Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 5
5 JÓLABLAÐ DAGS leitin var gerð á Björk, með því, að honum þótti illt, að heimilið þyrfti að búa við svo vondan grun nágrann- anna. En þá tókst svo illa til, að ijósmóðirin fann óeðlilegt æxli, (líklega kviðslit) á líkama Guðrúnar, þar sem þjóðtrúin taldi að tilberarnir væru á spena, svo að þetta hefur naumast hreinsað liana í augum alþýðu. F.li sýslumaður virðist þó hafa látið mál þetta falla niður, enda hefur hann vafalaust aldrei lagt neinn trúnað á það. Vísur Árna Eylirðingaskálds eru sennilega gerðar í nafni Kristjáns á Björk, því að Jón sterki var dauður, þegar hér var komið sögu. Skjöl um mál þetta eru ennþá til og eru geyrnd i Árnasafni í Kaupmannahöfn (960 4to XV.) og eru svoldjóðandi (sbr. Sunnanfari II, bls. 94): P[ro] M [emoria] Af því að eg er að sannri raun að því kominn, að bæði nágrannar mínir og máske margir aðrir hafa mitt heimili forþenkt um, að (á) því sé hýst og alið af mínum eða minna völdum nokkurt djöfullegt ill- vætti er fólk tilbera nefnir, sem það segir að steli mjólk úr málnytuskepnum síntirn, en skaði sjálfar skepn- urnar lierfilega, og menn segja að þetta Satans dýr, eða livað það er, kynni af mannahöndum að liand- takast, ef þeir fái að leita þar, sem það sé fyrir, þess vegna bið eg yður, mitt góða yfirvald, að skikka ein- hverja þá allra grannskyggnustu og aðgætnustu menn til að leita að þessum tilbera á bæ mínum uppi og niðri, í krók og kring, sem allra bezt verður, upp á það, að ég og mínir kynnum hér eftir að fríast frá jæssu skelfilega skammarrygti, að djöfull sé hjá oss í fóstri hafður, til að gera fólki skaða, eins og eg veit fyrir guði og samvizku minni, að þetta rygti er frá uppháfi til enda fullkomn- asta andskotans lygi. ■ Björk í Sölvadal, 16. apr., 1804. Kristján Ólafsson. Til Hr. sýslumanns J. Jakobssonar., : * Séra Jón lærði í Möðrudal, sem hef- ur skrifað þetta bréf fyrir Kristján, lætur fylgja svohljóðandi árétt- ingu: „Svo blygðunarfullt sem jrað er, að ennnú skuli finnast slíkar hjátrúarfullar innbyrlingar hjá fólki um jtess háttar ónáttúrlegra hluta tilveru, sem framan- skrifaður Memorial um getur, eins nauðugur gerði eg það, að uppsetja þennan Memorial til yðar veleðla- lieita vegna sóknarmanns míns Kristjáns á Björk, Jrar hann og hans J^ykjast ei annars rójegir illrygtið um- borið geta, nema sú eftiræskta leit framgeng verði, hverja, en þó eg álíti í sjálfu sér svo heimskulega að ei verði orðum að komið — að leita Jress sem nokkurs, sem ekkert er — lilýt eg þó nauðugur viljugur manns- ins róíégheita vegna að þrengja sjálfan mig til, heldur að leggja með en mót manninum, að liann fái bón sína um leitina uppfyllta, það allra fyrsta er skeð gæti, upp á Jaað, að þeir hjátrúarfullu og hrekkvísu meðal almúgans, sem Jressa og þvílíka lygi temja sér, mættu lieldur sér til blygðunar á eftir reka nefið í Jrrekk sinnar eigin heimsku og illgirni. Möðrufelli 17. Apríl 1804. /. Jónsson.' „Upp á framanskrifaða Begjæring beskikkast hér með (li)reppstjórarnir mr. Halldór á Yxnafelli og mr. Jón á Samkomugerði ásamt Gjordemoder madame Guð- ríði á Melgerði Jrað allrafyrsta að gera grandgæfileg- ustu rannsókn á Bjiirk svovel hjá konu Kristjáns sem móður konu Kristjáns, samt í öllum híbýhun, hvort Jjar finnst nokkur svokallaður . and- skota tilberi, eður- mei'ki til háns h bienum eður • utan í húshl' svoleiðis að Jiau með eiði síðan; ef þörf krefur, stað- ícsli J)á nt'i g'erandi rannsókn.en þeirra undirskrifuð for- rétting sendist skrif leg til sýshimanns- ins það fyrsta. Bill- eg ómakslaun be- talar Kristján til viðkomenda. Espihóli d. 17. Apríl, 1804. /. Jakobsson Séð inn Éyjafjörð úr Kaupangssveit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.