Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 3
Á laugardagskvöldið voru gerðar tilraunir til íkveikju á tveimur stöðum í Reykjavík og munaði litlu að stórtjón hlytist a£ á báðum stöðunum. Laug- ardaginn þar á undan var kveikt í á þremur stöðum í borginni. Virðist því sem brennuvargur gangi laus í Reykjavík og er ástæða til að borgarar séu á varð- bergi, því að sjaldnast láta brennuvargar af iðju sinni, fyrr en þeir hafa verið settir á bak við lás og slá. Á laugardagskvöldið var slökkviliðið kvatt á tvo staði í Reykjavík, en á báðum stöðun. um var augljóst, að eldur var Iaus af mannavöldum. Annar þessara staða var að Langholts- vegi 126, í kjallara mikils verzl. unarhúss. Kjallari er undir hús- inu, en í hann hafði verið safn. að óhemjumiklu af alls konar Gylfi Þ. Gíslason Birgir Finnsson Kjördæmafaing á Vestfjöréum Kjördæmisþingr Alþýðuflokksins í Vestf jarðakjördæmi verður lialdið á Ísafirðí, sunnudag 22. september n.k. og hefst kl. 14.00- Auk venjulegra þingstarfa munu þeir Gylfi Þ. Gíslason, vara- formaður Alþýðuflokksins og Birgir Finnsson, alþingismaður ræða stíórnmálav'iðhorfið. drasli. Einhver hefur kveikt í draslinu á laugardagskvöldið. Hefði slökkviliðið ekki komið tímanlega til að slökkva eldinn í draslinu, er ekki að efa, að stórtjón hefði hlotizt af, þar sem margar verzlanir eru í húsinu og þar af leiðandi mikil verðmæti geymd þar. Hinn st'aðurinn, sem hér um ræðir, er heildverzlunarhúsnæði Kristins Bergþórssonar að Grettisgötu 3. Undirgangur hússins hafði verið fylltur af drasli um kvöldið og síðan kveikt í öllu saman. Hefði ekki mátt miklu muna, að eldurinn næði að dreifast um allt húsið, áður en slökkviliðsmenn komu á stað- inn. Sauð á steininum í undir- ganginum, þegar slökkviliðs- menn komu og reykur hafði bor. izt upp á skrifstofur á efri hæð. Ef rúður liefðu sprugið, áður en slökkvistarf hófst, hefði þarna orðið stórtjón. Laugardaginn næsta á undan — eða fyrir rúmri viku síðan, var greinilega um íkveikju að ræða á þremur stöðum í Reykja- vík. Fyrst í Timburverzlun Árna Jónssonar & Co., Laugavegi 148. Síðan hefur brennuvargurinn haldið áfram niður Laugaveginn og staðnæmst við Laugaveg 91, en þar er verið að byggja nýtt hús, þ. e. beint á móti Stjörnu- bíói. Þegar slökkviliðið kom þangað, voru vinnupallar þegar byrjaðir að brenna Áfram hefur brennuvargurinn haldið niður Laugaveginn og staðnæmdist þá við Laugaveg 38, þar sem hann hélt iðju sinni áfram. Ekki varð þar mikill eldur eða tjón, en þó að ekki hafi hlotizt tiltakanlegt tjón á neinum þessara staða, þar sem brennuvargurinn hefur lagt leið sína á, er hér um að ræða afar alvarlegt mál. þau sé leikið. Þeir sögðust enga vitneskju hafa um íslenzka knatt spyrnu aðra en þá, er portúgalsk ir blaðamenn, sem hingað komu fyrir skömmu, báru þeim. Þeir vóru spurðir hvort þeir myndu heldur leggjá áherzlu á að sl^ora sem flest mörk eða sýna sem bezta knattspyrnu og svör- uðu þeir því til, að þeir myndu gera hvort tveggja. Þá spurðu blaðamenn Portú- galana hvort' þeir vissu, að Valur væri eitt af fáum liðum í Evrópu sem aldrei hafa tapað leik á heimavelli í Evrópubikarkeppni. Þessu svöruðu Portúgalarnir því einu, að þeir myndu gera sitt bezta á miðvikudaginn til þess að áframhald yrði ekki á þeirri sigurgöngu. Kvað þá við hlátur í salnum. MILLJÍA^ VIRÐIRÆNT Brotizt var inn á þremur stöð. um um helgina. í Hallarmúla s.f. var heilum peningakassa stolið. Ekki munu hafa