Dagur


Dagur - 18.12.1981, Qupperneq 15

Dagur - 18.12.1981, Qupperneq 15
PLÖTUR - PLÖTUR - PLÖTUR - PLÖTUR * - «»- ■s:Fr^r>rir *■' 'ÍpJ $ ... en hún snýst nú samt Flyt: Start Stjórn upptöku: Jónas R. Jónsson og Start Nú hefur Steinar hf. gefið út fyrstu stóru plötuna með rokk- hljómsveitinni Start. Start hafði áður gefið út eina tveggja laga plötu sem fengið hafði nokkuð góðar viðtökur. Liðsmenn Start hafa lýst því yfir oftar en einu sinni að þeir leggi áherslu á þungt rokk. Það virðist þeim líka takast bara vel á þessari plötu, sem nær því að vera ansi heilsteypt út í gegn. Hljóðfæraleikur er bæði frísklegur og markviss og ber þar mest á hljómborðsleikaranum Nikulási Róbertssyni sem stund- um fer hreint á kostum. Eiríkur Hauksson er þó sá sem mest ber á, á þessari plötu. Söngur hans er mjög góður og lög hans á þessari plötu eru með þeim bestu ís- lensku rokklögum sem heyrst hafa síðustu árin. Textar plöt- unnar eru yfirleitt nokkuð góðir því flestir þeirra eru meira en innihaldslaust rugl sem alltof margir íslenskir textar eru. Sem sagt: Góð rokkplata með góðri hljómsveit þar sem liðs- menn hennar hafa greinilega lagt sig fram við að gera hlutina sem allra besta. ☆ Eins og þú ert Flyt: Björgvin H., Róbert A., Gísii Rúnar, Jóhann H., Ragnhildur G. og Laddi Útsetn. og stjórn upptöku: Björgvin Halldórsson Lög: T. Hall., Björgvin Hall- dórsson o.fl. Textar: Kristján frá Djúpalæk Fálkinn hefur gefið út hljómplötu sem er eins og þeir segja „fyrir börn á öllum aldri. Það er hinn þekkti hljómlistarmaður Björgvin Halldórsson sem á stærstan hlut í þessari plötu, því hann bæði út- setur lögin og stjórnar upptöku auk þess sem hann semur nokkur laganna og syngur. Textana við lögin héfur norðlendingurinn Kristján frá Djúpalæk samið af sinni alkunnu snilld og þeir ættu ekki að valda neinum vonbrigð- um. Það kæmi mér ekki á óvart að þessi hljómplata ætti eftir að fá þrumuviðtökur. Og hún ætti það alveg skilið, því hún er mjög vel gerð og er þannig unnin að hún ætti að ná vel til hlustanda. Lögin eru góð, og útsetningar Björgvins eru góðar. Hljóðfæraleikur er vandaður og sterkur en skyggir þó aldrei á fjölbreytilegan söng sem framreiddur er af sex úrvals- söngvurum. Bestu lög plötunnar eru „Öll við skulum gleðjast“ sem er fall- egt jólalag og „Það búa ýmis öfl í þér“ sem Björgvin syngur, gott lag við gullfallegan texta Kristj- áns. Sem sagt: Góð plata þar sem tvinnast saman, góð lög og góðir textar, góður hljóðfæraleikur og góður söngur. Platan ætti því að standa vel undir nafninu „stjörn- ur jólanna“. ☆ BESSIBJARNASON segir sögur og syngur fyrir börnin Með töfraboga Flyt: Graham Smith Lög: Vmsir íslenskir höfundar Útsetningar og stjórn upp- töku: Ólafur Gaukur S.G.-hljómplötur hafa gefið út plötu með enska fiðlusnillingnum Graham Smith. Graham varð ungur þekktur fiðluleikari í heimalandi sínu bæði í klassískri tónlist og popp-tónlist. Hann réðst til Sinfóníuhljómsveitar íslands árið 1979 og leikur nú með henni. Graham hefur áður leikið á nokkrum íslenskum hljómplötum en þetta er hans fyrsta einleiks- plata. Með þessari plötu er farið inná nýjar brautir í íslenskri plötugerð. Það hefur lítið tíðkast hér á landi að íslensk dægurlög væru útsett fyrir og leikin af hljóðfæraleikurum sem nær ein- göngu stunda klassíska tónlist. En þetta á vonandi eftir að verða meira í framtíðinni