Dagur


Dagur - 18.12.1980, Qupperneq 3

Dagur - 18.12.1980, Qupperneq 3
Höfum Hafðu lágt, jólabamið er komið í bæinn Akureyrarkirkja. Ljósmynd: Malthías Gestsson. Áminningarorð, sem voru merki þess að nú vœri orðið heilagt. Langþráð stund var runnin upp. Skyndilega fékk tilver- an á sig nýjan blœ. Fas fólksins breyttist. Það gekk hljóðlegar um og talaði í hlý- legri tón en venjulega. Svipur þess lýsti af eftirvœntingu. Allt var sveipað Ijóma sem átti sér enga tilveru nema á þeirri hátíð sem nú var gengin í garð. Hver þekkir ekki slík hughrif? Hver á ekki slíka mynd? Við sem búum í þessu landi nátt- myrkranna sjáum mikið Ijós. Jólin eru okkur sem geisli Guðs náðar. Þau lýsa sem viti í svartasta skammdeginu og víkja drunga vetrarins úr vegi. En mestu varðar þó að þau eru staðfesting á því að Guð lœtur sér annt um mennina, þrátt fyrir allt. Hann sendir son sinn til þess að hann geti mætt þeim þar sem þeir eru. Hann hefur gefið mannkyninu frelsara sem er þess megnugur að leiða það til framfara og sigra á öllum sviðum. Guð hefur gefið mönnum hugvit til þess að vinna úr því efni sem hann hefur svo ríkulega lagt þeim í hendur. Það hugvit hafa þeir nýtt, og unnið svo stóra sigra að fjöldi manna álítur að þess vegna þurfi þeir ekki Guðs með. Sjálfsagt hefðu forfeður okkar haldið aðþar sem ríkja eilíf jól í efnislegu tilliti þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur. Stað- reyndin er samt önnur. Til allrar hamingju þurfum við ís- lendingar ekki lengur að bera kvíðboga fyrir því að eiga ekki brauð handa börnunum okkar til nœsta dags. A hyggjur okkar snúast því um annað. Þœrsnúast t.d. umþað hvort við munum standast efnalega samkeppni við ná- ungann eða hvort við fáum svalað hégómalegri löngun okkar í veraldleg gœði. Neysla hverskonar ávana- og vímuefna skilur eftir sig óhamingju sem ekki verður með orðum lýst og tilfinn- ingalíf margra er í rústum vegna sið- ferðislegs skeytingaleysis. Þetta eru að- eins fáeinir fylgifiskar þeirrar velmeg- unar sem með réttu hefði átt að fœra okkur sanna hamingju og velferð. Víst eru hinar efnislegu framfarir ómetanleg Guðs gjöf en menn mega aldrei freistast til að álíta að þœr séu allt sem við þörfnumst. Þœr tryggja hvorki ham- ingku okkar né andlega velferð. Fleira þarf að koma til. Þess vegna eru okkur gefin jól. Tilþess sendir Guð son sinn, að hann megi vera með í för. Á því byggist velferð okkar allra, því það er satt sem sagt var: — Það er nú heimsins þraut- armein að þekkja hann ei sem bœri. Ef við aðeins reyndum að kynnast betur honum sem í raun og sannleika er frels- ari heimsins, en létum af að tilbiðja hina sjálfskipuðu sœluboðendur, hvort heldur þeir eru í œtt við Kreml, Hvíta húsið eða Kók, — jafnvel verðbólgan mundi láta skipast við þau kynni. Það er vandi að halda jól, að skapa umgjörð við hœfi. Það er svo margt sem yfirgnæfir, gengur jafnvel á svig við þann boðskap sem þau bera. Að eignast heilög jól, að finna fyrir nálœgð frelsara síns er ómetanlega dýr- mœtt hverjum manni. Slíka reynslu eig- um við vonandi öll, og slíka reynslu þurfum við að gera börnunum okkar kleift að öðlast. Guð gefi að jólaumbúð- irnar sem svo mikið ber á valdi því ekki að við förum á mis við andblœ heilag- leikans sem bíður þess að geta umvafið hvert byggt ból á jólum. Höfum því lágt þegar jólabarnið gengur í bœinn. Guð gefiykkur öllum gleðileg jól. Jón A. Baldvinsson. DAGUR.3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.