Dagur


Dagur - 12.02.1958, Qupperneq 3

Dagur - 12.02.1958, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 12. íebrúar 1958 D A G U R Leikfélag Ákureyrar Taimhvöss tengdamamma Gamanleikur eftir PIiilip og Falkland Cary Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson - Frú Emelía Jónasdóttir lék aðalhlutverkið sem gestur L. A. Leikfélag Akureyrar frumsýndi Tannhvassa tengdamömmu 4. fe- hrúar sl. við ágæta aðsókn og undirtektir leikhússgesta. Þessi sjónleikur verður tæp- lega talinn djúpur skáldskapur eða háfleygur. Enda sennilega ekki til þess ætlast að hann sé talinn í þeim flokki bókmennta. En hann er þó engan veginn ómerkilegur, þótt hann sé tekinn úr hversdagslífinu, og sýnilega un’a menn sér prýðilega í félags- skap við venjulegt fólk, svolítið ýkt og þó. .. . Leikurinn fjallar um hið eilífa vandamál fjöl- skyldunnar, þegar gifta á í burtu heimasætuna. Tengdamamma er vön því að ráða á sínu heimili, "bæði yfir manni sínum og börn- um, enda er kerling aðsópsmikil ■og „ekkert blávatn“. Hún er ekki beinlínis hrifin af tilvonandi tengdasyni sínum. Hann er al- gerlega „ættlaus“ maður og alinn upp á heimili munaðarleysingja og hjá Hjálpræðishernum og er orðinn dáti í sjóhernum þegar hér er komið sögu. Atburðarásin er mjög hröð og skemmtileg. Tilsvör mörg snjöll og fyndin. Leikstjórn Guðmundar Gunn- arssonar hefur vel tekizt. Frú Emilía Jónasdóttir, sem bæjarbúum er áður svo kunn, að ekki þarf að kynna sérstaklega, lék sem gestur og bar leikinn uppi af miklum skörungsskap. Leikur hennar er afbragðsgóður, væmnislaus, hressilegur oghjart- anlegur. Hin mikla og djúpa rödd frú Emilíu hæfir sérstaklega vel að þessu sinni og einhvern veg- inn nær hún sérstökum furðu- tökum á þessu hlutverki sínu, sem ósvikinn eðliskraftur og meðfædd leikgáfa gera sérstak- lega eftirminnileg. Auðvitað er frúin enginn við- vaningur á leiksviði, og í þessu hlutverki var hún búin' að leika í 92 skipti, áður en hún kom norð- ur. En það lærist svo sem ekki af því einu saman að standa oft á leiksviði, að klippa setningar svo, að þær hitti nákvæmlega í mark. En það gerði frú Emilía afburða vel. Ungfrú Brynhildur Stcingríms dóttir í hlutverki Edie Hornett er yfirdrifin frá hendi höfunda. Þótt hún sé ógæfusöm pipar- kerling og alvarlega brengluð manneskja, má nú fyrr vera. En ungfrú Brynhildur nær henni ágæta vel í leik sínum og kem- ur þar skemmtilega á óvart. Guðmundur Gunnarsson leik- ur húsbóndann og föðurinn Henry Hornett og sýnir á sér nýja hlið, sem leikari og skilar hlutverkinu með ágætum. Ungfrú Maíthildur Olgeirs- dóííir leikur hina forvitnu, mið- ur góðgjörnu og margorðu frú Lack af mestu prýði. Haukur Haraldsson er nýliði í leiklistinni og fær að kenna á því eins og fleiri að hafa tvær hendur, sem hann veit ekki hvað á að gera með. En hann vann þó furðanlega hylli leikhúsgesta með drengjalegri og einlægri framkomu. I meðferð Hauks, verður Albert sjóliði, mjög geð- þekkur ungúr maður, sem þrátt 'fyrir umkomuleysi sitt, stendur að lokmn með pálmann í hönd- unum. Jón Krisíinsson leikur vin Al- berts, Bligh sjóliða, mjög hressi- lega og kom það að vísu engum á óvart. Ungfrú Anna María er í mik- illi framför. Hún lék hina ungu, fallegu