Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.09.1968, Blaðsíða 15
þekkti konuna. Hún myndi aldr. ei láta Harris komast upp með annað eins. En.. hann tók um hönd hennar andartak. — Ef þér viljið heldur að málið sé látið í kyrrþey liggja, þá vona ég að hann hafi þegar fengið ráðningu. — Eg held, að þér þarfnist þess að gleyma þessu kvöldi, sagði Alan, þegar þau komu ú't 'á þjtóðv(egin!n. — Hvennijg lízt yður á að þiggja boð, sem ekkert þarf að borga ífyrir? Gætuð þér hugsað yður að snæða með mér kvöldverð í næstu viku? Það væri mér sönn ánægja, ef þér svöruðuð jál'_ andi. Þetta hafði verið viðburðaríkt kvöld, en þetta voru einnig það góð endalok, að hún gleymdi þessum tveim, andstyggilegu mönnum. — Þökk fyrir, sagði Kay ró_ lega. — Ég þigg boðið með þökk- lim. —Indælt! Það er góður matur á Benchley hóteli. Þakkið þér þann stað? Þetta var bezta og dýrasta hótelið í borginni og þau Trevor höfðu aldrei haft efni á að fara þangað, svo að hún sagðist aldr, ei hafa komið þar. — Eigum við að segja á mánu- <Saginn? Má ég sækja yður klukk. an sjö? — Ég held, að það verði í lagi. — Það gerir ekkert, þó að þér verðið dálítið seinar fyrir. Ég hef ekkert á móti því að bíða þegar biðin er þess virði! En þeir gullhamrar! Hann lét hana finna, að honum fyndist það heiður, ef hún færi út með honum. Hann hélt ekki, að allt væri sjálfsagt! — Ég heyrði Harris nefna yð- ur með fornafni, sagði hann. — Heitið þér ekki Kay? — Jú, Kay Lester. —r Má ég kalla yður Kay? — Ef þér ^viljið . .. — Það vil ég gjarnan. Ég heiti Alan — Alan Dyson. „Kay. Alan. Þau brostu og hún hló að sjálfri sér fyrir að hún hafði látið, sem hún vissi ekki, hvað hann hét. Ejns og hún hefði ekki haft áhuga fyrir honum frá því fyrsta. Þegar liann ók lienni að búð- inni, reyndi hann ekki að kyssa hana og fá þar með björgunar- Iaunin. Hann lét henni finnast hún sem drottning, er hún gekk að dyrunum. Hún leit við, þeg- ar þar kom. Hann veifaði til hennar og hún veifaði á móti. Hún sagði ungfrú Forsythe alla söguna daginn eftir. Fyrst var ungfrúin áhyggjufull, en svo hló hún. — Yið getum komizt af áti Stan Harris, sagði hún. — Ég held, að síðasta afgreiðslustúlk. an hafi farið hans vegna. Hún vildi aldrei afgreiða hann. Ætli það sé ekki ágætt, að honum var sýnt í tvo heimana. Kay, sem var að raða í hill- urnar skildi, að hún hafði ekki Sagt sannleikann. Einhverrar ástæðu vegna hafði hún ekki get- að sagt frá Martin Fletcher. Hvers vegna var hún alltaf að hugsa um hann? Hann, sem var jafn andstyggilegur og Stan. Gleymdu honum, sagði hún við sjálfa sig. Hann er ekki þess virði, að þú hugsir um hann. Það var yndislegt að finna, að hún var mikils virði og að sijanað var við hana á hótelinu. Hún hafði lagt sig fram til að verða eins falleg og hægt' var og farið níðþröngan, ljósbláan kjól og bláa kápu með hvítum bryddingum. í þetta skipti hafði hún sett svart' hárið hátt upp til að vera glæsileg. Álan talaði hvorki um augu hennar, munn né vöxt. Hann sagði aðeins: — Þér eruð yndis- leg! og það þannig, að henni fannst hún vera yndisleg. Hann talaði um starf sitt og hún kunni að hlusta. Hann kallaði það „smábarnaskrifstofu” og sagðist hafa erft hana eftir föður sinn. Hins vegar vonaðist hann til þess að komast að hjá stærra lögfræðifyrirtæki seinna. Þau horfðu á kvikmynd um kvöldið og hann keyrði hana heim. Það var ekki fyrr en Alan hafði boðið henni fjórum eða fimm sinnum út, sem hann reyndi að halda aftur af henni, þegar hann hafði ekið henni heim. En það var aðeins með því að snert'a hana lé.tt á handlegg, inn og liún gat dregið höndina að sér ef hún vildi. Við höfum hitzt oft undan- farið, Kay, sagði hann, — og ég hef notið þess að vera samvista við þig. — Það liefur allt' breytzt eftir að þú komst. Hér er ind- ælt að vera núna, áður fannst mér ég vera grafinn lifandi hérna. Það hafði aldrei neinn talað svona við hana fyrr. Hún leyfði honum að halda um handlegg sinn og leit á hann. Hann t'ók utan um hana og dró hana að sér. Hún hafði beðið kossa hans og það gladdi hana að biðtíman. um var lokið. Hikandi, blíðlegur koss. Hann leit upp strauk yfir hár hennar. — Finnst þér gott að umgangast mig Kay? Hún grúfði enn andlitið nið- ur við öxl hans. — Ég hefði aldrei farið svona oft út með þér, Alan, ef mér þætti ekki gott að umgangast þig og vera nálægt þér. Hann tók hana aftur í faðm sér og kyssti hana. Henni fannst' töfrarnir vera maðurinn sjálfur, en ekki tunglsljósið og brúin yfir fljótið í dálítilli fjarlægð. 