þá hefur Guðmundu.r Magnússon skólastjóri tekið undir áskorun frú Aðalbjarg- ar og gert ákveðnar tillögur í þessu efnj. Þess,r aðilar allir hafa sýnt málinu sérstaka vel vild og sk lning. Þá birtist í bréfakassa Al- þýðublaðsins í dag fyrirspurn frá H. J. undir fyrirsögninni: ER IIEYRNARLEYSINGJA- SKÓLI ÚRLAUSN. Stjóirn Foreldra og styrktar- félags heyrnardaufra þakkar þann áhuga sem fram hefur komið og vil.l stuðla að því eft ir fremsta megn að þessi mál hljóti viðunandi lausn. Stjórn félagsins telur nauð- synlegt að athuga nánar það sem H. J. heldíUr fram í Al- þýðublaðinu. H. J. skrifar: „Eftir að hafa séð myndirn ar um Sitsy í sjónvarpinu, vaknar sú spurning hvort ekki eigi að stuðla að því að heyrnar laus börn fái heyrnartæki eins fljótt og kostur er á innan 1 árs aldurs.” Heyrnartæki eru tekin í not kun hér á landi á fyrsta ári svo framarlega að grunur um heyrnarskerðingar sé staðfest ur af læknura og sérfræð.ng- um. H. J. heldiur áfram: „og koma þeim á barna- heimili (dagheimilj) 11 !ó árs gömul. Sérmemitað fólk gæti gengið milli dagheim lanna og þjálfað börnin þar til kemur að barnaskólanámi.“ í Reykjavík hefur því yfir leitt verið vel tek ð að taka við heyrnarskertum börnum í leikskóla. Aftur á móti gilda aðrar regl ur um daghe'mili og lítið um að gerðar séu undantekningar vegna heyrnardeyfu. Það væri mjög æsk legt ef sérmenntað fólk færj á milli leikskóla og dagheimila en hj.ngað til hef- ur sfcort fle'ri starfskrafta með slífca menntun. Utan Reykjavíkursvæðis'ns er ekki um sérmenntað fólk á þessu sviði áð ræða og mögu leiki þessi því útilokaður þar. Greinarhöfundur heldur á- fram: „Þetta er gert í öðrurn lönd um t- d. Englandi, en þar hef ur verið lokað einum heyrnar leys ngjaskóla og aðsókn að heyrnarleysingjaskólum í Sví þjóð er svo til engin.“ Hér er gefið í skyn að lofcun Heyrnleysingjaskóla í Eng- landi og að aðsókn fari mjnnfc andi í Heyrnleys ngjaskóla í Svíþjóð vegna þess að heyrnar tækjum sé úthlutað á 1. ári og talþjálfun hefjist mjög fljótt. í Svíþjóð hefur fyrir rúmu ári verjð byggður mjög f.ull- kominn skóli fyrir heyrnar- dauf börni Hörselskolan í Al- vik fyrir milljón'r króna. Þessi skóli tekur við börnum sem áður hefðu farið í „Döveskola“ en að jafnaði fara þau bö.rn sem hafa meira en 90dB heyrn artap í heyrnleysingjaskóla í Svíþjóð. Það er staðreynd að því fyrr sem heyrnarskerðing er upp- götvuð því meiri von er um árangur, svo framarlega, að allr' nútímatækni sé beit.t. Það er líklegt að bætt að- staða yngri barnanna myndi leiða til þess að fleiri og fleiri börn með heyrnarskerðingu gætu að loknu sérstöku undir búningsnámi, sótt skóla með heyrandi jafnöldrum. Það er ennfrem.ur háð stöðugri þróun í smíði heyrnartækja. Heyrn sem fyrir nokkrum ár um reyndist gangslítil getur nú í fleiri tilfellum en áður orðið til verulegra nota vegna betri og fullkomnari heyrnar- tækja. Og H. J. segir: ,,í Danmörku, en þaðan er mynd n, sem getið er um hér að framan, hafa miklar breyt- ingar veri.