Dagur - 28.01.1953, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 28. janúar 1953
Sæmundur G. Jóhannesson:
„Guð skal reynast sannorður"
NÝJA BÍÓ
í kvöld kl. 9:
Svo heitir bók ein, sem mjög
hefur verið útbreidd. Utbreiðslu
hennar annast fólk, sem nefnist
„Vottar Jehóva“. Ymsir hafa
spurt mig um álit mitt á bókinni
og kenningum hennar. Getur því
verið, að fleiri fýsi að heyra það.
Ekki dreg eg dul á, að bókin
þykir mér lítils virði, því að svo
brýtur hún í bág Við kenningar
heilagrar ritningar. Má nefna
sem dæmi það, er bókin segir um
Drottin Jesúm: „Hann var þó
ekki Guð Jehóva ‘ (Bls. 341
Staðhæfing þessi er röng. Jahve
(Jehóva) gamla testamentisjns er
Jesús Kristur nýja testamentis-
ins. Getur hver séð það sjálfur,
sem les Jesaja 6. kap. og Jóhann-
es 12. 37,—41.
Staðhæft er í bókinni, að grísk-
an, frummál nýja testam., noti
greini með nafni Guðs, þegar það
tákni Jehóva Guð. Sé þetta algild
regla, en það hef eg ekki rann-
sakað, þá er Jesús Kristur áreið-
anlega Jehóva Guð, því að í bréf-
:inu til Hebrea, 1. 8., lesum vér, að
Guð, Faðirinn, ávarpar Jesúm,
Soninn, á þessa leið: „Hásæti þitt,
ó Guð, er um aldir alda.“ Á
frummálinu stendur hér greinir-
inn á undan Þeos, Guð.
í Jes. 48. 12. segir Drottinn,
Jahve: „Eg er hinn fyrsti; eg er
einnig hinn síðasti.“ f nýja testam
ségir Drottinn Jesús: „Eg er hinn
fyrsti og hinn síðasti." (Opinb. 1.
18., 22. 13.) Þar sem það er
ómögulegt, að tvær persónur geti
verið, hvor um sig, fyrst og síðust
allra, þá hlýtur Drottinn Jahve
og Drottinn Jesús að vera ein og
sama persónan.
Eg gæti haldið áfram og talið
upp 30—40 önnur dæmi þess, að
það, sem gamla testamentið segir
um Jahve, það hið sama segir
nýja testam. um Drottin Jesúm
Krist.
Um Heilagan Ánda segir bókin,
að hann sé „ósýnilegur fram-
kvæmdakraftur almáttugs Guðs.“
(Bls. 89) Neitar hún eða gengur
fram hjá öllu, sem ritningin segir
um persónuleik Heilags Anda.
Biblían tileinkar Andanum per-
sónueinkenni lifandi persónu, t.
d., hugsun, vilja, þekking, kær-
leika, gæzku og hryggð. Ritning-
in kennir ennfremur, að Andinn
rannsakar, talar, vitnar, biður
fyrir mönnum, kennir, leiðir,
kallar menn til starfa og géfur
þeim gáfur. Eru þetta athafnir
iifandi persónu eða ópersónulegs
kraftar?
Af skrifum þéim, er bókin flyt-
ur um Heilagan Anda, verður
ekki séð, að vottar Jehóva þekki
hann. Sýnir það, að þeir eru þá
ekki sannir, endurfæddir læri-
sveinar Krists. Kristur sagði:
„Heimurinn .. . þekkir hann
(Heilagan Anda) ekki heldur;
þér (lærisveinar hans) þekkið
hann, því að hann dvelur hjá yð-
ur og er í yður.“
Þá stendur enn. x bókinni, að
fyrir trú og góða breytni öðlist
maðurinn eilíft líf að launum, ög
er þar vitnað til Róm. 6. 23. Vér
flettum því versi upp og þar
stendur: „Laun syndarinnar er
dauði, en náðai’gjöf Guðs er eilíft
líf í Kristi Jesú, Drotni vorum.“
Hér er berum orðum sagt, að ei-
líft líf sé GJÖF, ekki laun, og
það meii-a að segja náðargjöf, al-
gei’lega óverðskulduð gjöf. Er því
um hugtakabrengl að ræða hjá
höfundi bókarinnar, vísvitandi
ranga tilvitnun eða óheyrilegt
skilningsleysi manns, sem minnir
mjög á blindan leiðtoga.
