Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 7
Ifi Rætt við Elínborgu Ágúsfsdóttir, Ólafsvík: Húsmæöur á Snæfells- halda orlofsviku Orlofsvika húsmæðra í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var að Búðum 2. til 8. sept. sl. og var þetta í 5. sinni síðan orlofsvika húsmæðra var upp tekin. 45 konur á aldrinum 24 til 81 árs voru í dvölimii að þessu sinni. Orlofsnefndir í héraðinu eru tvær: frú Ólöf Ágústsdóttir, Lauga. gerðisskóla, Eyjahr. — Ásthildur Teitsdóttir, Hjarð arfelli, Miklah.hr. Ragnl^jfður Jónsdóttir, Brautarholti, Staðarsveit. — Kristbjörg Jónsdóttir, Felli, Breiðuvík. — Arndís Þorsteinsdóttir, Syðstu-Görðum, Kolbeins- staðahr. Norðan f jalls : frú Unnur Jónsdóttir, Stykkis- hólmi. — Lára Jóelsdóttir, Innra- Leiti, Skógarströnd. — Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Helgafelli, Helgafellssvt(it. — Ólöf Þorleifsdóttir, Grafar- nesi. — Hrefna Magnúsdóttir, Hell- issandí. — Elinborg Ágústsdóttir, Ól- afsvík, sem var stjórnandi ásamt' frú Unni Jónsdóttur, Stykkishólmi. Frú Elinborg Ágústsdóttir hafði þetta að segja um orlofs. dvölina: I B ú ð i r eru sérstaklega heppi legur staður sem orlofsdvalar- staður húsmæðra, sökum nátt- úrufegurðar. Staðurinn virðist hafa eitthvert það aðdráttarafl, að sá, sem hefur verið þar einu sinni, langar þangað aftur. Húsa- kynni eru þar góð og öll þjón. usta. Síðast en ekki sízt vil ég nefna hótelstýruna, Lóu Kristj- ánsdóttur, sem «r eins og móðir staðarins. Alla hennar aðstoð okkur til handa, þökkum við or- lofsnefndarkonur. Ég vil sérstaklega taka það fram, að hér er ekki um líknar- starf að ræða eða konur séu að þiggja neina ölmusu, heldur er hér um að ræða sjálfsögð lög. skipuð félagsleg réttindi fyrir all ar húsmæður á öllum aldri. Að- sókn að þessum orlofsdvölum er alltaf að aukast. Þær, sem hafa farið einu sinni, vilja fara aftur, en hinar ganga fyrir. Sú nýjung barst í þessa orlofsdvöl, að Elna Bárðardóttir frá Grundarfirði, ein dvalarkonan, efndi til happ- rættis innan hópsins. Vinningar voru heimaunnir munir, sem Elna vann sjálf. Andvirði þess gaf hún í orlofssjóð. Einnig bár- ust okkur peningagjafir frá dval. arkonum öllum. Þetta er þakklátt starf. Kon- urnar eru mjög ánægðar með dvölina og hafa gaman af að lís-ggja sitt af mörkum til skemmt unar. Það eru ótrúlegir skemmti- kraftar, sem finnast meðal hús- mæðranna og kemur fram á kvöldvökunum. Leitast er við að hafa kvöldvökurnar samansettar af fróðleik og með sem mestum rricnningarsvíp, ásamt léttara efni. Á kvöldvökunum var sung. ið, Baðstofuþáttur með tóvinnu, sögulestur, kveðið svo og skálda- kvöld. Lesið úr verkum Guð- mundar Kambans og Davíðs Stef- ánssonar. Hver kvöldvakan end. aði með því, að konurnar fóru sameiginlega með faðirvorog sunginn var sálmur og á leftir var gengið til náða. Eg gat þess í upphafi, að eink- unnarorð hópsins voru þessi orð lögfræðingsins: EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN. Það var sannarlega haldið í þess um hóp. Ég get ekki hugsað mér samstilltari sálir, þótt hópurinn væri mjög blandaður, sú elzta 81 árs en sú yngsta 24 ára. En