ð gerðar á skólakerf inu — fötluð börn eru nú inn an um heilbrigð og þykir sann- að eftir nokkurra ára reynslu, að heyrnarlausum börnum fari mun meira fram innan um he lbrigð börn en ef þeim er haldið sér, og þau séu betur bú'n undir lífsbaráttuna.“ Ekki eru okkur ljósar þær breytingar sem orðið hafa á skólakerfinu í Danmörku. Hér telja margir þörf á breyting- um á skólakerfjnu, eins og ljóst er af miklum skrifum að undanförnu. Það er alls ekki útilokað að hér muni með tímanum verða þróun í þá átt að börn með heyrnarskerðingu sæki nám í venjulegum skólum. Að því hlýtur að verða stefnt eins og áður, að sem allra fæst börn þurfi að sækja menntun sína í skóla fyrir heyrnardaufa. En ljóst er að landshæt.tir og aðstæður hér á landj gera nauð synlegt að hafa áfram sér- Laus staða LJaus er til umsóknar staða fdlltrúa við Frí- höfnina á Keflavíkurflugviellli. Góð vélritunar og mjál'akunnátta nauðsynlleg. Laun samkvæmt 14. launaflokki. Ums'óknir iskulu sendar Fríhafniarstjóranum á Reflavíkurflugvel'li fyrir 26. Iþ.m. Keflavíkurflugvelli 16. sept. 1968, Fríhafnarstjórinn á Keflavíkurflugvelli. Óskum að ráða vanar saumák'onur í vinnu í verksmiðju Vora stnax. Upplýsingum ekki svarað í símá. Vinnufatagerð íslands h.f. skóla í því formi sem verlð hefur, nema hvað allur aðbún aður þarf endurskoðunar við sbr. bréf foreldranna. Einnig er það ljóst að heyrnarskert börn frá 4—7 ára aldri geta hvergi fengið betri undirbún- ing en í Heyrnleysingjaskól- anum, því þar eru þeir sér- menntað r kennarar sem við eigum í landinu. H.J. heldur áfram: „Að sjálfsögðu kemur svo annar þáttur til sögunnar, en það er h'ð daglega líf heyrn- arleysingjans sem er einangr- að í heimavistarskóla frá 4ra ára til 16 ára aldurs — miðað v ð það barn sem á þess kost að vera í almennum skóla, enda þótt um sérbekki sé að ræða. Slíkt barn þróast og brosk- ast á allan hátt mun eðlileg- ar“. Hér kemur að einu grund vallaratr'ði í grein H.J. en það er sá skilningur greina-rliöf- undar að heyrnleysingjaskóli sé sama og heimav'starskóli. Nú orðið á þetta aðeins við um þau börn sem eiga he'ma í sveitum landsins, kauptún- um og kaupstöðum, þau þurfa að vera í heimavist. Þau börn sem eiga heima á Reykjavíkursvæð nu munu ekkj búa í skólanum í vetur svo að' einangrun ef svo má að orðj komast í Heyrnleysingja- skólanum er e'ngöngu vegna hérlendrar sérstöðu. Annars verður að telja nokk uð hæpið að miða við aðstæð- ur hjá milljónaþjóð, sem að öllu leyti hefur miklu betri aðstöðu m.a. vegna me'ra þétt býlis, lengri þróunartíma að þessu leyti og fleiri bama sem gera meiri flokkun nauðsyn- lega og miklu auðveldarj en hægt er að koma við hér á landi. Að sjálfsögðu ber okk.ur skylda til að notfæra okkur reynslu annarrá þjóða í þess- um efnum en jafnframt er nauðsyn á að hafa sífellt í huga sérstöðu okkar íslend- jnga sakir fámennis'.ns, sem gerir samanburð við aðrar þjóðir næsta óraunhæfan. Og þá segir í niðurlagi grein ar H.J. ,,Það er ekki víst að allir hafj fylgzt nógu vel með mynd unum um Sítsy, væri því æskj legt að þær yrðu sýndar aftur allar þrjár. Nú, þeear svo mjk ið er rætt um Heyrnarleys- ingjaskólann, myndu