Um framtíðarástand manna og
dóm þann, sem bíður þeiri'a, er
hafna Jesú Ki’isti og hjálpræði
hans, hefur bókin mai’gt að segja.
Engu af því er treystandi, því að
skýlausum oi-ðum Krists er hafn-
að eða rangfæi't það, sem ritning-
in kennir. En það efni mun verða
rakið á öði-um stað.
Líkt og fiskar, sem gleypa öng-
ul geta sannleikselskir menn
gleypt öngul villxmnar, sé hann
beittur með sannleik. Á það
heima um votta Jehóva, sam-
kvæmt þessari bók, að villuna,
sem þeir flytja, fela þeir með ara-
grúa tilvitnana í heilaga ritnirigu.
Á því heima hér áminning post-
ulans: „Reynið andana, hvort
þeir séu frá Guði, því a.ð margir
falsspámenn eru farnir út í heim-
,inn.“
IVera frá öðrum hnetti!
i Amerísk mynd sem lýsir \
\ afdrifum fljúgandi disks á {
i Norðurheimskautssvæðinu \
\ og verunnar sem kemst af. s
f * \
Seinna í vikunni:
í Teiknimyndirnar eftir {
Í Walt Disney. \
\ 1. Mjallhvít og dvergarnir I
Í sjö. I
; 2. Öskubuska. \
\ 3. LÍSA 1 UNDRA- \
Í LANDl, sem nú verður 1
l sýnd og ekki er síðri en \
Í liinar báðar. Mynd sem j
í allir ættu að sjá, ungir sem \
Í gamlir. I
Bókaverzlun til sölu
Bókabúð Akureyrar, eign db. Pálma H. Jónssonar,
er til sölu. Upplýsingar gefur undirritaður, og sé til-
boðum skilað fyrir 15. febrúar n. k. Væntanlegur kaup-
andi þarf að hafa bóksöluleyfi.
Bœjarjógetinn d Akureyri., 27. jan. 1953.
Mjólkurverð og kaupgjald
á fyrri tíð
Nokkrar afhugasemdir við skrif Jóns á Laxamýri
f 3. tölubl. Dags, 21. janúar,
birtist niðurlag gi'einar eftir Jón
bónda Þorbergsson á Laxamýi’i,
með stórkostlegri fyrirsögn í
fjónim liðum — Vei’kfallið —
Vanmáttur stjórnai’valdanna —
Sjálfstæði þjóðarinnar í hættu —
og eitthvað enn meira. Tilefnið
mun vera desemberverkfallið sl.,
úrslit þess og afleiðingar. Eg ætla
ekki að fara að ræða vei’kfallið
frá neinni hlið, enda mér per-
sónulega óviðkomandi, eg er
hvergi félagsbundinn, hvoi’ki í
stóru né smáu, hættur vei’ka-
mannavinnu og býst ekki við að
hverfa að henni aftur. Sný eg mér
því að öðru atriði.
Fáir ljúga meir en um helming,
segir máltækið, og mún þar átt
við ýkjukenndar frásagnir. Ekki
gat eg vai’izt þessari hugsun, þeg-
ar eg sé, að greinai’höf. fer að
staðhæfa á þessa leið: „Um alda-
mótin og mörg ár eftir þau var
mjólkurverðið 25 aurar líti’inn
og tímakaupið vár þá líka 25 aur-
ar. Ef það vei’ðsamræmi hefði
haldist til þessa, væi’i mjólkur-
vei’ðið í dag kr. 13.80 lítrinn“. —
Sæmilegar tekjur af einni belju
(eg nota þetta oi’ð) yfií- árið. En
sleppum þessu og snúum að aðal-
hlið málsins.
