Alþýðublaðið - 22.09.1968, Page 3

Alþýðublaðið - 22.09.1968, Page 3
Hver verður dómur sögunnar? Hvað munu sagnfræðingar framtíðarinnar segja um fyrsta aldarfjórðung hins end urreista lýðveldis? Hver verð ur dómur þeirra um tímabilið 1944 til 1969, þegar þeir líta á það úr fjarlægð? Sennilega munu þeir leggja megináherzlu á, að þjóðinni fjölgaði á þesu tímabili úr 125.000 í 200,000, og ísland var igert að nútíma tækniþjóðfé lagi, sem veitti þegnum sínum einhver beztu lífskjör, sem þekktust á jörðinni. Þeir rnunu benda á ótrúlega upp byggingu á öllum sviðum, borgir og bæi, samgöngur, at vinnutæki. Þeir munu telja menningarlíf hafa verið blóm legt, enda hlaut íslendingur Nóbelsverðlaun. Hins vegar mun hin al menna saga lítið geta um verð bólgu og efnahagsvandræði, sem hrjáðu landsfólkið og for ustumenn þess á tímabilinu. Þó kann að vera, að sagnfræð ingar taki eftir því, að þessi gleymdu dægurmál réðu myndun og falli flestra ríkis stjórna allt tímabilið. Og þeir kunna að taka eftir nálega reglubundnum sveiflum ára tug eftir áratug. Tökum áratuginn 1940 til 50. Á stríðsárunum safnaðist þjóð inni mikill gróði. Nýsköpunar stjórnin var mynduð, og hún hóf hraða uppbyggingu at v.nnuvega. Brátt þraut stríðs gróðann, og miklir erfiðleikar sóttu á. Mynduð var ný ríkis stjórn á breiðum grundvelli undir forustu Stefáns Jóhanns og gerði hún óvinsælar en óhjákvæm.legar ráðstafanir. Skeið þeirrar stjórnar var til 1949, en þá tók við millibils ástand með minnihlutastjórn Ólafs Thors. Síðan kemur áratugurinn 1950 til 60. Hann hófst með stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem gerði stórfellda gengislækkun og aðrar ráðstafanir. Eftir það kom góðæri um sinn, en brátt varð að grípa til uppbótakerf is á nýjan lelk. Þessi stjórn gliðnaði sundur 1956, og tók þá við vinstri stjórnin. Hún ■hélt uppbótarkerfinu áfram, en gat ekki komið sér saman :um varanlegri ráð. Þegar hennar ske.ð var á enda, tók aftur við millibilsástand — minnihlutastjórn Emils Jóns sonar. Þá er þriðji áratugurinn, 1960 til 1910. Hann hófst með Vjðreisnarstjórninni, sem lækkaði gengið og gerði víð tækar ráðstafanir. Eftir það kom góðæri um sán og urðu lífskjör þjóðarinnar betri en nokkru sinni. Erfiðleika bar að höndum 1966, en nú átti þjóðin varasjóði og gat beð ð átekta, þannig að ekki þurfti að gera alvarlegar gangráðstaf anir fyrr en 1968. Þá um haust ið hófust viðræður allra stjórn málaflokkanna, m. a. til að kanna möguleika á myndun þjóðstjórnar- Slík stjórn getur ef hún verður mynduð, aldrei orðið langlíf, og hlýtur því að verða millibilsástand — eins og 1959 og 1949. Ávarp vegna Kirkjudagsins Undirritaður, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, leyf ir sér að vekja athygli á því, að hinn árlegi Kirkjudagur safnaðarins er í dag, og að Kvenfélag Óháða safnaðarjis hefur kaffisölu í Kirkjubæ að lokinni messu, sem hefst kl.2. í þetta skipti ætla ég ekki að rekja hið margþætta, ómetan lega starf, sem félagið hef.r unnið til gangs og prýði fyrir kirkjuna, og vinnur ennþá af óþreytandi ósérplægni og á huga. Ég leyfi mér aðeins fyrir hönd kirkjunnar að þakka það af heilum hug. En eins vil ég minnast, sem Kvenfélag Óháða safnaðarins gerði í sumar, hvorki til gangs né prýði fyrir kirkjuhúsið sjálft, en þó flestu öðru frem ur í anda höfundar kristins dómsins. Hér er átt við að fé lagið gaf 20 þúsund krónur í Biafra söfnunina. Sízt af öllu munu konurnar hafa lagt þetta af mörkum, til þess að vekja athygli á sínu starfj enda mun þess ekki hafa ver ið getið opinberlega fyrr en nú. Ástæðulaust er þó að láta þessa ógetið, vegna þess, að oft er gert lítið úr því sem kirkj uleg félög vinna, nema