Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 3
30. nóvember 1983 - DAGUR - 3 Flugleiðir auka þjónustuna: Sértilboð á gistingu á Hótel Loftleiðum — ódýrari bílaleigubílar Hin lágu helgarfargjöld Flug- frekar. í því sambandi verður verður með leiða hafa mælst mjög vel fyrir boðið upp á sérlega ódýra gist- en nú hafa Flugleiðir ákveðið ingu á Hótel Loftleiðum í des- að auka þjónustuna enn ember og Bílaleiga Loftleiða Hvar eru hin vitnin? Á dögunum sögðum við frá því að ekið hefði verið á kyrr- stæðan bfl við sjúkrahúsið á Akureyri, og hefði sá er þar var að verki stungið af að svo búnu. Var birt áskorun frá rannsóknarlögreglunni um að sjónarvottar gæfu sig fram. Einn aðili hafði samband við lögregluna og sagðist hafa séð áreksturinn. Hann gat hins vegar ekki gefið það nákvæma lýsingu að nægði til að hafa upp á þeim er árekstrinum olli. Hann sagði hins vegar að fjöldamargir hefðu orðið vitni að þessum árekstri, því fólk hefði verið að yfirgefa sjúkrahúsið eftir heimsóknartíma. Er full ástæða til þess að hvetja fólk til að leggja lögreglunni lið í tilvikum sem þessum því að öðr- um kosti ber sá saklausi allan kostnað af tjóninu. sértilboð í allan vetur. Sæmundur Guðvinsson, frétta- fulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Dag að desembertilboð Hótel Loftleiða hljóðaði upp á 550 krónur fyrir herbergið á sólar- hring og gætu allt að þrír verið í hverju herbergi án aukagjalds. - Bílaleigan mun jafnframt verða með stórkostlegan afslátt, sagði Sæmundur og til marks um verðið nefndi hann að bíll í tvo daga og 100 km innifaldir, kost- aði 1.360 krónur. Þrír dagar með 150 km akstri kostuðu 2.050 krónur og ef bíllinn væri tekinn í tvo daga með ótakmörkuðum akstri, þá væri verðið samtals 2.200 krónur. Að sögn Sæmund- ar gildir þetta tilboð í allan vetur en auk þess sagði hann í ráði að bjóða flug á sérverði í desem- bermánuði. Laugardagur 3. desember Opið frá kl. 10 - 16 Ingimar Eydal leikur á orgelið frá kl. 13. & Harmonikusnillingarnir Aðalsteinn ísfjörð og Jón Hrólfsson þenja nikkurnar kl. 14. Á sjón- skífu Svo illa vildi til að einn kafl- inn í grein Kristjáns frá Djúpalæk í þættinum Á sjónskífu, brenglaðist talsvert í vinnslu. Birtist kaflinn hér í sam- hengi og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistök- unum. Reiður sær Það eru tímaskipti að slysum. Þau koma í bylgjum og á þessu hausti hefur reiður sær heimtað of mörg mannslíf af okkur. Sjóslys eru harmsaga þessarar þjóðar öld af öld, enn í dag, hvað þá fyrr er við ekkert var að styðjast nema styrka hönd og hug. Af öllum stéttum hins ís- lenska samfélags eru sjómenn mikilverðastir. Þeir fæða okkur og klæða. Þeir leggja líf sitt í hættu alla daga ársins og nú, í sviptibyljum skammdegisskugg- anna byltast skip þeirra á tryllt- um öldum, langt til hafs. Kunnum við að meta sjó- menn og þakka sem vert er? Nei, þeir eru lágt metnar horn- rekur, nema á vörum land- krabba einn dag á ári. Yfirleitt metum við lítt erfiðismenn, bæði á sjó og landi. Við lítum upp til þeirra er baða sig í vel- sældinni er hrjúf vinnuhöndin skapar okkur. En þegar rok hvín á gluggum villanna okkar, hlýjum og raflýstum, verður sumum hugsað út á haf, jafnvel þeim sem eiga þar engan ná- kominn á völtu fleyi. Og óttinn truflar öryggi okkar; hvað þá um eiginkonur, börn, foreldra og systkini þessara stríðsmanna sem sækja hættulegustu mið heimsins, norður í dumbshafi. Og fréttir dynja í eyrum um hörmuleg slys. Stundum er fréttagleði fjölmiðlanna svo mikil að það gleymist að aðvara þá er hlut eiga að máli. Þess eru hörmuleg dæmi. Hver verður næstur? er ugg- vænleg spurn. Kannski gæti hjálpað að senda hlýja ósk um heillir þeim til handa, þarna úti í fangi grimmra sjóa. Mikið um að vera í Vöruhúsinu Nýjar vörur í Vefnaðar vörudefld Jogginggallar fullorðinsstærðir. Mokkaflíkur, kápur, stakkar, húfur og lúffur. Jóladúkar í vetratali hagstætt verð. Tilbúin sængurverasett. Gardínuefni. Ný sending af gluggatjaldavelúr og bómullargardínuefnum, gott í felligardínur, fallegt munstur. Nýtt í Teppadeild Vorum að taka upp úrval af baðmottusettum. Einnig hinar vinsælu ömmumottur, tilvaldar til jólagjafa. Gólfteppi og dreglar í úrvali. Góð greiðslukjör. Stórkostlegt úrval af skóm nýkomið Herra- og dömukuldaskór, leðurkvenstígvél.barnaspariskór fyrir jólin ásamt mörgum öðrum gerðum. Skódeild. Flottur fatnaður í nýju fatadeildinni Allt það nýjasta í fatnaði fyrir fimmtán til fimmtugs Vorum að bæta í hillurnar röndóttum buxum, peysum, höttum, samfestingum, beltum, slaufum og bindum. Góður fatnaður á frábæru verði. Fatnaður á bömin í Vefnaðarvörudeild. Barnaútigallar, heilir. Jogginggallar, vandaðir, fallegir ódýrir. Það nýjasta í Herradefld Jólafötin á börnin frá Kjólar, pils, og blússur á Buxur og vesti á drengi. í Herradeild. Barnaúlpur í þrem litum á aðeins kr. 950.- Kakibuxur og apaskinnsbuxur góð snið og gott verð. Herraföt frá íslensk framleiðsla falleg snið, góðir litir, frábært verð. Skíðagallar á herra. Stakkar með írenndum ermum. Úlpur með lausu fóðri. Kakibuxur, apaskinnsbuxur. Herrahúfurnar margeftirspurðu og treflar við. í Leikfangadeild Aðventuljós og stjörnur. Gönguskíði, stafir og skór. Vönduð leikföng til jólagjafa koma daglega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.