Dagur - 18.12.1980, Síða 13

Dagur - 18.12.1980, Síða 13
Tölvuvinnsla Bókhald Launabókhald F j árhagsbókhald Viðskiptamannabókhald Birgðabókhald Félagaskrár o.fl. Sjáum um skipulagningu, færslu og uppgjör bókhaldsins, ef óskað er. Getum bætt við nokkrum fyrirtækjum vegna nýrra, afkastamikilla tækja, sem tekin verða í notkun um n.k. áramót. Nánari upplýsingar í síma 23404. TÖIVANGUR hf. GLERÁRGATA 36. AKUREYRI SÍMI23404 • PÓSTHÓLF 804 • 602 AKUREYRI Gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu Frá og með 1. jan. n.k. breytist gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar. Frekari uppl. veitir forstöðumaður heimilisþjónustu í síma 25880 þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-12. Félagsmálastjóri. Jólagjafaúrvalið Akurvík Aðventuljós. Mikið úrval. Lýsið upp skammdegið með aðventuljósi. Útvarps- og kassettutæki stórkostlegu úrvali. 12 teg- undir. Rakvélar og hársnyrtitæki í miklu úrvali. Bosch borvélar og fylgi- hlutir. Jólagjöf húsbónd- ans. Nýi krulluburstinn frá Philips Jólagjöf til allrar fjölskyld- unnar: Litasjónvarpstæki eða myndsegulband frá Philips eða Sanyo. Greiðsluskilmálar. GLERÁRGÖTU 20 — 600 AKUREYRI - gÍMI 22233 Smá heimilistæki frá Philips, Rowenta og Husqvarna: Brauðristar, kaffivélar, handþeytarar, teina- og borðgrill, vöfflujárn, strau- járn, eggjaþeytarar og m.fl. Skíðaútbúnaður: Rossignol skíði, Kerma stafir, Koflach skór, Salomon og Geze bindingar. KOTASÆLA: Óþrjótandi möguleikar „Hvernig á að borða Kota- sælu, nýja ostinn frá Mjólkur- samlagi KEA? Þessari spurn- ingu er ekki auðsvarað, því möguleikarnir eru nánast óteljandi, en við nefnum nokkur dæmi: Borða hann beint úr dósinni, e.t.v. með ávaxtasafa eða sultu og þeyttum rjóma. Setja hann saman við blandaða ávexti og hafa þeyttan rjóma með og borða hann sem eftirrétt. Setja hann ofan á ýmsar kex- tegundir og hafa t.d. kavíar með. Nota hann í hrásalöt, kjöthakk og annan mat, baka úr honum lummur, pönnukökur eða vöffl- ur, eða hafa hann jafnvel í tertur og gerbakstur. Hér á eftir koma nokkrar uppskriftir: Appelsínusæla: (Iskammtar) 200 g Kotasæla l dl rjómi 'h tsk. sykur 1 tsk. vanillusykur 2 appelsínur Setjið sykurinn út í rjómann og þeyt- ið. Afhýðið appelsínurnar og skerið í bita, blandið þeim og ostinum saman við rjómann. Berið kalt á borð. Sælusósa: (4 skammtar) 200 g Kotasæla 'k tsk. papríkuduft l dl. tómatsafi 'h msk. edik l'h dl. grófrifin seljurót salt eftir smekk. Hrærið ostinn smátt og smátt út með tómatsafanum. Bragðbætið með salt- inu, paprikuduftinu og edikinu. Blandið síðan seljurótinni saman við. Berið fram með köldum kjúkling. Apríkósur undir Kotasælu: (4 skammtar) 1 hálfds. apríkósur, (450 g) 200 g Kotasæla 'h dl sykur 3A msk. kakó legg 2 msk. rjómi Leggið apríkósurnar i eldfast form, (með kúptu hliðina upp). Blandið saman Kotasælunni. sykrinum og kakóinu. Þeytið eggið smávegis. Blandið siðan egginu og rjómanum saman við Kotasæluna, sykurinn og kakóið. Breiðið massann síðan yfir apríkósurnar. Bakið i ofni við 200°C i um 40 mín. Sælubrauð: Smyrjið kex eða brauð með smjöri. Leggið lag af Kotasælu ofan á. Síðan má setja tómata. agúrku, kívíar, krækiberjasultu, gaffalbita eða eitt- hvað allt annað ofan á Kotasæluna. Sælufars: (4skammtar) 400 g Kotasæla l gulrót l laukur 300 g kjötfars 1 tsk. salt pipar eftir smekk Skrælið og rífið gulrótina og laukinn. Blandið pipar og salti vel saman við kjötfarsið. Bætið út í Kotasælunni, gulrótinni og lauknum. Smyrjið ofn- fast fat með smjöri og setjið deigið i. Bakið í ofni við 200°C í um 45 mín. Af þessu sést að möguleikarnir eru ótalmargir, svo nú er bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. S.I. sunnudag stóð Leikfangamarkaðurinn fyrir Matchbox rally á Hótel Varðborg. Þátttakendur voru 70. Sigurvegari varð Páll Jónsson, 12 ára gamall, er ók bíl nr. 23. Myndin sýnir þá fjóra er kcpptu til úrslita. Mynd: áþ. Tuttugu þúsund tenings- metrar af ódýru timbri Innflutningsdeild Sambandsins flytur sem kunnugt er árlega inn mikið af timbri. Á næsta ári gerir deildin ráð fyrir að flytja til landsins 17-18.000 tenings- metra, sem er heldur minna en venjulega vegna þess að reiknað er með samdrætti i húsabygg- ingum. Af þessu magni er deildin nú búin að festa kaup á um 7.000 ten- ingsmetrum í Kanada. Er það nýj- ung, því að til þessa hafa timbur- kaup landsmanna nær eingöngu verið gerð í Rússlandi og á Norð- urlöndum. Kanadíska timbrið kemur frá skóglendum i norðaust- urhéruðum landsins, og er það heldur grófara en það timbur sem menn eiga að venjast hér. Samt sem áður sýnist það henta mjög vel til notkunar í húsabyggingum hér- lendis, t.d. við mótauppslátt, og það er vel þurrkað og kvistalítið. Nokkrar reynslusendingar, sem keyptar hafa verið fyrr á þessu ári, hafa líka gefið góða raun. Það sem mesta athygli athygli vekur í þessu sambandi er þó verðið, en kana- díska timbrið er nú um helmingi ódýrara fob, en rússneska timbrið, sem væntanlega á eftir að koma húsabyggjendum til góða. Þetta timbur er væntanlegt til landsins með vorinu. Það er Skipa- deild Sambandsins sem sér um flutningana á því heim frá Kanada. DAGUR.13

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.