því platan er úrvalsgóð. Graham Smith er greinilega mjög góður tónlistarmaður og skilar hann hljóðfæraleik sínum að mínu mati frábærlega vel. Útsetningar Ólafs Gauks eru góðar, en það sem helst mætti setja út á plötuna er að aðrir hljóðfæraleikarar virðast sumir hverjir standa Graham töluvert að baki. Bestu lög plötunnar eru „Jarð- arfaradagur“ eftir Þóri Baldurs- son og „Hrafninn“ eftir Gunnar Þórðarson. Sem sagt: Vönduð plata sem mun verða sígild eign. ☆ Bessi Bjarnason segir sögur og syngur fyrir börnin Lög: Magnús Pétursson Ljóð: Kristján frá Djúpalæk Aðstoð: Barnakór úr Mela- skóla Fálkinn hefur gefið út plötu með Bessa Bjarnasyni þar sem hann segir yngstu bömunum sögur og syngur fyrir þau lög, sem tengjast þessum sögum. Þessi plata er með mjög svipuðu sniði og plata sem kom út með Bessa fyrir um ári síðan, og náði talsverðum vin- sældum meðal bama. Bessi les á þessari plötu nokkr- ar smellnar sögur af sinni al- kunnu snilld og með sínu skemmtilega látbragði. Þar kenn- ir margra grasa en þó eru þær flestar um einhverja furðufugla sem framkvæma ýmsa vitleysu. Síðan syngur Bessi fyrir börnin nokkur lög. Textana við þessi lög hefur Kristján frá Djúpalæk samið og tekst honum þar vel upp sem endranær, og nær örugglega vel til barnanna með þeim. Magnús Pétursson píanóleikari hefur samið lögin á plötunni og eru þau einföld og létt fyrir alla sem vilja raula með. Barnakór Magnúsar úr Melaskóla aðstoðar Bessa við sönginn. Sem sagt: Einföld og skemmti- leg plata fyrir yngstu hlustend- urnar og örugglega góð barnapía. augsson Við jólatréð Flyt: Gunnar Þórðarson, Þor- geir Ástvaldsson, Magnús Ólafsson, Björgvin Halldórs- son, Helga Möller, Páll Ó. Hjálmtýsson, börn og jóla- sveinar. Stjórn upptöku og útsetn.: Gunnar Þórðarson Hugmynd og lagaval: Þorgeir Ástvaldsson Fálkinn hefur gefið út sína jóla- plötu í ár. Þar hefur hann fengið til liðs við sig fremstu tónlistar- mennina í dag, með Gunnar Þórðarson í broddi fylkingar. Jólaboð Flyt: Haukur Morthens Upptökustjórn og útsetning- ar: Eyþór Gunnarsson Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hefur gefið út jólaplötu með hin- um síunga Hauki Morthens. Haukur mun vera elsti dægur- lagasöngvari landsins sem enn er að og hefur hann sungið óteljandi lög á tugum platna. Þetta mun til dæmis aldeilis ekki vera í fyrsta skipti sem hann syngur inná jóla- plötu. Þær eru orðnar nokkrar. Á þessari plötu hefur Haukur fengið til liðs við sig nokkra unga hljómlistarmenn, sem flestir eru í hljómsveitinni Mezzoforte. Auk þess sem þeir sjá um allan hljóð- færaleik hefur einn þeirra, Eyþór Gunnarsson, séð um allar útsetn- ingar. Óhætt er að fullyrða að Eyþór er að verða með allra fremstu hljómlistarmönnum landsins og útsetningar hans á þessari plötu eru mjög góðar. Hljóðfæraleikurinn er einnig frá- bær enda varla við öðru að búast þegar liðsmenn Mezzoforte eru annars vegar. Og þá er það Haukur sjálfur. Hann stendur alltaf fyrir sínu og nýtur sín e.t.v. aldrei betur en einmitt á svona jólaplötu. Hann skilar textunum vel og setur á allan hátt skemmtilegan jólasvip á plötuna með fjölbreytilegum söng. Sem sagt: Skemmtileg og vönduð jólaplata fyrir unga sem aldna. ☆ Gunnar sendi einnig frá sér jóla- plötu fyrir síðustu jól, svo að margir hafa eflaust talið að nú kæmi einhverskonar framhald. Það er þó ekki, því þessi plata er með