og ástleytnu frænku, Daphne Pink, með góðum ár- ar.gri. Frú Kolbrún Daníelsdóttir lék erfitt og fremur leiðinlegt grát- hlutverk, heimasætuna og brúð- ina Shirley Hornett, og náði sums staðar góðum tökum á því. Páll Helgason lék prestinn Purefoy, sem kemur sem sátta- semjari og hefur úrslitaáhrif á gang málanna, sem vægast sagt eru komin nokkuð úrleiðis og gerir það vel. í leikslok voru leikendur klappaðir fram og fagnað ágæt- lega. Formaður Leikfélagsins Jóhann Ogmundsson ávarpaði frú Emilíu nokkrum orðum og færði henni fagra blómakörfu frá L. A. í ávarpi sínu komst hann m. a. svo að orði: „Fyrir 30 árum sýndi Leik- félag Akureyrar sjónleikinn Ambrosius eftir Molbech. Þar lék frú Emilía sitt fyrsta hlut- verk fyrir Leikfélag Akureyrar og þar telur frú Emilía sinn leik- feril byrja, og á hún því nú 30 ára leikafmæli, og er það ánægjulegt fyrir Leikfélag Ak- ureyrar að frúin skuli geta hald- ið upp á þetta merkisafmæli sitt einmitt á sama stað og byrjað var. Það er varla von að fólk, sem ekki þekkir til, geti gert sér í hugarlund allan þann tíma og fyrirhöfn sem fer í að koma upp einu leikriti, enda hafa margir uppgefizt og þó tekur það ekki nema kannski 2 mánuði. En hvað þá á 30 árum. Mörg eru vonbrigðin er mæta góðum listamanni en það hlýtur líka að vera gaman að sigra, fmna að vel hafi verið gjört. — Góður listamaður gefst aldrei upp, hann setur sér markið hátt, stefnir á hæsta tindinn. Frú Emilía hefur sjálfsagt mætt von- brigðum á sínum 30 ára leikferli, en eg efa ekki að þau hafi þrosk- að hana. Hún hefur líka sannar- lega sigrað, og eg veit, að þeir sigrar hafa glatt hana og gefið henni aukinn þrótt, gera enn þá betur. Það er gaman að gleðja aðra, vekja hressandi hlátur og fáir leikarar hafa verið þar stórvirk- ari en frú Emilía. Þó grunar mig, að undir glettnu brosi, búi meiri Framliald á bls. 14. ! Jóhann Ögmundsson formaður Leikfélags Akurcyrar ávarpar frú Emilíu Jónasdóttur í Iok frum- sýningarinar. — (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson.) I- I_ Jóhann Frímann: Áfmæfiskveðja fil Dags '! Mark Tvain skrifaði eitt sinn skemmtilega og fræga frásögn af pví, þegar liann gerðist ritstjóri búnaðarblaðs. Hann hafði ekki, að eigin sögn, stórum meira vit á landbúnaði en köttur á úthafs- siglingum, enda fór æðimargt af- skeiðis um ritmennskuna, og stjórnarferill hans við búnaðar- ritið reyndist bæði skammvinn- ur og endaði með hörmungum. Skopmeistaranum ameríska hefði naumast orðið nokkur skotaskuld úr því heldur, að rita skemmtilegan og minnisstæðan pistil um það, er ég gerðist rit- stjóri þjóðmálablaðs, enda kynd- ugt frásagnar á sína vísu, að maður, sem verið hafði kennari og skólastjóri frá unglingsaldri að kalla og varla sinnt öðrum viðfangsefnum að nokkru ráði síðan, — skyldi allt í einu venda sínu kvæði í kross og taka ótil- neyddur upp nýtt starf og alls óskylt hinu fyrra, og þá fyrst, er hann var kominn undir miðjan aldur. Ritsíjórnarferill minn reyndist þá heldur ekki sérlega langur, fremur en stjórnarskeið Marks Tvains við búnaðarblaðið, en ekki endaði hann þó með neins konar ósköpum, heldur hvarf ég aðeins til fyrri starfa, en hafði blaðamennskuna raunar að hjáverkum æðimörg ár