verið peningar í kassanum, en í honum voru verðbréf, víxlar og ávísanir að verðmæti-'4—5 milljónir króna, að því er eigendur telja. Þá var brotizt inn í Múlakaffi, sem er við hliðina og þaðan stolið talsverðu magni af sígarettum og smávindlum. í skrifstofu Loft orku á Hólatorgi 2 var stolið 8 þús. krónum. Óhætt er að segja, að þjófarnir hafi ekki verið að- gerðalausir um helgina, frekar en endranær. Líður nú varla sú nótt, að þjófar steli ekki verð- mætum í stórum stíl eða valdi meiriháttar skemmdum á þeim stöðum, sem þeir brjótast inn á. Aðfaranótt mánudagsins var brotizt inn í Hallarmúla s.f. Þjóf- arnir höfðu þaðan á brott með sér peningakassa. Varla hafa þjófarnir mikið upp úr öllu erf. ÍMWtWMWtWWWWWWWMMWMWWWWMMHtMM^WWWVWWMWWWWMWWWMiWHWWMMWWVM|%%V Frh. á 2. SÍðu. ■17. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Partúgalarnir viS komuna f gærs: Gerum þa5 sem getum! Hópur eftirvæntingarfullra knattspyrnuaðdáenda beið á flugvejlinum í gær eft'r knatt spyrnuliðinu heimsfræga Ben- fica. Klukkan rúmlega 18 lenti þota Flugfélagsins á vt'll inum með liðið og' eftirvænt- ing'n óx. Þegar liðsmenn tóku að birtast í dyrum flugvélar- innar kváðu við fagnaðaróp úr mannfjöldanum. í Iandgangn- um stóð brátt allt liðið nema — snillingurinn Eusébio. Menn urðu þrumu lostnir. Það kom í ljós á blaðamanna. fundi, sem haldinn var að hótel Loftleiðum skömmu eftir komu l ðsins, að E.usébio hafði orðið eftir í París til að veita viðtöku gullskó, sem viðurkenningu sem markhæsti knattspyrnumaður Evrópu á þessu ári. Hann kæmi hins vegar á morgun kl. 3,15' með flugvél. Á blaðamannafundinum á Hót'- el Loftleiðum ræddu leikmenn. irnir Coluna, Augusto, Torres og Simoes við blaðamenn ásamt að- alformanni Benfica. Var túlkur til aðstoðar. Portúgalarnir voru síður en svo sigurvissir, allavega ekki á yfirborðinu, og töldu leiki verða erfiða og öll lið þess virði að við MMVVVVMMMMMMMWMMMMVWMVMWMMMMMMMMMMWMVMMMMVMMMMMWMMMMMWMVWVMMMMMVMVVWVVWM Karlmannaskór og koníaks- flaska komu fljúgandi niður Frá því fyrir helgi hefur In- terpol, alþjóðalögreglan, velt vöngum yfir munum, sem komu þjótandi ofan úr loftinu við Eystirasaltsströnd Þýzka- lands á föstudaginn. Bóndi í Ostermade í Slésvík tók eftir því þann dag. að karlmanna- skór komu allt í elnu þjót. andi til jarðar rétt hjá hon- um, á eftir þeim kom konjaks. flaska, síðan pillustaukur og að lokum lyfjaglas, og ekkert af þessu brotnaði við fallið. Lengra frá sá hann ýmiskonar fatnað koma niður og falla í sjóinn- Lögreglan í Oldenburg lét þegar í stað spyrjast fyrlr inn það hjá flugfélögum, sem ann- ast ferðir milli Norðurlanda og meginlandsins, hvort far. angur hefði týnzt, en fékk alls staðar neitandi svar, og í gær var Interpol tilkynnt um mál- ið. Á lyfjaglasinu sem fannst stóð nafn elgandans, Jens Lange Lyche framkvæmda- stjóri frá Hönefoss í Noregi, og líklega hefði lögreglan í Oldenburg strax getað leyst gátuna, hefði hún sett sig í samband við hann. Lange Lyche segist hafa flogið með SAS-vél frá Hamborg kl. 13,20 á föstudaginn og komið tösku- laus til Oslóar. ítrekaðar eftlr- grennslanir hjá SAS í Osló báru engan árangur, en nú hefur komið í ljós, hvað af töskunni hefur orðið. Lange Lyche segir að sér komi þáð hins vegar spánskt fyrir sjón- ir, að lögreglan í Oldenburg hefði snúlð sér til Interpol með málið í stað þess að hafa beint samband við hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.