Dagur - 12.11.1981, Síða 12

Dagur - 12.11.1981, Síða 12
Kristján og Dorriet syngja í Skemmunni Kristján Jóhannsson og Dorriet Kavanna syngja í íþrótta- skemmunni á Akureyri laugar- daginn 14. nóv. kl. 17 við píanó- leik Ólafs Vignis Albertssonar. Þetta eru fyrstu sameiginlegu tónleikar þeirra á Akureyri, en þau hafa áður sungið fyrir Tónlistarféiagið í Reykjavík og með Sinfóníuhljómsveitinni, og hafa tónleikar þeirra vakið mikla hrifningu og verið fjöl- sóttir. Á efnisskránni eru aríur frá eldri tímum eftir Monteverdi, Handel o.fl. Konsertaría eftir Mozart og ljóðasöngvar eftir Beethoven og Hugo Wolf. Einnig aríur og dúettar eftir Donizetti, Bellini og Verdi. Dorriet er fædd í Barcelona á Spáni, en lauk leiklistarnámi í New York. Eftir átta ára feril, sem leik- kona í leikhúsum, sjónvarpi og kvikmyndunt ákvað hún að leggja stund á sönginn sem aðallistgrein. Hún lærði hjá þekktum söngkenn- urum s.s. Capella á Spáni, Carolina Segrera í New York og Ettore Campogalliani á Ítalíu. Fyrsta stóra óperuhlutverk sitt söng hún við La Fenice leikhúsið á s.l. ári. Hún hefur sungið með R.A.I. sin- fóníunni í Mílano bæði fyrir sjón- varp og útvarp. Hennar sérstæða og fagra rödd (sopra acúti) hefur vak- ið mikla athygli, og mun hún á næstu árum syngja í óperum í Frakklandi, Italíu og í Þýskalandi. Kristján Jóhannsson er Akur- eyringur, sonur hins landsþekkta söngvara Jóhanns Konráðssonar. Hann hóf söngnám við Tónlistar- skólann á Akureyri hjá Sigurði Demetz Franzsyni árið 1974, en fór síðar til Ítalíu, og hefur lært hjá söngkennurunum Giami Poggi, Ettore Campogalliani og Ferruccio Tagliavini. Kristján hefur þegar sungið á tónleikum og í óperum víða um Evrópu, og er eini íslend- ingurinn, sem sungið hefur í Scala í Mílanó, bæði í Verdi söngkeppn- inni 1980 og einnig nú fyrir nokkr- um vikum. Á söngnámskeiði í Salzburg var Kristján valin úr hópi á fjórðahundrað einsöngvara til að syngja á lokatónleikum þar. Kristj- án söng í óperunum II tabarro og Giami Schicchi eftir Puccini á síð- asta ári, sem var stjónvarpað að hluta. FrammisTaða Kristjáns í óperunni La Bohéme í Þjóðleik- húsinu á s.l. vori vakti mikla hrifn- ingu. Tónlistarfélag Akureyrar hefur annast undirbúning tónleikanna á Akureyri, og fá áskriftarfélagar miða með 25% afslætti, sem af- greiddir eru miðvikudagskvöldið 11. nóv. kl. 20-22 í húsi Tónlistar- skólans Hafnarstræti 81 3. hæð, en þeir sem ekki hafa komist þangað geta fengið miðana afgreidda við innganginn. Almenn miðasala er í Bókabúðinni Huld og við inngang- inn. Framsóknarfélag Akureyrar: Jóhann Sigurðsson kosinn formaður Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar var haldinn 5. nóv- ember s.l. í upphafi fundarins minntist formaður féiagsins, Jóhannes Sigvaldason, látinna félaga, þeirra Eiríks Sigurðs- sonar og Sigmundar Björns- sonar Fundarstjóri var kjörinn Sigurð- ur Óli Brynjólfsson og fundarritari Svavar Ottesen. Að lokinni inn- töku nýrra félaga flutti Jóhannes Sigvaldason skýrslu formanns, Guðmundur Gunnarsson flutti skýrslu gjaldkera og Jóhann Karl Sigurðsson skýrslu blaðstjórnar Dags. Að loknum lagabreytingum fóru frant kosningar og urðu niðurstöð- Jóhann Sigurðsson. ur þær, að Jóhann Sigurðsson var kjörinn formaður félagsins og aðrir í stjórn Inginiar Eydal, Sigrún Höskuldsdóttir, Páll Jónsson og Fjóla Gunnarsdóttir. Jóhannes Sigvaldason og Guðmundur Gunn- arsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þrír varamenn í stjórn voru kosnir Þóra Hjaltadóttir, Gísli Lórenzon og Jóhann Karl Sig- urðsson. Þá voru einnig kosnir full- trúar í fulltrúaráð og á kjördæmis- þing framsóknrmanna í Norður- landskjördæmi eystra, sem haldið verður 13. ogl4. nóvember. Að loknum kosningum voru um- ræður um starfið framundan og þau málefni sem líklegt er að verði efst á baugi í komandi sveitar- stjórnarkosningum. HORSMA snjóblásarar til tengingar á dráttarvélar fyrirliggjandi „Engum dyrum verið lokað‘ ‘ „Það hefur ekki verið lokað nein- þess efnis að það telji ekki tímabært um dyrum. Við töldum rétt að að stofna til nýs útibús frá Amts- hreyfa við málinu og það verður bókasafninu í Glerárhverfi. Lárus tekið upp síðar,“ sagði Lárus sagði að það væri brýnt að koma Zophoníasson, amtsbókasafns- upp útibúi í Glerárhverfi, enda vex vörður, um samþykkt bæjarráðs fólksfjöldi stöðugt í hvetfinu. Vetrarfagnaður í tengslum við kjördæmisþing mun Framsóknarfélag Akureyrar halda vetrarfagnað að Hótel KEA laugardaginn 14. nóvem- ber. Fagnaðurinn hefst með borðhaldi kl. 20.00. Halldór Ásgrímsson alþingism. og varaform. Framsóknarflokksins flytur ræðu kvöldsins. Auk þess söngur, grín og gaman. Dansað til kl. 02,00. Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins að Hafnar- stræti 90, kl. 9-17 næstu daga. Framsóknarfólk fjölmennið og skemmtið ykkur í góðum félagsskap kjördæmisþingsfulltrúa. HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTAí LAND-ROVER RANGE-ROVE BIFREIÐAR * PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Varahlutir, aukahlutir, heildsala, smásala. Þekking og reynsla tryggir þjónustuna. IMHöldur Varahlutaverslun Fjölnisgötu 1B, Akureyri Sími 96-21365 --. Ji \ • Innifalið: „ Flug Akur.-Reykjav.-Akur. Flugfar Keflav.-Gla.-Keflav. Gisting í Reykjavík Flugvallaskattur FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF EDINBORG — GLASGOW Ráöhústorg 3, Akureyrl Tel.: 25000 12- DAGUR - 12. nówember; 1,981

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.