Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 13

Dagur - 24.12.1949, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 / spáxtvurudeildinni jœsl allt frá fótb'olta upp i licila báta, eins og myndin sýnir. grenitrjáa, sem standa með jöf'nu millibili á syllu, sem er á hushlið- inni. I sýningargluggunum er í’ag- urlega fyrir komið dýrum vörum og alls kyns djásni, en jólasveinar og hyski þeirra setja þó gleggstan svip á að þessu sinni. Hér hafa listamenn verið að verki, og það leynir sér ekki. Þótt margt sé að sjá, sem augað gleður, hraða ég mér inn fyrir múrana, Jrví að rigningin hetur engan bilbug á sér f inna, og ég er ekki nægilega reykvísk til Jress að finnast hún yndisleg. Einkennisklæddur dyravörður fteilsar og kveður, opnar dyr og fokar og tekur kurteislega á móti viðski]H'<t'VÍnumun með brosi á vör. Hann tekur líka vingjarnlega á móti mér, því að ekki veit hann, að ég er koniin í allt öðrum tilgangi, heldur en að verzla. Inni í Magasin, eins og Kaup- mannahafnarbúar stytta nafnið venjulega, er allt á ferð og -flugi. Eg fæ næstunt ofbirtu í augun við að koma utan úr drunganum inn í alla þessa Ijósadýrð.' Hér er allt í fullum jólaskrúða, þótt enn sé að- eins hinn fyrsti dagur desember- mánaðar. Lyftur þjóta upp og nið- ur og f lytja fólk á milli liinna fimm hæða, þar sem hinar ýmsu vörur er að finna. Á neðstu hæðinni, stofuhæðinni, eins og hún heitir liér, en hún er langsamlega stærst, iðar allt af fólki. f}að rennur á milli söluborðanna eins og fé í rétt. Mik- ill fjöldi barna, í fylgd með mæðr- um sfnum, hefur fengið að koma með í dag, vegna Jæss að nú er jóla- sveinninn kominn, og hann er til viðtals hvern klukkutíma. Börnin trúa honum fyrir óskum sínum um jólagjöf, og hann talar til þéirra og Eg hélt satt að segja, að ;,rólegasti tími dagsins", eins og ég hafði hald- ið morguninn vera, myndi reynast rólegur, en hér er sjón sögu ríkari, og sú spurning , vaknar hjá mér: Hvernig skyldi verða umhorls síð- ari hluta dagsins? Og hvernig skyldi verða að komast leiðar sinnar urn verzlunina dagana fyrir jólin? En nú h.ætti ég jiessu „glápi og góni“ og hinum gagnslausu hug- leiðingum mínum, hristi af mér og regnhlífinni minni mestu vætuna, lagfæri á mér hattinn og legg síð- an af stað til móts við „Inspektör- inn“, sem ætlar að leiða mig í allan sannleikann innan Jressara veggja. 120 ræstingarkonur. Alúðlegur maður tekur á móti mér og býður mig velkomna. Það er Wollesen, fulltrúi fyrirtækisins í málefnum starfsmannanna. Eftir stundar viðræður kemur í Ijós, að hanri er ættaður frá Suður-Jótlandi, og þegar liann heyrir, að ég hef dvalið Jrar suðurfrá og heimsótt ýmsa staði sunnan við Konungsána, verða samræðurnar líllegri, og hann kann frá ýmsu að segja. For- eldrar hans bjuggu suður við landa- niæri, hann gekk í Jrýzkan skóla sern barn, faðir lians var í fyrri styrjöldinni, og liann sjálfur svalt á Jjcim árum og varð síðara að fara á.hæli vegna heilsubrests. „En Jrér eruð nú ekki komnar til Jress að heyra Jretta," segir hann svo, „yið skulum snúa okkur að „alvörunni" og koma hérna inn í þessa lyftu." Við ökum upp á fimmtu hæð, og hér byrjar sýningin. Áður en lengra er haldið, langar mig til að vita nokkrar tglur o. s. fry., og ég spyr „inspektörinn“ um aldur verzlunar- innar. Magasin Du Nord var stofn- sétt í Árósum 1808, en fluttist til Kaupmannahafnar 1870. Tíu árum síðar, eða 1890, flutti verzlunin í þessi húsakynni, en hér hafði áður verið hótel, Hotel Du Nord að i nafni. Á Árunum þar á eftir var húsið lagfært og því breytt, en fyrst 1932 var hin stóra söluhöll, sem er tiðbygging við bakhlið hússins Frá liattadeildinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.