mavgir gefa þessum myndum meiri gaum, en þær sýna- ótvírætt hvaða árangri er hægt að ná með nýjá skipulaginu í kennslu heyrnardaufra.11 Það væri vissulega fróðlegt að vita ótvírætt um samanburð á nýja skípulaginu sem svo er kallað í kennslu heyrnar- daufra og því gamla, en því miður gefur myndjn ekki þann samanburð hinsvegar sýnir hún hvað hæet er að gera fyrir einstakling með góða gre'nd, 'þegar öllum nú- tímaaðferðum er beitt. Annars er ekki getið um hvað heyrnartap stúlkunnar í myndinni er mik'ð í dB né gef ið línurit yfir heyrnardeyfu hennar, en það væri mjög fróð legt að vita. í framhaldi af því sem hér hef,ur kömið fram má bæta við, að hér á landi hafa ver- ;,ð gerðar 2 tilraun'.r með að setja heyrnarskert börn sem áður höfðu hlotið sirin. undir- búning í Heyrnleysingjaskól- anum í almenna skóla, hafa þessar tllraunir gefizt vel og sýna að með réttri meðferð er þetta hægt þrátt fyrir ýmsa annmarka, en geta má þess að kennarar beggja þessara barna hafa sérstakan áhuga á vanda málum heyrnardaufra. Á hjnn bóginn er því ekki að leyna að börn með fremur lítið heyrnartap hafa hlotið ranga meðferð í almennum skólum og þessi börn liafa orð ið að koma í Heyi’nleysingja- skólann til að njóta menntun ar, þrátt fyrir heyrnarleifar sem hugsanlega hefðu hjálpað börnunum ver.ulega ef þau hefðu fengið rétta meðferð strax og heyrnardeyfunnar varð vart. Að lokum v 11 Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra vona að þau skrif sem orð;ð hafa um þessi mál verði heyrn. ardaufum til góðs og við leggj um megináberzlu á að nýju skólahúsi verði komið upp fyr ir þessi börn, sem halda ðfram að vaxa hvort sem þau fá v'ð- unand' aðstöðu til menntunar eða ekki, og jafnframt verði unnið að því að opna þeim leið ir út i hið almenna skólakerfi. Skólinn þarf að vera tilbú- 'nn fyrir næsta haust, núver- and; ástand er óviðunandj með öllu og útilokað er að una því nema í 1 ár. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra heitir á alla góða menn að veita rnálinu þann stuðning sem verða má. Málið þolir enga bið. V rðingarfyllst, F.h. Foreldra- og styrkfar- félags heyrnardaufra. VUhiálmur Vilhjálmsson formaður. E.S. í dag 12.9. 1968 skrifar Sig- ríður Guðmundsdóttir í Vel- vakandadálk Morgunblaðsins ,undtr fvrirsögninni „Heyrnar- dauf börn“. Er þar margt vel sagt í upphafi og enda bréfs. Því rmður verður S gríð'i á að fara rangt með þegar hún vitn ar í bréf foreldranna varðandi' fóstureyðingar, en þar sem svo stutt er síðan bréf foreldranna var birt, þarf ekki að endur- taka það hér. Að öðru leyti er ábending hennar um rann- sókn siálfsögð. Ejnnig verður henni á að tala um sjóð til stuðnngs Hevrnleysingjaskól- anum en sjóðurinn er ætlaður heyrnardaufum börn.um. Annars er bréf Sigríðar að ýmsu leyti svipað bréfi H.J. í Albýðublaðinu sem vitnað er í hér að framan, og lýsir það vanmati á vandamálinu m:ðað við aðstæður hér á landi. Svar félags ns við grein H.J. á því að verulegu leyti einnig við varðandi gre:n Sjgríðar. V. V. $ 17. sept- 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.