þá fyr ir kjrkjuhúsin, en sannarlega líknarmálum vinna þau mörg að mannúðar og líknarmálum. Eg vil með þessum línum leyfa mér að hvetja öll sóknar börn mín til að muna eftir kirkjudegi safnaðarins í dag, \ 30 farast í járnbrautaslysi Djakarta, 21. sept. (NTB Reuter). Þrjátíu létu lífið og yfir 150 særðust, er hraðlest og venju leg farþegalest rákust á við borgina Depok, se'm er í 40 km. fjarlægð frá Djakarta. Um fimmtíu hinna særðu eru í lífs hættu. Enn er óvíst, hvað slysinu olli. Trúnaðarráðs- fundur í Rvík Fundur verður 1131010 í trúnaðarmannaráði Alþýðuflokksfélags Reykjavikur mánudaginn, 23. september kl. 8.30 e.h. í Iðnó uppi. Á fundinum verður leitað eftir tillögum trúnaðarmanna um fulltrúa á flokksþing Alþýðuflokksins Auk þess verða umræður um stjórnmálaástandið. Örstuttar ræður um það mál flytja Albert Jenssen Sjgurður Helgason, Sigurður Jónsson, Sighvatur Björgvins. son og Sigvaldi Hjálmarsson. Kaffiveitingar verða á fundinum. Eru trúnaðarmenn hvattir til að fjölmenna og sýna skírteini við innganginn. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir scm nýjar, skef upp, olíubcr og lakka. Olíuber e'innig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útiliurðum og harðviðarlita þær. SÍMI 36857. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. BENEDIKT GRÖNDAL UM HELGINA Það er ótrúlegt, hve sveifl ur efnahagslífsins — og þar með stjórnmálanna — hafa verið líkar þessa þrjá áratugi, hvern á fætur öðrum. Ef íhug að er, hvað þessu valdi, kunna að koma í ljós ýms lærdóms rík sannindi. Vangaveltur sem þessar sækja á, þegar rót er í efna hagslífi og stjórnmálum. Með því að rekja sveiflur þriggja áratuga er ekki verið að spá, að þeim muni halda áfram. Viðreisnarstj órnin hefur þegar reynzt langlífar: og að ýmsu leyti gerólík fyrri ríkisstjórn um. Þess vegna getur gangur mála nú orðið allt annar en hann var 1949 til 50 og 1958 til 59. Við sjáum hvað setur. að koma í kirkjuna og Kirkju bæ, en þar munu kvenfélags konur hafa á boðstólum höfð inglegar ve'tingar að vanda. Með því að þiggja þær gefst öllum kostur á að leggja eitt af mörkum, til að efla kirkju legt starf og mannúðarstarf kvennanna. Emil Björnsson. »VWWWWWWMWW>WWWW IErlendar fréttir í stuttu máli li Montevideo, 21. september (NTB Reuter). Óeirðirnar, sem hófust á miðvikudag í Montevideo, höfuðborg Uruguay, halda á fram. Uögreglan og her eru við öllu bú n, þar eð ástandið í borginni verður að teljast mjög alvarlegt eftir óeirðirn ar síðustu nætur. London, (NTB Reute'r). Forsæt:sráðherra Rhodesíu Ian Smith, lýsi því yfir í sjón varpsviðtali, að hann fyrir sitt leyti væri reiðubúinn að hefja aftur samn:ngaumleitanir við Breta, en þó t'kki á þeim grund velli, að hinn hvíti minnihluti í Rhodesíu léti völdin í hend ur afríkönsku ibúanna þar. Belgrad (NTB — AFP) Enn eykst spennan milli Júgó, slavíu og Sovétríkjanna. B0rba, aðalleiðtog; kommúnistaflokks- ins, réðist í gær harkalega á Sovétmenn fyrir ummæli þeirra um Tito forseta. Jafnframt lýsti hann því yfir, að Júgóslavar styddu Tékka í einu og öllu í baráttu þeirra fyrir sjálfstjórn. Hssabon, (NTB Reuter). Líflæknir SaIazars skýrði frá því í nótt, að ástand hins 79 ára gamla forsætisráðherra væri enn óbreytt- VIRZLlNARSIARf VERZLUNARST JÓRI Verzílunarstjóra vantar út á 'land. Upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS STARFSMANIMAHALO Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 23. sept. kl. 8.30 s.d, í Aiþýðuhúsinu. Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksþingið. — Rætt um vetrarstarfið. — Kvikmyndasýning — Ka-ffidrykkja. Stjórnin. 22. sept. 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.