Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 6
6 skóla og barðist ötullega fyrir því máli. Mælti hann á þá leið, að menntun, byggð á réttum grundvelli, væri undirstaða allra framfara hverrar þjóðar, og bæri þing- mönnum að greiða þjóðinni aögang að þeirri undir- stiiðu. Kom það æ á daginn, að þetta var ein hans meg- inhugsun. Víkur nú aftur sögunni í Eyjafjörð. Framfarafélag Eyfirðinga. Þetta sama ár og Eggert var kosinn þingmaður, hinn E maí 1875, var fundur haldinn á Stokkahlöðum af bændum og búlausum, er næstliðinn sumardag fyrsta á Grund í Eyjafirði mynduðu og gengu í svokallað Erainfarafélag, ,,til þess nú á sameiginlegum fundi að ylirvega og koma sér saman um sérhvað það, er til frainfara mætti horla í lélaginu.“ Nítján menn lofuðu tillögum, llestir 1. krónu nema Eggert, hann borgaði 10 krónur. • Eundarstjóri var kosinn Eggert Gunnarsson umboðs- maður, en íundarritari Sveinbjörn Þorsteinsson, Stokkahlöðum. Þessir embættismenn voru kosnir: Eggert Gunnarsson, forstöðumaður, Páll Hallgríms- son, bóndi, Espihóli, skrifari, og Sveinbjörn Þorsteins- son, féhirðir. Þá var farið að ræða um ýmislegt, er til framfara mætti liorfa, og er enginn vali á því, að Eggert hefir samið stefnuskrána, en hún er þannig í aðalatriðum: 1. Að stuðla til uppfraeðingar unglinga, ekki einungis meðal sjálfra félagsmanna, heldur og meðal utan- íélagsmanna. , , 2. Að framhalda: a. Heyásttning. b. Ejárskoðun. c. Hyggilegri og góðri meðferð á öllum búpenipgi. d. Eá áreiðanlegar, skýrslur um heygjafir, mjólkur- vtixt ,og injófkurgæði. e. Reyna að bæta sauðljárræktina. f. Velja og ala upp nautkálfa af be/ta kyni. g. Sömuleiðis velja og ala upp graðfola af bezta kyni, en þá jafnframt gelda þá fola, er rnenn eigi vilja nota. 3. Bæta ullarverkun og tóvinnu alla. 4. Bæta húsakynni með haganlegri skipan og traustri byggingu undir leiðsögu til kosinnar nefndar. Koma til leiðar nauðsynlegum jarðabótum: a. Uppþurrkun og afleiðsluskurðum. b. Áveitu með flóðgörðum. c. Byggja traðargarða. d. Byggja túngarða. e. Gera þúfnasléttur. f. Koma upp forum og kömrum. JÓLABLAÐ DAGS g. Trýggja haganlega meðferð áburðarins. h. Koma upp jarðepla -og kálgörðum. 6. Að sýningum verði senr fyrst komið á fót á grípum, fénaði, verkfærum, vélum og ('illu, er að framförum lýtur, á tilteknum stöðum innan takmarka félags- ins, eftir því sem stjórn deildanna ákvéður. Bundust félagsmenn að lokum samtökum um, að stuðla sameiginlega til þess, sem til framfara mætti horfa og að gagni verða. Samkvæmt lögum Framlarafélags Eyfirðinga, en það var natnið, sem félaginu var geiið, var ætlunarverk þess, að „efla á allan liátt hagsceld, menntun og heiður héraðsins." Skyldi hver hreppur hafa sérstaka deild með sérstökum sjóði og þriggja manna stjórn, en stjórpgrnefndir allra félaganna áttu að hafa með sér tvo fundi á ári, sumardag fyrsta og lyrsta vetrardag, og átti þar að kjósa sambandsstjórn fyrir allar deildirnar. Á þessum sambandsfundum átti svo að leggja á ráðin um framkvæmdir innan deildanna og skyldu deildar- stjórar gera það, sem í þeirra valdi stæði til jiess að samþykktir jrær, sem á fundunum væru gerðar kæmu til framkvæmda. Félagssjóðunum skyldi varið til að uppfræða fátæka unghnga, til veyðlauna og til að kaupa nauðsynleg verkfæri eftir þörfum. Um allar framkvæmdir félags- manna skyldi gerð skýrsla, og jiær metnar til verðs ásamt árlegum arði af þeirn. — Var félagsskapur jiessi sniðinn nokkuð eftir Jarðbótafélagi Hörgdæla, sem fyrr getur, þó að stefnuskrá sé nokkru víðtækari. Samband miló félagsdeildanpa mpn oþki hafa liald- izt í því formi, sem lög jiessi gera.ráð fyrjr, nema þá rétt í fyrstu. En upp úr þessum féjagssajnfökurn risu j)i j ú s.jállstæð íramfarafélög í Hr.afnagils-, Öngulsstaða- og Saurbæjarhreppum, sem starfað háfa, til jiessa dags, og var Eggert Gunnarsson lífið. og sálin í, þeim öllum til að byrja með, að m. k. tveim liinum fyrrnefndu. Þegar í stað var tekið til óspilltra málanna. Strax á haustfundi 1875 skýrir E. G. frá þyí, að liann liafi völ á stúdent og tveim leikmönnum til unglingafræðslu, og fór fram kennsla á nokkrum bæjurn í Hrafnagils- hreppi þann vetur. Einnig var á Jieirn fundi endurreist lestrarfélag, sem að vísp liafði verið stofnað 1854, en vgr j)á sofnað út af. Styrkti Framfarafélag Hrafnagils- hrepps oft lestrarfélagið með nokkru fjárfranrlagi eft- ir þetta og sá um að Jrað héldi lífi. F.innig var þegai í stað liafið rækilegt eftirlit með heyásetningi með þrem- ur skoðunum að hausti, um nýjár og sumarniál. Þá fóru menn að hefjast lianda með kynbætur á búpen- ingi. Tveir bændur í hreppnum lofuðu á Jiessu fyrsta ári að sýna framlör í meðferð áburðarins með J>ví að lnia til haganleg haugstæði og gera salerni á bæ sínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.