Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 24

Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 24
24 MÓÐIR, KONA, MEYJA JÓLIN ERU EINFÖLD Það hefur margoft verið sagt, að jólin séu hálið barnanna, hátíð h'eirn.ilanna, og að þár, sem engin börn séu, þar verði eklii mikil jól. Þetta eru sannindi, sem gilda enn í dag, það er að segja, að því síðast- nefnda undanskildu. Það blandast engum hugur um, að þar, sem börn eru, ldjóta jóJin ávallt að íá sér- stakan svip, reglulegan jólasvip, en þar, sem engin börn eru, munu all- ir finna, að eittlivað. vantar. Þetta „eittlivað“, sem okkur finnst vanta í Iieimilum, þar sem engin börn eru, þarf ekki nauðsynlega að vera barnið sjálft eða börnin. En það er annað, sem ávallt fylgir börnun- um, það er gleðin, Iiin hreina og tæra barnsgleði yfir Ijósum og skrauti, yfir jólailm og jólafögnuði. Að jólin eru hátíð heimilanna, er- um við öll sammála um, og si'i stað- reynd gerir það að verkum, að hús- móðirin fær stærsta óg umfangs- mesta hlutverkið, bæði við undir- biininginn og jalnframt jólahaldið .sjíilft. , . . ..... , , Hvað getum við gért, til þess.að jólin verði regiuleg hátíð í öilum heimilum,, bæði þar, sem börn eru, og einnig hjá. hinum barnlausu, hjá ,gömlum ogy ungum, hjá sjúk- um og heilbrigðum? Það, sem máli skiptir, er, að koma augg á kjarnann, á aðalatrið- ið, ea binda sig ekki við aukaatrið- in eða láta hismið villa sér sýn. Sá, sem lifað hefur jól fársjúkur, eða horit upp á deyjandi ástvin sinn á þessari „gleðinnar hátíð“, mun skilja og finna, að jólin eru ekki bara umbúðir og skraut. Hann mun skilja, að jólin í sjálfu sér eru ofur einföld, þau eru gleðiboðskapur, þau eru ljós í myrkrinu. Við þurfurn að læra að meta jól- in á einfaldan hátt, eins og þau í raun réttri eru. Við þurfum að læra að vera einlæglega gloð yfir því, að vera fríslc, yfir því, að vera til og geta notið jólal jósanna. Nú má eng- inn ætla, að ég meini með þessu, að við eigum ekki að skreyta og undir- báká ög prýða og gefa jólagjafir og þar fram eítir götunum. Ég myndi manna mest sjá eltir því, ef slíkt hyrli úr sögunni. En við megum ekki gera þessi ytri atriði að aðal- atriði, og við megum ekki fafa með jólaundirbúninginn, jé)lahaldið eða jólagjafirnar út í öfgar. Hér kemur að hlutverki húsmóðurinnar. Hús- móðirin vill gera jólin eftirminni- leg fyrir alla í heimilinu, og hver kona og móðir velur sér sína aðferð. Jólaundirbúningur, sem fer fram í heimilinú, ' áétfti að vera þannig . fÉamJtvæmdur, að allir tækju ])átt . í: honum. Hér á ég nðallega við börnih, i$ym hafa óblandna ánægju af þyí, að fá að leggja sinn skerf að'inijrkum, þótt móðirinni jafnvel finnist, að ekki sé mikið að græða á þeim starfskrafti. En það er auka- atriði. í sambandi við jólaundir- búninginn, jólahaldið og jólagjaf- irnar ættum við ávallt að hafa hug- fast orðtækið um hinn gullna með- alveg og stiila öllu í sem mest hóf. Þegar fram líða stundir og börnin verða fullorðin, mun minningin um bernsku-jólin ekki fara eftir því, hve marga rétti þau fengu á jóladaginn, eða eftir því, hvort jóla- gjafirnar voru fleiri eða færri. Minning sú um jólin í foreldrahús- * JÓLABLAÐ DAGS ------------g um, sem yljar bezt, er minningin um góðvild og ástúð, um jólasögiir og jólaljóð, um kerti og jólabrauð, að ógieymdu jólatrénu. C)g það eru þessi atriði, sem ekki á að spara og öþarit er að stilia í hóf. Ef luismóðirinni tekst að skapa regiulegan jólaanda í heimilinu, gera jólin að hátíð fyrir hjörtu «allra í heimilinu, vinnur hún meira starf, en hana grunar í fljótu bragði, og gerir börnum sínum marglalt meira gagn á við það, að gela þeim fjölda leikfanga og ann- ara gjafa. Við skulum skreyta og prýða og undirbúa jólin eins og kostur er á, og við skulum jafnlramt gefa gjafir eftir efnum okkar og ástæðum, én við megum ekki tapa sjónum á jólaboðskapnum, á gieðiboðskapn- um, fyrir öllu hinu'ytra, sem nienn- irnir hafa gert. Við megúm ekki tapa sjónum á ljó'sinú, km kom til okkar, þegar myrkvast var. i GLEÐILEG ]ÓL! Puella. Til tilbreytingar Fylltar pylsur. Þessir réttir verða naumast nefnd- ir jólaréttir, en þeir eru látnir fylgja hér með, ef ske kynni, að einhverjum kynni aðþykja tilbreyt- ing í þeim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.