Dagur


Dagur - 18.12.1980, Qupperneq 9

Dagur - 18.12.1980, Qupperneq 9
* Það vakti mikið umtal í Hollywood þegar gamanleikarinn Victor Mo- ore, sem var 67 ára gamall þegar sagan gerðist, gekk að eiga 22ja ára gamla stúlku. Eitt sinn þegar ein- hver var að hneykslast á þessu, sagði leikkonan de Sylvia: Hvað er athugavert við þetta? Þegar hún verður 100 ára verður hann ekki nema 145 ára.“ Einn af starfsmönnum Standard Oil félagsins í Kína kom í sumarfrí heim til Bandaríkjanna. f fríinu kynntist hann ljómandi fallegri og háttprúðri stúlku, í heimabæ sín- um, og giftist henni. „Þú kemur til með að kunna við þig í Shanghai,“ sagði hann þráfaldlega við hana. „Sérstaklega við þjóninn minn, hann Ling, hann er alveg einstakur maður. Þú þarft ekkert að gera, hann sér um öll húsverk.“ Þau komu til Shanghai og brúðurinn sá Ling og lét sér vel líka. Morguninn eftir komu þeirra þangað varð nýgifti maðurinn að fara til vinnu sinnar. „Sofðu eins lengi og þig lystir,“ sagði hann við konu sína. „Ling sér um húshaldið." Nokkru seinna vankar hún við, að Ling ýtir við henni. „Tími til kominn að klæða sig og fara heim, fröken," sagði Ling. * „Dag nokkurn," byrjaði Brooker T. Washington, hinn ötuli baráttu- maður fyr-ir réttindum negra, „kom fáfróður hvítur spjátrungur á kjör- stað til þess að greiða atkvæði, því að til þess hafði hann öðlast rétt.“ „Ég bið yður um að gera mér þann greiða að krossa við já á at- kvæðaseðilinn,“ sagði múlatti, sem stóð við kosningaklefann, við manninn. „En hvað merkir það?“ spurði þá veslings hvíti maðurinn. „Þér getið séð það sjálfur,“ sagði múlattinn. „Ég kann ekki að lesa.“ „Hvað, getið þér ekki lesið, hvað stendur á atkvæðaseðlinum, sem þér haldið á og vitið þér ekki um hvað þér ætlið að kjósa?“ hrópaði kynblendingurinn. „Nei,“ sagði hann, „ég kann ekki að lesa.“ „Jæja,“ sagði múlattinn, „ef þér krossið við já, þá viljið þér jafnrétti hvítra manna og blökkumanna." „Það þýðir að svertingjar eiga að fá kosningarétt, eða er það ekki?“ „Jú.“ „Þá geri ég það ekki. Svertingjar eru ekki nógu menntaðir til þess að geta kosið." „Til hvers ertu að þessu?“ spurði kaupstaðarbúinn bóndann, en bóndinn stóð í fjósi og var að troða heytuggum á ýmsa afvikna staði í fjósinu. „Ég skal segja þér, þetta er hálf- gerður ruddi, og þær éta það böl- vanlega beljuskammirnar, ef ég læt það í jötuna hjá þeim. En ef ég treð því upp um rjáfrið í fjósinu, þá halda þær, að þær séu að stela því og éta hvert strá.“ * Það er betra að kveikja á litlu kerti en formæla myrkrinu. Konfúsíus. Jón Gauti Jónsson I þessum þætti verður í stuttu máli gerð grein fyrir uppruna jól- anna og ýmsum siðum, er tengst hafa jólahaldinu. Þetta er ekki gert í þeim tilgangi að varpa skugga á helgi jóláhátíðarinnar, því vonandi verður svo um ókomna tíð, að jólin verði okkur tákn friðar og helgi. Að þessu sinni er leitað í smiðju til Árna Bjömssonar þjóðháttarfræðings, en hann hefur samið tvær bækur, þar sem fjallað er að einhverju eða öllu leyti um jólahátíðina: Jól á íslandi (1963) og Saga daganna (1977). t þessum bók’um erefninu gerð mjög ítarleg skil, bæði hvað varðar sögu jólanna og þá siði og venjur, er orðið hafa til, í tengsl- um við hana. Uppruni hátíðar um vetrarsól- hvörfin hefur að líkindum í fyrstu tengst hækkandi sól, og hefur hjá sumum verið tvískipt. Sú fyrri fyrir sólhvörfin, haldin í þeim til- gangi að hvetja sólina til dáða við hin myrku öfl og sú síðari til að fagna endurkomu hennar, þegar auðsýnt var að hún var farin að hækka á lofti. Með breyttu þjóð- skipulagi og atvinnuháttum, er síðan talið, að sólhvarfahátíðin hafi í auknum mæli tengst frjó- semisdýrkun. Geta þorrablótin hugsanlega verið fornar leifar þessarar seinni hátíðahalda. Sáralitlar heimildir eru til um heiðið jólahald í framkvæmd á Norðurlöndum, einna helst virð- ist sem drukkið hafi verið „til árs og friðar“. Með aukinni útbreiðslu krist- innar trúar hafa menn farið að velta því fyrir sér hvenær fæðing frelsarans hafi átt sér stað. Um það finnst hvergi stafur í heilagri ritningu, enda af ýmsum kenni- mönnum talin hin mesta heiðni að halda hátíðlegt upphaf hins jarðneska lífs. Ýmsar dagsetning- ar munu hafa komið fram, en sá dagur sem náði mestri útbreiðslu í fyrstu var 6. janúar. Útbreiðsla hans var mest í Egyptalandi og Grikklandi og í byrjun 4. aldar hlaut hann viðurkenningu kirkj- unnar í austurhluta Rómaveldis. Og enn í dag er haldið upp á fæðingu frelsarans í grísku og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni þann 6. janúar. Fyrsta örugga vitneskjan um, að 25. desember sé talinn fæðingardagur Krists er að finna í rómversku almanaki frá árinu 354 og árið 440 samþykkja æðstu menn kirkjunnar í Róm, Jerúsalem og Alexandríu, að sá dagur skuli haidinn hátíðlegur, sem fæðingardagur frelsarans. Um þetta leyti báru sólhvörfin upp á þennan dag, vegna skekkju í tímatali, en einmitt á þessum degi héldu Rómverjar upp á fæðingardag hinnar ósigrandi sólar. Segja má, að þetta hafi verið eðlileg ákvörðun hjá kenni- mönnum. Vinsæl gleðihátíð var færð í kristilegan búning til að auka fylgi við hina nýju trú. í íslendingasögunum er á nokkrum stöðum minnst á jól og nánast hið eina, sem ráða má af sögunum lýtur að jóladrykkju, jólaöli og jólaveislum. Smám saman fara þó kristnir trúarsiðir að setja sinn svip á hátíðina og hún tekur á sig það fastmótaða form, er hún hafði allt fram að siðaskiptum: a. lnngangur að sjálfri jólaguð- þjónustunni svonefnd vigilis hófst kl. 18 á aðfangadag. b. Sjálf jólanáttmessan hófst kl. 24 aðfaranótt jóladags, og að henni lokinni var sunginn tíðasöngur fram til kl. 6 um morguninn. c. Morgunmessa, in aurora tók við af tíðasöng kl. 6. d. Dagmessa, in die var síðan haldin á jóladag. Við siðbreytinguna var guð- þjónustan gerð einfaldari. Menn voru þó ekki ginkeyptir fyrir þeim breytingum, t.d. lagðist jólanáttmessan víða ekki niður fyrr en um 1770. Síðan áttu litlar breytingar sér stað, allt fram til áranna í kringum 1890, að aftan- söngnum var bætt við, en hann var einskonar endurnýjun hinnar gömlu vigiliu. Árið 1958 tekur sr. Sigurður Pálsson á Selfossi upp hinn forna sið að halda jólanátt- messu og árið 1964 tekur sr. Sig- urbjörn Einarsson núverandi biskup einnig upp þennan sið í Dómkirkjunni í Reykjavík og hélt honum í 10 ár. Síðan hafa fáeinir prestar í Reykjavík fetað í fótspor hans. Ýmsar venjur og siðir hafa orðið til í tengslum við jólahaldið, bæði sem bókfestar tilskipanir kennimanna eða eftir öðrum leiðum. Matarvenjur hafa breyst, einkum vegna tækniframfara við matseld og breyttra neysluhátta. Um og eftir síðustu aldamót fara t.d. eldavélar með bakaraofni að verða algengar auk fjölbreyttara hráefnis til matargerðar. Leiddi þetta til þess, að víða varð það metnaðarmál að bjóða upp á sem fjölbreytilegastar kökutegundir og myndarlegastar tertur. Jólagjafir þekktust til forna meðal stórhöfðingja, en slíkt verður ekki algengt meðal al- mennings fyrr en fyrir u.þ.b. 100 árum. Ýmsar persónuuppbætur frá húsbændum munu þó löngum hafa tíðkast, svo og að gefa heimilisfólkinu kerti. Á seinni hluta 19. aldar taka jólagjafir að færast mjög í aukana, enda orðið meira um verslanir. Eftir seinni heimsstyrjöldina tekur jólagjafa- flóðið á sig þá mynd, er það ber enn í dag. Eitt helsta tákn jólanna í dag, jólatréð, er tiltölulega nýr skraut- búningur á jólahaldinu, því ekki munu vera nema rúm 100 ár síð- an'það varð algengt í Evrópu og til íslands barst þessi siður fyrst um 1850. Algeng verða þau ekki fyrr en eftir síðustu aldamót hér á landi. Um uppruna þessa siðar er allt á huldu, þó vafalaust megi rekja elstu rætur þeirra til ein- hverskonar trjá- eða frjósemis- dýrkunar. Hugmyndir kristinna manna um skilningstré góðs og ills kunna og að hafa blandast þar inn í eða tekið óbeint þátt í út- breiðslu hans. Þáttur jólasveinanna í hátíð- inni er efni í heila grein seni þessa, en hér verður látið nægja að minnast þeirra í stuttu máli, enda er þeirra getið á öðrum stað hér í blaðinu. Jólasveinanna er fyrst getið á prenti á 17. öld. í fyrstu voru þeir taldir tröllum líkastir, en er líða tekur á 19. öld- ina taka þeir að mildast og fá mannlegra útlit. Með tilkomu jólagjafanna á þessari öld taka þeir síðan i auknum mæli það hlutverk að færa börnum jóla- gjafirnar. Munu þeir hafa lært þá iðju af frænda sínum Nikulási (Claus). Nikulás þessi á að hafa verið biskup i Litlu Asíu á 4. öld, en varð eftir dauðann einn dáð- asti dýrlingurinn. Var hann eink- um verndari fátæklinga og barna. Á síðustu öldum hefur hann svo tekið að sér hlutverk þeirrar per- sónu, er færir börnum gjafir á jólum. Er búningur þessa alþjóð- lega jólasveins einmitt runninn frá biskupsskrúða heilags Niku- lásar. Sjálfur varð Nikulás aldrei neinn jólasveinn hér á landi, en hinir íslensku jólasveinar tóku að sér hlutverk hans, og birtast þeir okkur i dag að mestu í hans mynd, bæði hvað varðar útlit og innræti. PA6WB 8

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.