2. KAFLI Alan ræddi oft framtíðina, þegar þau hittust'. Um það hvers konar skrifstofu hann vildi reka. Hann talaði við hana í trúnaði eins og hann áliti hana merka manneskju. Og hann minntist hvað eftir annað á Martin Fletch er. Það átti að taka nýtt mál fyrir milli hahs og bóndans, sem átti jörðina við hliðina á honum, Stúarts Greaves. Alan sagði, að þeir hötuðu hvorn ann- an eins og pestina. Ætli það væri nokkur sá' mað_ ur til, sem Martin Fletcher ekki hataði eins og pestina? — Fletcher höfðaði málið í þetta skipti. Hann heldur því fram að kindur frá honum hafi ráfað inn á landareign Greaves og að Greaves hafi markað sér þær. í fyrsta lagi hefði Fletcher aldrei átt að hleypa kindunum sínum á beit inni á landareign Fletchers. í öðru lagi getur hann ekki sannað að þetta séu hans kindur. Hann á sjálfur að marka sínar kindur.Það er mér sönn ánægja að verja Greaves. Alan fór að tala um annað og Kay gleymdi þessu. Þetta kem ur mér ekki við, luigsaði hún. Hún vissi ekki, hvað þetta mál átti eftir að verða þýðingarmik- ið í lífi hennar. Hún vissi ekki einu sinni, hvaða dag málið yrði tekið fyrir. Þann dag, sem átti eftir að gjörbreyta lífi hennar .. Vitanlega hitti hún af og til Martin Fletcher, en svipbrigða- laust andlit hans og kuldalegt augnaráð kom henni til að svara honum í sömu mynt. Það var engu líkara en atvikið með Stan Harris hefði aldrei komið fyrir. Stan hafði lært sína lexíu og nú var hún vinkona Alans Dysons — allir virtust líta á' það sem staðreynd þessa dagana. Kvöld nokkurt varð hún að bíða eftir Alan, en það var mjög óvenjulegt. Hún varð hrædd. Hann myndi naumast hafa látið hana bíða svona lengi án þess að liringja, nema eitthvað alvar- legt hefði komið fyrir? Hún vissi, hvað hún myndi taka það nærri sér, ef hann kæmi alls ekki og hefði enga ástæðu til að geta ekki komið. Svo kom bíllinn. Hana lang. aði mest til að hlaupa út og heilsa honum, svo ákvað hún að fara sér hægt og sýna honum ekki, hvað liún hefði verið skelfd. — Fyrirgefðu, hvað ég kem seint'! Alan stökk út úr bílnum og til hennar. — Ég tafðist í Bel- chester og gat ekki hringt frá skrifstofunni, svo ég ákvað að aka hingað eins fljótt og ég mögu lega gæti. Hann var afar virðulegur í dökk- gráu fötunum sínum. Hann minnti á eftirsóttan lögfræðing. — Það var Fletcher_málið, sagði hann. — Það var heppilegt' að við gátum lokið því á einum degi. Fletcher hafði kallað þessa heimsku vinnumenn sína sem vitni. Og hann þurfti svo mikið að kvarta yfir Greaves, að dóm- arinn varð að skipa honum að gæta orða sinna. En nú skulum við vinna upp tapaðan t'íma, Kay! En hún stóð grafkyrr, undrandi yfir þeim áhuga, sem húnhafði fyrir málinu. — Svo það var í dag, sagði hún. — Hvað kom fyrir? — Fletcher tapaði auðvitað. Hann gat ekki sannað, að kind. urnar hans hefðu villzt inn á land Greaves. Hann hélt því fram, að Greaves hefði viðurkennt, að hann hefði markað sér kindurn- ar og hlegið að honum fyrir að hafa gefið slíkt færi á sér. En TR0LOFUNARHRINGAR i Fl|6t afgréiSsla | Sendum gegn póstkr'ofil. OUDM; ÞORSTEINSSOH gullsmiður Banftastrælí 12., Frá barnaskólutn Hafnarfjarðar 11 og 12 ára nemendur og nemendur í ungl- ingadeild eiga íað mæta miðvikudaginn 18. ísept. sem hér segir: 12 ára M. 10 11 ára kl. 11. Uwglingadeilld !kl. 13.30. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Á HVERJU HAUSTI innritast fjöldi Reykvíkinga í Málaskólann Mími. Aldur skiptir ekki máli, nemendur eru frá átta ára aldri til áttræðs. Þjónusta skrifstofu Mímis á sér enga hliðstæðu hérlendis. Er skrifstofan opin kl. 1-7 e.h. meðlan á innritun stendur og frá 2-11 e.h. eftir að kennsla hefst. Hvers ósk- ið þér? Byrjandi? Gagnfræðingur? Stúdent? Mímir hef- ur flokka fyrir allar tegundir nemenda. Fyrir eða eftir kvöldmat? Fremur á mánudögum en föstudögum, Mímir vinnur þrotlaust að því að leysa hvers manns vanda. Fyrsta flokks þjónusta, fyrsta flolds kennsla. Þetta vita nemend- ur Mímis. Þess vegna koma þeir aftur. Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 símS 1 000 4 og 111 09 (kl. 1-7 e.h.). 17. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ- |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.