Dagur - 18.12.1980, Side 17

Dagur - 18.12.1980, Side 17
Ijörn Dúason fætur hans, þótt hann léti hann á fætur nafna síns. Ljósagang sáu þeir enn á landi, á Fagradalsbæjunum, eins og hin kvöldin, og hóuðu enn öðru hvoru, en ekki kom það að neinu liði. Nú bjuggust þeir við, að hver nótt yrði sín hin síðasta, og þó helst Stefán Björnsson, enda var sú, er nú fór í hönd, allgeigvæn- leg. Það var aðfararnótt hins þriðja í jólum — fjórða nóttin, er þeir voru á eynni. Þeir móktu öðru hverju, og var Stefán Björnsson farinn að kala á fótum. Um miðja nótt eða litlu síðar reis Stefán Björnsson upp snögg- legaog mælti: „Guði sé lof — Nú eru menn komnir að bjarga okk- ur.“ Nafni hans hrekkur þegar við, og heyrist þeim þá báðum marra í hjaminu úti af fótataki. Þeir fóru út, hleruðu og lituðust um, gengu spölkorn frá kofanum, en urðu einskis varir. Sneru við það heim aftur til kofans, hálfu daprari í huga en áður, og sagði Stefán Eggertsson svo frá síðar, að aldrei hefði sér meir brugðið alla þá stund, er þeir nafnar voru tepptir í eynni, og aldrei hvarf hann frá þeirri trú eða ímyndun síðan, að eitthvað hefði þetta meira verið, og annað en hugarburður einn. Mun það sannast, að nafna hans hafi dreymt það, er hann þóttist heyra, og vaknað við, en svo var dregið af þeim báðum af hungri ogkulda, að þeim gat ofheyrst og ofsýnst margt milli svefns og vöku. Það þóttist Stefán Björnsson vita þá, að skemur mundi hann endast en nafni hans og félagi, er var miklu hraustari maður, og sagði hann svo frá síðar kunn- ingjum sínum, að þá nótt hefði hann gert sér allt far um að halda fyrir sér vöku, af því hann var hræddur um, að nafni sinn mundi leggjast á náinn, til að stilla hungur sitt, óðara en öndin væri skroppin út af líkamanum, en ógjörla vissi hann þó, er hann var inntur nánar eftir, hvort hann hefði fengið þann hugarburð heldur í vöku en svefni og lét þess getið um leið, að aldrei mundi slík óhæfa hafa sér i hug komið alsgáðum eða með fullri ráðdeild. Margt ræddust þeir félagar við í einsetunni, meðan þeir voru með sæmilegu fjöri, um hagi sína og forlög, og minntust vina sinna og vandamanna. En tíðræddast varð þeim um það, hvort þeim mundi verða bjargað eða eigi, og hvem veg það mundi atvikast. Þeir vissu glöggt, að heimanað úr Akureyjum gátu þeir eigi vænst neinnar hjálpar, því þar gat eigi hafa séðst til ferða þeirra útá is- inn, með því eyjar skyggðu á frá bænum, og því síður sást þaðan inn til Fagureyjar eða um leiðina þar á milli. Auk þess voru engin- manna ráð, þar til bjargar, þótt svo ólíklega hefði að borið, að eitthvað hefði vitnast um hrakn- ing þeirra. Um vini þeirra og kunningja á landi var það að segja, að þeir höfðu að vísu átt von á þeim fyrir jól, en með því að ísinn var nýr og heldur ótraustur — sem fyrr segir — þóttust þeir félagar vita, að á landi mundi engan hafa grunað, að þeir hugðust til ferðar, en það furðaði þá mjög, er eigi sá neinn vott þess, að tilrak væri gerð að bjarga þeim úr landi eftir að þeir höfðu gert vart við sig með því að hóa og kalla, og gátu þeir eigi rekið sig úr vitni um það, að hljóðið hefði hlotið að heyrast til lands. Virtist þeim nokkurn vegin skipgengt frá landi öðru hverju frá því á jóladag snemma. Þriðja dag jóla, var enn bjart og fagurt veður, sem fyrr, og ísinn rýmri en áður. Ekki er þess getið, að þeir hafi átt neitt við að hóa þá, með því að þeir voru orðnir úr- kula vonar um, að því væri gaumur gefinn, úr því að þeim hafði eigi orðið það að liði áður. Þá var og Stefán Björnsson orð- inn svo máttfarinn og rænulítill, að hann hélt iengst af kyrru fyrir í kofanum. Leið svo fram um há- degi. Nú víkur sögunni til lands. Þá bjó í Fagradal innri Ólafur bóndi Thorlacius, sonur Ólafs kaupmanns Thorlaciusar á Bíldudal, Þórðarsonar frá Hlíð- arhúsum og Ingiríðar Ólafsdóttur prests í Stóradal. Var Ólafur í