Dagur - 12.02.1958, Síða 1

Dagur - 12.02.1958, Síða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Daguk DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 19. febrúar. XLI. árg. Akureyri, iniðvikudaginn 12. febrúar 1958 10. tbl. 't DAGUR jo ara 1918 - 1958 © £ í i- I I ■S'Wö-f'íioð'ísÞ'Hð'Mí^a-í'íi'WS-ísS'WS'íss-^s^-^S'f'-s-i-a'í'-^^-e-sí'í^ö'Sííív, f « <3 <3 Dagblað á Norðurlandi! Afmæliskveðja frá Hauki Snorrasyni ritstjóra íslenzk blaðaútgáfa hefur'tek- ið miklum breytingum á fjórum áratugum. Þessar breytingar hafa verið til bóta. Prenttækni Ilaukur Snorrason. er betri, blöðin stærri og öflugri og hæfari til að gegna því hlut- verki að segja frá því, sem er að gerast heima og erlendis og vera vettvangur opinberra umræðna um þjóðmál. Þetta ber að viður- kenna, enda skyggir það ekkert á þá staðreynd, að einstakir blaðamenn hins eldri tíma rit- uðu betri og listilegri ritgerðir en yfirleitt sjást í blöðum í dag. Lesendur þess tíma gerðu aðrar kröfur til lesefnis. Póltísk rit- gerð, sem fyllti alla forsíðuna, vakti þjóðarathygli. Nú þætti slík uppsetning tæplega í húsum hæf í blaðaprentsmiðju. Þannig mætti rekja mörg dæmi um breytt viðhorf lesénda. Það er því ekkert nema þjóðsaga að blöðin hafi verið miklu betri í gamla daga. Þau voru öðruvísi. Það er mergurinn málsins. Þegar Dagur hóf göngu sína fyrir 40 árum, var hann lítill fjórblöðungur, gerður að þeirr- ar tíðar hætti, fremur lítið tíma- rit um þjóðmál en almennt blað. En hann féll sti-ax inn í það hlut- verk, sem honum var ætlað í þjóðlífinu, og gegndi því vel og dyggilega. Þegar nýr tími rann upp, færðist hann í nýjan búning og breytti um svip. Það hæfði nýrri aðstöðu. En grundvöllurinn var fyrir því æ hinn sami. Þegar Dagur byrjaði göngu sína, átti samvinnustefnan mestu stórverk sín óunnin í héraðinu. Þá var engin útvai'psþjónusta en aðeins léleg símaþjónusta. Þá voru samgöngur enn með mið- aldarsniði. Þá var enn óstigið lokasporið í sjálfstæðisbarátt- unni. Svipmót þessa löngu liðna tíma lifir enn á síðum gamalla dagblaða. Búningurinn var fátæk legur, en í orðum og setningum lifir hugsjón um betri tíma, um nýtt líf í landinu. '-5 Dagur er nú margfalt stærri en hann var í upphafi og fyrstu árin og betur búinn. í því efni hefur hann tekið breytingum á ýmsum tímum. Hann hefur fylgzt með tímanum og tækninni eins og aðstaða hans hefur leyft. Það er mér mikil ánægja að minnast þess nú, á þessum tíma- mótum, að hafa átt þátt í því að klæða blaðið í búning, er hæfði nýrri tíð, fyrir nærri tveim ára- tugum. Litlu seinna eignaðist blaðið fyrstu dagblaðaprentvél- ina, sem upp var sett utan höfuð- staðarins. 1 þá daga dreymdi marga stuðningsmenn blaðsins um, að koma upp dagblaði utan Reykja- víkur. Sá draumur er enn órætt- (Framhald á bls. 16.) Mér þykir vænzt um Dag af öllum blöðum segir Ingimar Eydal, fyrsti ritstjóri blaðsins Þakkir til lesenda og starfsmaima Ingimar Eydal er nú orðinn nær hálf níræður og heilsu hans tekið að hraka en minnið er óbrigðult og andleg orka ólömuð. Undirritaður skrapp heim til hans eitt kvöldið og ræddi við hann um stund og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar, sem hann svaraði á eftirfarandi hátt. Ekkert blað verður lang- líft án stuðnings og vin- sælda lesendanna. Dagur sendir, á Jiessum tímamót- um, lesendum sínum nær og fjær þakklátar kveðjur og eru Jiar pólitískir and- stæðingar ekki undanskild- ir. Kaupendur blaðsins eru úr röðum allra flokka og allra stétta um land allt, Jiótt Norðlendingar séu Jjar fjölmennastir og skilji manna hezt Jjörfina fyrir öflugt, norðlenzkt málgagn. Starfsmönnum sínum fyrr og síðar og lilýjar kveðjur vina og stuðningsmanna við Jiessi