Á aldamótunum síðustu var, að
minnsta kosti hér nyrði-a, kúa-
mjólk alls engin mai’kaðsvai’a,
engin spurn eftir henni og ekkert
lögbundið verð, af þeirri einföldu
ástæðu, að nær allir húsi’áðendur,
sem nokkuð máttu sín, í sveit, í
bæ éða þoi’pi, kostuðú kapps um
að eiga kýr og framleiða mjólkina
sjálfir handa sér og sínu fólki, en
vai’la meii-a. Hinir, sem ekki voru
þess umkomnir, létu sér lynda að
vei-a án hennar að mestu leyti og
sumir alveg, lifðu í þui’i’abúð,
sem kallað var, drukku svart
kaffið o. s. frv. Hinu ber þó ekki
að neita, að mjólkui’sala var ekki
óþekkt, en í mjög smáum stíl og
var verðið þetta — eg segi og
skrifa 10—12 aura potturinn —
og þótti full dýrt eftir verðgildi
peninga þá. Hafi því Húsvíkingar
eða aðrir þurrbrjósta Þingeyingar
á þessum ái'um keypt hana 25
aui’a vei’ðinu nöldui-slaust, er það
annað og meii’a en það, sem eg
þekkti til.
Árið 1913 flutti eg stöku sinn-
um mjólk fyrir bónda, sem bjó
um 15 km. frá Akux’eyri, í bæinn
og skilaði henni á einn stað. Fékk
hann fyrir hana, að því eg bezt
man, 15 eða 16 aura fyrir pott-
inn, að frádregnum 2 aurum í
sölulaun. Hefur því neytandi
borgað hana í hæsta lagi 18 aura
þá.
Það er ekki fyrr en um 1930, eða
laust fyrir, að Mjólkursamlag
KEA á Akureyri tók til starfa og
komst þar með fast verð á mjólk-
ina, enda jókst þá eftirspurnin,
þar sem bærinn var þá farinn að
vaxa að ráði og margir heimilis-
feður fluttir í hann, sém enga kú
áttu. Var þá útsöluvei'ð 25 eða e.
t .v. 30 aurar allan næsta áratug,
eða fram að síðai’i styi’jöldinni.
Eftir þann tíma er hvei’ju manns-
barni fullkunnugt um allan gang
þeirra mála. Sennilega eru því
engar ábyggilegar mjólkurverð-
lagsskýi’slur til áður en mjólkur-
vinnsla og skipulögð sala hófst.
Læt eg svo útrætt um þetta
mjólkurmál.
í greiriargei’ð þessari með stóru
fyrii’sögninni, segir höfundur,
eins og áður er að vildðj að tíma-
kaupið hafi verið 25 aurar; mér
skilzt vei’kamanna (eyrax’vinnu-
kai’la).
Rangt er þetta einnig, þótt sé
aðeins sönnu nær en hitt. Tíma-
kaupið var rétt um aldamótin 16
aurar, en komst þó upp úr þeim
í 20 aui’a, en þó ekki nema yfir
sumarið; yfir veturna var það
lægra .Auk þess má geta þess, að
það var aldrej greitt í öðru en
vöruúttekt eða með skuldalúkn-
ingu. Um peningagi’eiðslu var
ekki að tala.
Eg skal taka það fi’ám, áð eg
var ekki nákunnugur á Akureyri
þessi ár, en gefið hafa mér upp-
lýsingar tveir skilgóðir, aldraðir.
boi’garar hér í bænum, sem fylgzt
hafa með þessum ínálum frá upp-
hafi. Myndu þeir því ekki vilja
samþykkja 25 aura aldamóta-
verðið.
Nú er svo korriið, að við, þéssir
gömlu menn, sem munum nokkuð
glöggt til aldamótaáranna, erum
að hverfa héðan hver af öðrum og
eftir eitthvert árabil erum við all-
ir dauðir. Vel er hugsanlegt og
mjög líklegt, að seinni tíma menn
fjalli eitthvað um þessi mál og
hafa þá ekki annað fyrir sér, en
umsögn þeirra ,er lifað hafa um-
rætt tímabil, eins og ævinlega
hefur verið og getur ekki öðru-
vísi verið. Er því raimalegt til að
vita, að gömlum og greindum
mönnum, er sjálfir mega vel
muna^ skuli verða það á, að falsa
sögulega staðreynd, aðeins
vegna þröngsýni og sérhags-
munahyggju. Vel er það þó, að
allflestir á þessari Öld hræsni og
óheilinda munu þó viðurkenna
þennan talshátt, að minnsta kosti
í orði:
Hafa skal ávallt það, sem sann-
ara reynist.
L. G.
Fundur í F.U..F. í kvöld
Félag ungra Framsóknarmanná
hér á Akureyri heldur fund í
kvöld í Rotary-sal Hótely KEA
kl. 8.30. Umræðuefni er stjórn-
málaviðhorfið.