það gefst oft bezt, að hafa hóp- inn blandaðan. Þá gefa kon. urnar bezt hver annarri ungar og aldraðar. Fyrsta kvöldið kynnti Árni Óla, rithöfundur, staðinn Búðir. Hann fór einnig með konurnar í Búðakirkju. Þar sagði hann sögu kirkjunnar, sem er sérstök og merkileg. Hannes Hafstein, erindreki Slysavarnafélags íslands, sýndi fræðslumyndir um umferðarmál*. og allskyns slysahættu. Hann flutti erindi um slysavarnir í heimahúsum, benti á margar var úðarráðstafanir varðandi raf- straum o. fl. Hann kenndi blást. ursaðferð og lífgun úr dauðadái, sýndi, hvernig ætti að skilja við slasaðan mann á slysstað, ef nauðsyn bæri til að skilja slas- an mann eftir á slysstað. Hann uppfræddi konurnar um margt', sem að gagni má koma fyrir hús- mæður. Þetta er algjör nýjung á or- lofsvikum okkar og voru konurn. ar afar þakklátar Hannesi fyrir komuna og allan þann fróðleik, sem hann miðlaði þeim. Það er ekki lítils virði fyrir sérhverja konu að vita, hvað gera skal, unz næst í lækni, ef slys ber að hönd- um. Það getur munað mannslífi. Þá flutti Sigurður Helgason skólastjóri í Laugagerðisskóla, er- indi um samstarf heimila og skóla. Var það mjög fróðlegt og átti erindi til allra mæðra og uppalenda. Organleikari í orlofsdvölinni var frú Kristín Þorleifsdóttir, Þverá, Eyjahreppi. Á laugardagskvöldið var dans- leikur og lék Sturla Böðvarsson frá Ólafsvík á harmoniku. Kon. urnar dönsuðu af miklu fjöri hver við aðra. Á sunnudag var guðsþjónusta í Búðakirkju. Séra Magnús Guðmundsson, Grundar. firði, messaði. Organleikari var frú Áslaug Sigurbjörnsdóttir, en meðhjálpari Sigurbjörn Gísla- son. Orlofsstarfið, sagði Elinborg, að lokum, er mér mjög kært og ánægjulegt að vinna að því. Dýr. mætustu launin eru kærleiksbros frá konunum, því að: eítt' kær. leiksbros getur dimmu í dags- birtu breytt. Frú Elínborg Ágústsdóttir les upp á kvöldvöku að Búðum. Og ég þakka frúnni ánægjulegt og fræðandi viðtal. Ottó Árnason. AUGLÝSING frá lánasjóði íslenzkra námsmanna Auglýstir eru tifl. umsóknar lán og styrkir úr l'ánasjóði íst. námsmanna, skv. lögum nr. 7, 31. marz 1967, uim námslán og námsistyrki. Umsóknareyðu'blöð eru afhent á skrifstofu stúdentaráðs og S.Í.S.E. í Háskóla íslands, hjá Menntaimál'aróði, Hverfisg. 21 og í sendi- ráðum íslands erlendis. Umsóknir skiulu hafa borizt í síðasta laigi fyrir 15. nóv. 1968. Úthlutun lána og styrkja fer fram í janúar og fe'br. n.k. Lánasjóður ísl. námsmanna. Búðir á Snæfellsnesi. flti . ö dut ■ iiiit ÍMHi Héraðslæknisembætti auglýst laust til umsóknar Eftirtalin héraðslæknisemibætti eru laus til umsóknar: Reykhólahérað, Flateyrarhér- að, Suðureyrarhénað, Austu|r-Egilst|aða!hé|rálð og Djúpavogshérað. Umisófcnarfrestur um héruðin er titl 16. októ- ber n.k. Flateyrar- og Austur-Egillstaðahérað veitast frá 1. mjvember n.k., en hin þegar að umsókn arfresti loknum. Laun samkvæmt l'aunakerfi opinberra starfs- manna og staðaruppbót samkvaamt 6. gr. læknaskipunarlaga. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 16. september 1968. tfíi', 17v.sept. 19.6.8 - ALÞÝÐUBLAf)IÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.