Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 16
„Við eigum ekki að líða fyrir hallalausan rekstur!“ - segir Sigurður Aðalsteinsson hjá Flugfélagi Norðurlands um hugsanlegan ríkisstyrk til félagsins í samræmi við þann sem Ernir fengu „Ég reikna fastlega með því, að við sækjumst eftir þessum styrk,“ sagði Sigurður Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, að- spurður um styrk til félagsins og Flugfélags Austurlands, sem gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpi. „Flugfélagið Ernir fékk styrk þegar rekstur þess gekk illa á síð- asta ári,“ sagði Sigurður. „Þá lögðum við á það áherslu, að við áskildum okkur rétt á sams kon- ar fyrirgreiðslu, þó svo að við værum ekki vissir um það á þeirri stundu, hvort við vildum hana eða ekki. Nú mun vera gert ráð fyrir þessum styrkjum á fjárlög- um, en það fer eftir því með hvaða skilyrðum þeir verða veitt- ir, hvort við sækjumst eftir þeim, en eftir því sem ég best veit fylgdu engin skilyrði styrknum til Arna á ísafirði." - Á Flugfélag Norðurlands þá við rekstrarerfiðleika að etja? „Afkoma okkar er nokkuð góð það sem af er árinu og við reikn- um með hallalausu ári, en árið á undan var nokkur rekstrarhalli hjá félaginu. En við viljum ekki líta á styrkinn sem verðlaun fyrir slæman rekstur og þar með rekstrartap. Við eigum ekki að líða fyrir hallalausan rekstur. Það var talið nauðsynlegt, að veita Örnum styrkinn vegna þeirrar þjónustu sem félagið veitir Vest- firðingum og talið var ómissandi. Flugfélag Norðurlands og Aust- urlands standa í sömu sporum,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson. Slippstöðin á Akureyri: „Ekkert framundan“ — Slippstöðinni neitað um langtímaián vegna klössunar á Bergvík - Ég fæ ekki séð að það sé neitt framundan, sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar í samtali við Dag er hann var spurður um verkefni Slipp- stöðvarinnar á næstu mánuð- um. Tilefni spurningarinnar var neitun sem Slippstöðin hef- ur fengið um að taka langtíma- lán erlendis vegna stórviðgerð- ar á togaranum Bergvík frá Keflavík en sem kunnugt er þá hefur fyrirtækið heldur ekki fengið leyfi til nýsmíða. - Við vorum með lægsta til- boðið í þessa 12 ára klössun á Bergvíkinni og togarinn er kom- inn hingað til Akureyrar. Togar- inn hefur ekki haffærniskírteini, útgerðin fékk aðeins leyfi til að sigla honum hingað en sennilega fá þeir leyfi til að fara með hann suður aftur, sagði Gunnar Ragnars. Að sögn Gunnars Ragnars þá lætur nærri að slík klössun sem Bergvíkin þarf að fara í kosti um 10 til 15 milljónir króna og því ómögulegt að ráðast í þessa framkvæmd án þess að erlend lán komi til. Leyfi til slíkrar lántöku liggur hins vegar ekki á lausu þessa dagana og útlitið væri því allt annað en bjart. Á uppleið Verður brátt stofnað hús- næðissamvinnu- félag? — Samvinnustarfsmenn undirbúa stofnun slíks félags „Það er erfitt að byggja í dag, sem kemur verst við ungt fólk, og við höfum orðið vör við mikinn áhuga samvinnumanna fyrir því að húsnæðissamvinnufélag verði stofnað," sagði Sigurður Jóhann- esson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, í samtali við Dag. í bígerð er að KEA, starfs- mannafélög KEA og Sambands- verksmiðjanna stofni samvinnu- félag til að leysa húsnæðisvanda félagsmanna. Starfshópur hefur unnið að undirbúningsvinnu og hann sendi frá sér eftirfarandi frétt á föstudaginn: „Miklar umræður fara fram f dag um stefnumörkun húsnæðis- mála hér á landi. Það er öllum ljóst, að á undanförnum áratug- um hefur verðbólga og mikil aukavinna hjálpað húsbyggjend- um við að leysa þau fjármögnun- arvandamál, sem upp hafa komið við byggingu eigin húsnæðis. Með