eftir þetta, þótt lítt væri ég við hana kenndur fyrir mönnum, og var þar farið að mínum eigin óskum. ’—5 Ekki man ég eftir mér svo ungum, að pappír og prentsverta hefðu ekki á mig kynleg og seið- andi áhrif, og snemma tók ég að brjóta heilann um leturtegundir, „umbrot“, og allan annan frá- gang og gerð blaða og bóka. í foreldrahúsum gaf ég út „blöð“ og „tímarit" og annaðist þá alla hluti sjálfur: samning ritsmíð- anna, ritstjórnina, „prentunina“ — og lesturinn, því að ég mun oftast hafa verið eini áskrifandi og eini lesandi þessara ágætu bókmennta! Ég hef aldrei síðan veiáð algerlega laus við þessa áráttu, og vissulega átti hún rík- an þátt í því, að ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að segja af mér skólastjórn í Reykholti — þar sem ég hafði þó eignazt margt vina og ágætra samstarfs- manna við héraðsskólann — og flytjast aftur norður liingað til Akureyrar, þegar ritstjórastarf bauðst við „Dag“ — ásamt öðr um störfum á þeim sviðum, þar sem ég kunni betur til verka. — Þegar til átti að taka, var ég þó mjög í vafa um þessa ráðabreytni og kveið ákaflega fyrir því um skeið, að ég mundi ekki reynast maður til að fylla þá hít, sem mér fannst blaðið þá vera. Er enda líklegast, að sú vanmeta- kennd hefði þrúgað mig lengi, ef ég hefði ekki verið svo stálhepp- inn að lenda nærri strax í all- snarpri kosningahríð og ritdeil- um, svo að ég gleymdi fljótt slík- um grillum, a. m. k. í bráðina, og skrifaði þá stundum ótrauðuj’ í kapp við prentvélarnar, þegar á þurfti að halda í „hita bardag- ans“, þótt annars reyndust mér næturstundirnar tíðast drýgstar Jóhann Frímann. til ritstarfanna. — Mai'gai’ skemmtilegar minningar á ég frá. þeim árum, þótt ekki gefist tórr., til að rekja þær hér nánar að sinni. Sérstök ánægja er mér ac minnast ágætra samstarfsmannE. við blaðið, prentsmiðjustjóra oc prentara, en þó einkum vopna- félaganna við ritstjórnina sjálfa: Fy’rst Ingimars Eydals, síðar Hauks Snorrasonar og loks nú- verandi ritstjóra „Dags“, Erlings Davíðssonar. Lengst og nánast samstarf höfðum við Haukur um. margra ára skeið, og bar þar aldrei nokkurn skugga á, a. m. k. ekki af hans hálfu, enda þótt ég’ væri þá oftast mjög öðrum og óskyldum störfum hlaðinn og gæti því löngum harla lítil af- skipti haft af blaðinu, nema þá helzt að sumrinu, í leyfum Hauks, eða þegar sérstakar ann- ir og umsvií kölluðu að honum endranær. — Slíkra manna sem. þessara þriggja er gott að minn- ast. Vafalaust á „Dagur“ enn um sinn miklu og veglegu hlutverki að gegna sem framherji og mál- svari Framsóknarflokksins og samvinnustefnunnar í bæ, héraði og raunar landinu öllu. Þó að ég hefði þar — á mínum stutta og stopula blaðamannsferli — stund um einna helzt áhuga fyrir let- ursíðunum, stafkrókunum og' „pólemikinni“ sem íþrótt vegna íþróttarinnar — hefur blaðið þó lengstum haft á að skipa skör- ungum og áhugamönnum, sem brunnið hafa í andanum að vinna nefndum stefnumiðum og hug- sjónum allt það gagn, er þeir máttu. Og á meðan svo standa sakir, er engu að kvíða um fram- tíð blaðsins og ætlunarverk. —• Megi „Dagur“ lengi lifa og blómgast undir stjórn hæfra manna og í þjónustu hollra liug- sjóna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.