tímamót þakkar blaðið af alhug. Erlingur Davíðsson. Manstu það Ingimar, að fóstur- bamið þitt, Dagur, verður fertug ur á miðvikudaginn? Það ætti eg nú að muna, segir Ingimar. Fyrsta tölublaðið kom út 12. febrúar 1918, einmitt á síð- asta styrjaldarári fyrri heims- styrjaldarinnar. Þá varð fólk að láta sér nægja fátæklegan frétta- flutning, því útvarpið var þá ekki komið til sögunnar og menn urðu að láta sér nægja frásagnir blaðanna um gang heimsviðburðanna og það voru ekki alltaf nýjar fréttir, sem lesnar voru, eins og póstsam- göngum var þá háttað. Gerðist nokkuð sögulegt þegar fyrsta tölublað Dags kom út? Ingimar segist ekki muna að neitt óvenjulegt hafi skeð, enda hafi blaðið ekki farið af stað með neir.um ósköpum. En eg man vel eftir því að mér dvald- ist nokkuð í prentsmiðjunni þeg- Kveðja til Dags frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra Fyrir 40 árum hóf blaðið Dag- ur göngu sína. Til Dags var stofnað í þeim tilgangi að hann yrði fyrst og fremst málgagn samvinnumanna norðanlands í sókn og vörn. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Ingimar EydaJ, maður mjög vel ritfær og einlægur og áhugasam- ur samvinnumaður og framfara- maður. Dagur varð þegar og hefur verið æ síðan, trúr því takmarki, sem hann setti sér í upphafi, enda hafa staðið að blaðinu ágætir incnn og hver öðrum rit- færari. Dagur varð því brátt blað, sem hafði víðtæk áhrif, ekki aðeins i samvinnumálum heldur og í landsmálum, langt út fyrir tak- mörk Norðlendingafjórðungs. Á þcssum tímamóluin vil eg þakka Degi hinn stóra skerf, sem hann hefur af mörkum lagt í baráttu fyrir samvinnuna á ís- landi, fyrir Framsóknarflokkinn, fyrir mörg stór og góð framfara- mál þcssa lands. Og um leið og cg færi fram þessar þakkir og óska Degi til hamingju með unnin störf — vil eg færa fram þær óskir lionuin Hermann Jónasson, forsætisráðherra. til handa og þeim áhugamönnum, sem að honum standa, að honum megi auðnast um langa framtíð að vera sama beitta og örugga vopnið sem hingað til, í baráttu til sóknar og varnar góðum mál- um. Þessa var mikil þörf þegar Dagur hóf göngu sína fyrir 40 árum. Þörfin er rik enn í dag, þótt margt og mikið hafi áunnizt. Hermann Jónasson. ar fyrsta tölublað var prentað. En Dagur var fyrst prentaður Ingimar Eydal. í Prentsmiðju Björns Jónssonar og Björn söng þá við raust þessa vísu: „Þar sem slagur eyðir ýtum andlitsfagur í réttan tíma kemur dagur á hesti hvítum héðan vagar blóðfull gríma.“ Hver var stefna blaðsins í höf- liðdráttum? Dagur vai' í upphafi eindregið stuðningsblað Framsóknarflokks ins, sem þá var stofnaður rúmu ári áður og samvinnustefnunnar og er mér það mikið gleðiefni, að hann hefur staðið trúlega á verðinum æ síðan. Verzlunar- málin voru þungamiðja deilu- málanna um þetta leyti. Kaup- mannavaldið sótti hart að sam- tökum samvinnumanna og vildi þau feig. Flest blöð landsins hneigðust á þeim tíma að stefnu kaupmanna, þar á meðal tvö Akureyrarblöðin, Norðurland og Islendingur. Hverjir voru helztu hvatamenn að stofnun Dags? Þar vil eg nefna tvo menn sér- staklega, þá Jónas Jónsson síðar ráðherra og Hallgrím Kristins- son. Jónas var á ferðalagi um Norðurland í frosthörkunum þennan sama vetui'. Hann minnt- ist þá á það við mig, hvort eg vildi taka að mér ritstjórn nýs blaðs, sem helgaði krafta sína málefnum Framsóknarflokksins og samvinnustefnunnar. Þetta varð. í árslok 1919 sagði eg svo upp starfi mínu við blaðið en Jónas Þorbergsson tók við rit- stjórninni um 8 ára bil en varð síðan ritstjóri Tímans. Þá lágu leiðir okkar Dags saman á nýjan leik, sem ekki er þörf að rekja. (Framhald á bls. 16.) •

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.