verðtryggingu lána og minni möguleikum á yfirvinnu og þar af leiðandi minnkandi tekjum hefur orðið gjörbreyting á möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. í umræðum til lausnar á þessum vanda hafa komið fram hug- myndir um ýmsar félagslegar úr- bætur og hafa kostir húsnæðis- samvinnufélaga komið þar mjög til álita. Það er því eðlilegt að fólk spyrji og leiti upplýsinga um uppbyggingu og starfsemi hús- næðissamvinnufélaga og kosti þeirra til lausnar á vandamálum þeirra sem hafa hug á að koma sér upp húsnæði. Af þessum ástæðum hefur Kaupfélag Eyfirð- inga, ásamt Landssambandi ís- lenskra samvinnustarfsmanna og starfsmannafélögum KEA og Sambandsverksmiðjanna á Ak- ureyri ákveðið að boða til kynn- ingarfundar um húsnæðislöggjöf- ina og sérstaklega um húsnæðis- samvinnufélög og byggingarsam- vinnufélög. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 3. desem- ber nk. í Félagsborg og hefst kl. 16.00. Á fundinum mun Jóhann Einvarðsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, hafa framsögu um þessi mál og svara fyrirspurnum fundar- manna. Ollum er heimil þátt- taka, en ungt fólk er sérstaklega hvatt til að mæta á fundinn." Veður Reiknað er með allhvössum eða hvössum suð-austan vindi með slyddu eða rign- ingu fram eftir degi, sam- kvæmt upplýsingum Veður- stofunnar í morgun. Síðan verður suðlægari átt og léttir til í bili seinnipartinn, en jafnvel er reiknað með að hann þykkni upp í kvöld. Það lá þó ekki Ijóst fyrir í morgun, því það var mikið um að vera í háloftunum. En líklegast var talið að á morgun verði suð-vestlæg átt með stinningskalda og ef til vill stöku éljum hér og þar. # Bjórdansinn Landsmenn eiga von á sann- kölluðum darraðardansi þangað til að úrslit i bjórmál- inu liggja fyrir. Þau átök sem fram munu fara til þess að sannfæra þjóðarskepnuna um hvað sé rétt og rangt í þessum málum, munu ekki síst eiga sér stað í fjölmiðlunum. Hali- dór frá Kirkjubóli, Ólafur Haukur, Dr. Gunnlaugur og Ásgeir hvítaskáld, svo nefnd- ir séu nokkrir af andstæðing- um og fylgismönnum bjórsins, munu rita langar greinar mismunandi lærðar um hinn eina sanna málstað og stór högg munu falla á báða bóga, fyrir ofan og neð- an mittisstað. # Áróðursstríð Einn liður í áróðursstríðinu sem kennt er við bjórinn er upptalning á hinum og þess- um sannindum, fornum og nýjum sem mæla með eða á móti þessum drykk. Áfengisvarnaráð hefur riðið á vaðið og sent þykkan bunka í blöðin, meðal annars 22 staðreyndir um áfengt öl. í þeirri 21. segir m.a.: ....Því má bæta við að samtök bruggara greiða hinum lakari blöðum stórfé (ath. erlendum blöðum) fyrir að birta stað- leysur um áfengismál, oft undir yfirskini vísinda- mennsku. Slæðast slíkar rit- smíðar stundum í blöð hér- lendis." Það er rétt að blöðin þurfa að vera á varðbergi og láta ekki Ijúga í sig hverju sem er. Því stakk það okkur dálítið að áfengisvarnaráð gleymir að geta þeirrar staðreyndar, þegar í 1. lið að „milliölið í Svíþjóð sem slæm reynsla var af“ var selt í matvöru- verslunum - ekki Rfkfnu í Svíþjóð eins og hægt væri að skilja á samhenginu. # Ekkert mál fyrir Jón Pál Akureyrskir kraftlyftinga- menn og aðrir áhugamenn um fþróttir eiga svo sannar- lega von á góðum gesti í vikulokin. Er það enginn ann- ar en Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingakappinn kunni en hann mun keppa hér á hinu árlega Grétarsmóti á laugar- daginn kemur. Jón Páll er nú á leið heim frá Nýja Sjálandi þar sem hann keppti f keppninni „Sterkasti maður heims“ og það þarf ekki að orðlengja það að Jón Páll stóð sig eins og hetja og hreppti að lokum annað sætið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.