talsvert öðrum tón. Á henni er að finna nær allar gerðir jóla- laga, flutt á mismunandi vegu af ýmsum söngvurum. Þó virðist Gunnar vera farinn að halla sér töluvert í átt að hinum vinsælu syrpum. En það kemur samt sem áður bara vel út, þar sem sungin eru gömul og vinsæl barnalög í nýstárlegum útsetningum. Annars eru önnur lög á plötunni, allt frá hrjúfum jólasveinalögum uppí róleg og hugljúf lög. Eins og til dæmis „Jóladraumur“ eftir Þorgeir Ástvaldsson. Og Gunnari farast útsetningar einkar vel úr hendi eins og fyrri daginn. Hljóðfæraleikur er einfaldur og stílhreinn og þar er Gunnar einnig í aðalhlutverki. Söngvarar eru góðir, Helga stendur alltaf fyrir sínu og þeir Magnús og Þor- geir eru hinir efnilegustu jóla- sveinar. En einnig kemur Þorgeir skemmtilega á óvart með ágætum lögum sem hann hefur samið á þessari plötu. Sem sagt: Frískleg og fjöl- breytileg jólaplata, sem enginn ætti að vera svikinn af. ☆ Með helgum hljóm Flyt: Karlakórinn Fóstbræður Stjórnandi: Ragnar Björnsson Umsjón með útsetningum: Jón Þórarinsson Stjórn upptöku: Sigurður Rúnar Jónsson Karlakórinn Fóstbræður hefur gefið út hljómplötuna „Með helgum hljóm" þar sem kórinn flytur jólasálma af ýmsu tagi. Það er ekki algengur hlutur nú til dags í íslenskri hljómplötuút- gáfu að kórar ráðist í að gefa út slíka plötu. Hvað það er sem veldur er ekki gott að gera sér grein fyrir, en éflaust hefur það eitthvað að segja, að jólalög eru sifellt að færast í nýstárlegri bún- ing og skyggja sífellt meira á þá tónlist sem eldri er. Það er því fagnaðarefni að Fóstbræðramenn hafa ekki látið hræðast heldur hellt sér í útgáfu slíkrar plötu. „Með helgum hljóm" er einkar hátíðleg og hugljúf plata sem ætti að koma hverjum manni í jóla- skap og í nánari snertingu við hátíðleika jólanna. Sálmarnir eru fallegir og einkar vel fluttir af þessum ágæta kór, sem svo oft hefur heillað landsmenn. Sem sagt: Hátíðleg og til- komumikil jólaplata. ☆ srí*»*nii' löo OATTAKPS Skemmtilegustu lög Gáttaþefs Flyt: Ómar Ragnarsson Útsetningar og stjórn undir- leiks: Magnús Ingimarsson og Jón Sigurðsson Textar: Ómar Ragnarsson og fleiri S.G.-hljómplötur hafa nú endur- útgefið nokkur af skemmtileg- ustu lögunum, sem Ómar Ragn- arsson söng inná nokkrar jóla- plötur fyrir um áratug, í gervi jólasveinsins Gáttaþefs. Þetta er vel til fundið því mörg þeirra barna sem nú hlakka hvað mest til jólanna og bíða með eftir- væntingu eftir jólasveininum höfðu ekki tækifæri til að hlusta á þennan bráðskemmtilega karl sem alltaf er í góðu skapi. Gátta- þefur fær til liðs við sig nokkur börn sem hann talar við og syngur fyrir, en einnig taka þau lagið með honum. Gáttaþef karlinum dettur ýmislegt í hug, svo út úr þessu verður hin besta skemmt- un. Þeir Magnús Ingimarsson og Jón Sigurðsson útsettu lögin og stjórnuðu hljóðfæraleik á sinum tíma fyrir Gáttaþef og gera það hér enn. Það væri því vel til fundið hjá foreldrum að stytta nú óþolin- móðum börnunum sínum biðina eftir jólunum og leyfa þeim að skemmta sér með Gáttaþef ekki síst ef það er haft í huga að plötur eru nú hlutfallslega ódýrari en oft áður og eru til að mynda mun ódýrari núorðið en bækur. Sem sagt: Skemmtileg jóla- sveinaplata sem bömin ættu að kunna vel að meta. ☆ ALLAR ÞESSAR HLJÓMPLÖTUR FÁST í VÖRUHÚSI KEA ia. desember 1981- DAOUR - 15

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.