Fagradal bróðir Árna umboðs- manns Thorlaciusar í Stykkis- hólmi. Af nafni Þorláks Hóla- biskups er dregið nafnið Thor- lacius. Kona Ölafs var Helga Sigmundsdóttir, Magnússonar sýslumanns, Ketilssonar, og voru þeirsvilar, Stefánarnir í Akureyj- um og Ólafur. Á hinum bænum, Fagradal ytri, bjó þá og lengi síðan, Jón stúdent Eggertsson, bróðir Stef- áns Eggertssonar, þess er hér segir frá og Friðriks prests. Kona hans var Kristín Skúladóttir sýslu- manns frá Skarði. Það mun hafa verið á jólanótt sjálfa, er Jón Eggertsson dreymir Stefán bróður sinn, að hann kemur á gluggann, er Jón svaf undir, og hefir járnkarl í hendi og vill brjótast inn. Þótti Jóni sem bróðir sinn væri reiður mjög og vildi vinna sér mein, eða jafnvel hafa lif sitt. Hann hrökk upp við draum þennan og þótti hann illur ogóviðfeldinn. Segirhann draum sinn að morgni, sem vandi er til, og fékkst ekki meira um. Aðra nótt dreymir Jón aftur hinn sama draum eða líkan mjög, og fannst fátt um. Hafði hann orð á því um daginn við heimamenn, að líkast væri því sem Stefán bróðir sinn hefði þungan hug til sín. Leiti er nokkurt í Fagradal ytri skammt upp frá bænum. Það var sögn manna, að þar hefði ein- hvemtíma verið borið út barn, og þóttust smalamenn og aðrir, er þar áttu leið um, heyra ámátlegt gól eða vein fyrir ofan leitið, og kölluðu útburðarvæl. Hefir slík trú verið algeng víða hér á landi, sem kunnugt er. Heimamenn í Fagradal töluðu um, að illa léti í útburðinum venjufremur um þessi jól. En nýlunda að meiri þótti þeim það, að nú komu hljóðin úr gagnstæðri átt því sem áður var, og upp úr sjónum, sögðu þeir. Slík tilbrigði komu eigi gömlum mönnum á óvart, því eigi halda forynjur ávallt kyrru fyrir á sama stað og síst á hátíðum, slíkum sem jólum og gamlaárskvöldi. — Messað var í Búðardal á þriðja í jólum, er mun hafa borið upp á sunnudag — þá heita brandajól. Þar var margt fólk við kirkju, því veður var fagurt. Þá bjó þar Friðrik prestur Eggerts, og var aðstoðarprestur föður síns, er þá hélt Skarðsþing. Áður en gengið var í kirkju, barst í tal um lætin í Fagradal, og mun sumum hafa þótt svo sem vera mundu fyrir tíðindum. Prestur heyrir hjal þetta undir væng og ámælir sóknarbörnum sínum fyrir heimsku þessa og hjátrú. Kom honum þegar í hug, hvert efni mundi í vera, að þar mundi menn staddir í lífsháska, og hafi hóað til þess að gera vart við sig. Hann hraðaði messunni sem mest hann mátti, lét syngja eitt vers fyrir hvern sálm, en sagði svo fyrir áð- ur, að hafa skyldi hest sinn söðlaðan í messulok — ríður síð- an af stað inn að Fagradal þegar eftir embætti. Nú er að segja frá því, að þegar fólk var farið til kirkju og hús- lestri lokið í Innri-Fagradal, gengur Helga Sigmundsdóttir til fatakistu sinnar og ætlar að viðra föt sín. Hún átti kíki, er hún geymdi í kistunni og lá ofaná föt- unum. Henni kemur í hug, að móða muni hafa safnast á glerin, skrúfar kíkinn sundur og fer að þurrka upp glerin. Að því búnu vill hún reyna kíkinn og gengur út með hann á hlað, bregður honum fyrir auga sér og miðar fram á fjörð. Hún ber kíkinn fyrir eftir firðinum út og inn og lendir Fag- urey í sjóndeildarhringnum. Hún sér einhverja dökknu hreyfast á eynni, verður bylt við, gengur inn þegar og spyr Ólaf bónda, hvort nokkrar skepnur eigi að vera í Fagurey. Hann kvað nei við, kindur þær, er þar hefðu verið til haustgöngu, væru heim fluttar fyrir löngu. Helga kvað þar þó eitthvað kvikt á ferð. Ólafur bóndi tekur kikinn, gengur út og sér brátt að menn eru í eynni. Hann bregður við þegar og fær menn með sér, hrindir fram báti og ræðst til ferðar, en lét áður mjólka kú og hafði með sér mjölkina spenvolga á vænum brúsa. ísbrydding var með landi fram og veitti örðugt að komast þar fram úr. Nú víkur sögunni til þeirra félaga í Fagurey. Stefán Björns- son lá fyrir í kofanum, en nafni hans var á rjátli. Hann kemur þegar auga á bátinn, er verið var að brjótast fram með hann úr ís- bryddingunni fyrir framan lend- inguna í Innri-Fagradal. Hann beið úti, þar til er báturinn var kominn fram á miðslæði. Þá gengur hann inn í kofann til félaga síns og mælti: „Nú er ég vonbetri um að úr greiðist fyrir okkur áður langt um líður.