Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 19

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 19
JÓIABLAÐ D A G S 19 Þjóðj.élagip, brást þeim i neyðinni í 'NÆSTA SKÚTA býr ekkja með;. þrjá börn. Rúnir sorgar og vonbrigða lífsíns eru ristar á and- lit hennar, þar sem liún situr í sól- inni fyrir framan pokadrusluna Iraman við skútann þeirra. Börn- in leika sér í sandinum. Hún kall- ar á elzta drenginn og strýkur hon- um um kollinn. — Faðir þinn var hermaður í Ia'bíu, ein af Iietjun- um í her Adussolinis. Hann féll og hetjudáðin gleymdist. Við er- um ein og yfirgefin. Ríkisvaldið hefur brugðist okkur. Við höfum fórnað öllu sem við áttum fvrir ættjörðina, uppskeran er sultur og eynul. El’ til vill hefur konan sagt þetta upphátt í von um að ókunnugir gestir í borg útlaganna heyrðu á tal liennar, og ef til vill hefur henni orðið að ósk sinni og nokkrar lírur hrokkið í lófann á sVarthærðum drenghnokka í bættri treyju. ÚTLAGARNIR í Róm eru táknrænt dæmi úr lífi fólksins í öllttm löndum. Viðnám þeirra gegn þjóðfélaginu er nauðsyn þeirra, vegna þess að aðrar leiðir eru lok- aðar f bili. 1 ' Anmus, staðar hefur fólkinu stundum .tekizt að byggja upp lífs- varnir sínar,ánnan nnira þjóðfé- lagsins. ftað. hefur ekki farið í út- legð, he.klur tekið.við stjórntaum- unum tog byggt •upp félagsmála- kcrli, til. að skapa sér betri lífsaf- kom.it pg; böruuin sínum bjartari framtfð. bessi félagshugsjón er samvinnu- stefnan! A okkar landi er framtíðin ráð- in. Islendingar hafa fundið fjör- egg sainvinnustefnunnar og hug- sjón liennar og framkvæmd hefur þegar búið þúsundum heimila í svcit og við sjó bjartari framtíð og góða lífsafkomu. En á Ítalíu er önnur saga. Eyrstu Rúnir snrgar og vonbrigða eru ristar í andlit ekkjunnar. Maðurinn var ein „hetjum“ Mussolinis, en nú man enginn hetjudáðir þær lengur. frækorn samvinnuhugsjónarinnar hafa að vísu skotið rótum þar, en eru ennþá vanmáttug. En líka Jiar er framtíðin ráðin. Viðhorfum lífs- ins heftir verið snúið við. Einhvern tíma kemur líka að því. Hagstæður byr ber hugsjón samvinnunnar til hinnar fornu Rómar svo uni muni, og leysi úr útlegðinni olnbogabörn þjóðfélags- ins í brotnum borgarmúrum tvi') þusund ára gamallar menningar. Kannske á litli svarthærði dreng- hnokkinn eftir að kynnast nýrri lutgsjón, setn breytir fyrir honum viðhorfinu til lífsins, í nýrri ver- öld, J>ar sem )>að er fyrst og lremst mannlólkið en ekki peningamir, sem skipta máli. Guðni Þórðarson, blaðamað- ur höf. þesarar greinar, ferðað- ist til Italíu og fleiri suðrænna landa á s. 1. sumri og tók þar mikinn fjölda mynda, þar á meðal þær ágætu myndir, sem fylgja þessari grein.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.