Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 13
30. nóvember 1983 - DAGUR -13 1-X-2 1-X-2 Olafur setti „met“ Gxeter-aðdáandinn Ólafur Asgeirsson reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við getraunaseðilinn síðasta, og skartar nú þeim vafasama titli að vera „lakasti spá- maðurinn" til þessa. Hann hafði aðeins einn leik réttan, sigur Leicester gegn Arsenal og segir ekki meira af spá- mannshæfileikum hans. Hins vegar hefur heyrst að nokkrir vinir hans ætli að kaupa ten- inga handa honum. En við höldum ótrauðir áfram, og þegar kemur fram á vorið veljum við Qóra bestu „spámennina“ og lát- um þá keppa til úrslita í næstu vikur. Eins og staðan er núna er Tryggvi Gíslason skólameistari bestur með 7 rétta og sr. Pálmi Matthías- son með 6 rétta. „Alvöruleikir“ um helgina Tveir leikir verða á íslandsmót- inu í handknattleik á Akureyri um helgina og eru það Pórsarar sem þá verða í eldlínunni. í 3. deildinni koma Ármenn- ingar í heimsókn og leika á föstu- dagskvöld kl. 20, en þar mætast tvö af efstu liðunum og Þór verð- ur að vinna til að eiga raunhæfa von um að verða á toppnum. Á laugardag kl. 15.30 leika svo Pór og ÍBV í 2. deild kvenna, einu taplausu liðin þar og liðin sem að flestra áliti munu fara upp í 1. deild í vor. Öll helstu „kraftlyftinga- tröll“ landsins mæta til leiks í Sjallanum um næstu helgi. Ekki til þess að fara þar á dansleik, heldur til þess að taka þar á lóðunum í „Grét- arsmótinu" sem er árlegt stórmót kraftlyftingamanna á Akureyri. Margir af frægustu kraftlyft- ingaköppum landsins verða á meðal þátttakenda. Af Akureyr- ingum má nefna Kára Elíson eða „Tígrisköttinn" en Kári hefur sett sér það markmið að setja fs- landsmet í bekkpressu og einnig að sigra þar Torfa Ólafsson eða „Torfuna“ sem er nær helmingi þyngri maður en Kári. Flosi Jónsson, Freyr Aðalsteinsson, Jóhannes Hjálmarsson og Kon- ráð Jóhannsson verða einnig mættir laufléttir til leiks. Af aðkomumönnum skal fyrst frægan telja Jón Pál Sigmarsson, en hann hafnaði í síðustu viku í 2. sæti í keppninni um titilinn „Sterkasti maður heims“ sem fram fór á N.-Sjálandi. Sem fyrr sagði hefst keppnin kl. 14 á laugardag í Sjallanum, og er ekki að efa að þar verður ýmis- legt forvitnilegt að sjá. Þá heyrist aðeins í þessum köppum þegar þeir taka á lóðunum og yfirleitt eru mót sem þessi hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Gunnar Gunnarsson skorar eitt marka sinna í gærkvöld. Þórsararnir stóðu sig vel 3. flokkur Þórs í körfuknatt- leik hélt suður um síðustu helgi og lék þar í fyrstu „turnering- unni“ í 3. flokki íslandsmóts- ins, en þar er liðið í riðli með Lyftingatröllin keppa í Sjallanum Val, KR, UMFN og Breiða- bliki. Þórsliðið vann tvo leiki sína af fjórum. Þór sigraði Val með 46 stigum gegn 40 og Breiðablik með 93 stigum gegn 22. Það tap- aði hins vegar fyrir KR 43:47 og fyrir UMFN 49:64 eftir jafnan fyrri hálfleik. UMFN vann alla sína leiki og hefur því fullt hús stiga eða 8 stig, en KR, Valur og Þór eru með 4 stig í 2.-4. sæti, Breiðablik rekur lestina með ekkert stig. Tekst Þór að fylgja eftir hinum stórgóða leik sínum gegn Fram um síðustu helgi og leggja lið ÍS að velli í íþróttahöllinni á Akureyri nk. laugardag? Þór átti afbragðsleik gegn Fram og tryggði sér öruggan sigur. Liðið er því taplaust á heimavelli sínum og spurningin er hvort svo verður eftir leikinn gegn ÍS. Leikir þessara liða hafa nær alltaf verið mjög spennandi og engin ástæða til þess að ætla að á því verði breyting nú. Þór þarf mjög góðan leik til að sigra ÍS, en ef liðið nær sér á strik með góðum stuðningi áhorfenda getur allt gerst. Leikurinn hefst kl. 14 á laugardag. „Manchester United er mitt lið og hefur verið það alveg síðan 1958 er slysið mikla varð í Munchen og nær allt liö félagsins fórst,“ segir Stefán Gunnlaugsson for- maður knattspyrnudeildar KA sem fer í „spámannsgall- ann“ þessa vikuna. „Mér líst vel á þetta hjá mínum mönnum, þeir spila góða knattspyrnu og það eru ekki miklar sveiflur í leik liðsins. Eg er alveg á því að liðið geti unnið deildar- keppnina í vor,“ sagði Stefán. Hann sagði einnig að sér fyndist lið Luton leika skemmtilegustu knattspyrn- una á Englandi í dag. „Liðið er geysilega skemmtilegt sóknarlið og alveg sérstak- lega gaman að horfa á það leika,“ sagði Stefán. Að sjálfsögðu spáir Stefán Manchester United sigri gegn Everton en annars er spá hans þannig: Arsenal-WBA 1 A. Villa-W. Ham X Liverpool-Birmingham 1 Luton-Coventry 1 Man. Utd.-Everton 1 Norwich-Tottenham X Sunderl.-Ipswich 2 Wolves-Watford 1 Charlton-Middlesb. X Chelsea-Man. City X Derby-Newcastle 2 Swansea-C. Palace X Stefán spáir því 5 heima- sigrum, 5 jafntefluin og 2 úti- sigrum. Eiríkur Sigurðsson skorar gegn Fram um síðustu helgi. Tekst Þórað sigra ÍS? Þórsarar fóru létt með afar slakt lið Ögra Þórsarar fóru einum of létt með Ögra í 3. deildinni í gærkvöld og unnu þá 38:15 í einum slakasta leik sem sést hefur lengi. Ögri er svokallað „vinstrihandarlið“ sem þýðir að það ætti að vera hægt að spila gegn þeim með vinstri hend- inni, en maður hefði haldið að Þórsurum veitti ekki af alvöru æfingaleik fyrir komandi átök. Þórsarar skoruðu 19 mörk í hvorum hálfleik, en hefðu senni- lega getað skorað 50 mörk í leiknum með sæmilegri nýtingu. Sumir þeirra tóku leikinn nefni- lega alls ekki eins og alvöruleik, gerðu jafnvel grín að öllu saman án þess að hafa efni á því. Þórsarar geta betur, og það vantaði illilega Guðjón þjálfara inná til að stjórna sínum mönnum, en hann meiddist í átökum við byssu sína um helg- ina! Á föstudag er það alvaran hjá Þór þegar Ármann kemur í heimsókn, og vonandi dugar hún. Markhæstir Þórsara voru Sig- urður Pálsson með 16 mörk, Friðrik Sigurðsson 4 og Baldur Hreiðarsson 4.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.