“ Hinn spyr, hvað hann hafi til marks um það. Hann kvaðst séð hafa mannaferð við naustin í Fagradal. Heldur lifnaði félagi hans í bragði við þessa sögu og innti frekar eftir. Segir Stefán þá sem var, að tekist hafi að koma bát á flot og væri hann langt á leið kominn fram að eynni. Fyrir því hagaði Stefán Eggertsson þannig sögu sinni, og fór að öllu sem spaklegast, að hann óttaðist að nafna sínum yrði of mikið um, ef feginsaga þessi bærist honum snögglega í eyru, svo mjög sem af honum var dregið, minntist hann og þess, hve illa þeim félögum báðum hefði brugðið um, nóttina áður, er þeim heyrðist fótatak úti fyrir kofanum, en það reyndist hugarburður einn, þótti honum eigi uggvant, að viðlíka vonbrigði mundu ríða nafna sínum að fullu, og varaðist því að láta hann vita af ferð bátsins fyrr en komið var svo iangt á leið, að ekkert gat tálmað. Bar nú bátinn að eynni von bráðar. Var þar fagnaðarfundur. Ekki voru þeir félagar látnir nær- ast á mjólkinni af brúsanum örðuvísi en í smásopum og mjög dræmt. Vel gekk ferðin til íands, og var þá Friðrik prestur þar kominn í sama mund og þeir lentu. Stefán Eggertsson gat gengið óstuddur heim að bænum, en nafna hans leiddu tveir menn eða báru þó heldur, að miklu leyti. Þeir hresstust von bráðar og komust fram til Akureyja, er færi gafst. Vissu konur þeirra eigi annað, en að þeir hefðu verið á landi allan tímann í besta yfirlæti. Brá þeim mjög í brún, er þær spurðu hrakninga manna sinna og lífs- háska þann, er þeir höfðu komist í. Stefán Eggertsson fékk Friðriki presti bróður sínum áður en þeir skildu, göngustaf sinn, er á var skráð bréfið til hans með hrakningasögu þeirra nafna. Var stafurinn geymdur í Búðardal lengi, og þótti sem var, allmikil gersemi. Var letrið vel gert, og bundið sem mest má verða. En svo bar til einhverju sinni, er Friðrik prestur var að heiman, að stafurinn var léður manni, er mikið lá á, og brotnaði hann i þeirri ferð. Brotin voru geymd, en eigi tókst betur til en svo, að þeim var glatað i ógáti, svo eigandi vissi eigi af. Hundinn Svip gaf Stefán bróður sínum til minja, og varð hann ellidauður í Búðardal. Helga Sigmundsdóttir, er gæfu bar til að verða sjónarvottur að útivist þeirra nafna í Fagurey, giftist að Ólafi látnum, Þorleifi kaupmanni á Bíldudal hinum auðga, Jónssyni, föðurbróður Sigurðar sýslumanns Jónssonar í Stykkishólmi, og þótti jafnan merkiskona. Stefán Eggertsson fluttist úr Akureyjum skömmu síðar og að Ballará, þar sem búið hafði faðir hans, Eggert prestur Jónsson. Bjó Stefán þar langa æfi síðan og andaðist í Akureyjum á vist með bróðursyni sinum Pétri kaup- manni Friðrikssyni Eggerz, kom- inn á níræðisaldur. Hann var góður bóndi, maður tryggur í lund og vinfastur mjög, djarfur og hreinlyndur, gestrisinn og góð- gjam við fátæka. Það var oft er hann tók að reskjast og sat að jólafagnaði með frændum sínum og vinum, að hann minntist jóla þeirra nafna í Fagurey, og mælti á þá leið, að tvennar væri nú tíðirnar. Stefán Björnsson fluttist og búferlum úr Akureyjum í sama mund og nafni hans, bjó eftir það lengst í Gautsdal í Geirdal, og andaðist þar í hárri elli. Hann var smiður góður á tré, hafði siglt og orðið fullnuma í iðn sinni i Kaupmannahöfn. Hann var ljúf- menni hið mesta, maður veg- lyndur og þrautgóður, þótt hann ætti erfitt nokkuð og mæðusamt um langt skeið æfi sinnar. I I I I I I ■ I I I I I I I I I ■ I I I I I I I I I I I > I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I J DAGUR . 17

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.