Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. nóvember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ASKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÖRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Það er of seint að byrgja... Ljóst er af ýmsu sem fram hefur komið að undanförnu að fíkniefnaneysla fer stórum vaxandi hér á landi. Það er því vissulega rík ástæða til að sporna við fótum og reyna að stemma stigu við vandanum. Það verður helst gert með aukinni fræðslu um skaðsemi fíkniefna svo og hertu eftirliti á dreifingu þeirra og neyslu. En í allri umræðunni um fíkniefnanotkun hefur áfengisneyslan fallið nokkuð í skuggann og þá sérstaklega áfengisneysla unglinga. Oft er talað um ung- lingavandamál í þessu sambandi. Réttara væri þó að tala um þjóðfélagsvandamál, því unglingarnir eiga sökina langt í frá einir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Oft á tíðum leiðast börn og unglingar út í áfengisneyslu í leit sinni að fullnægju í lífinu, í leit að ein- hverju til þess að fylla upp í það rúm sálarinn- ar sem heimilið, fjölskyldan á síðari tímum vanrækir í hinni tímafreku leit að lífsgæðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort áfengisneysla unglinga hafi aukist á síðustu árum. Engar haldbærar tölur eru til þar að lút- andi og þess vegna ef til vill hæpið að fullyrða nokkuð þar um. Eitt er þó víst: Aldursmark þeirra sem neyta áfengis hefur stórlækkað. í dag er ekki óalgengt að unglingar um, og jafnvel innan við fermingu séu farnir að neyta áfengis og dæmi um að börn allt niður í 10 ára aldur sjáist undir áhrifum áfengis, þótt slíkt heyri sem betur fer til undantekninga. Þótt sjálfsagt sé vænlegast að fólk láti áfengið al- veg afskiptalaust á lífsleiðinni er ljóst að ef einstaklingar hefja neyslu þess svo ungir sem raun ber vitni getur það haft varanlegar af- leiðingar í för með sér hvað varðar þroskaút- tekt viðkomandi. En hvað er til ráða? Auðvitað er ekki til nein allsherjar lausn og þessi vandi verður ekki leystur í einu vetfangi. Tvennt virðist væn- legt til árangurs. Annars vegar að draga úr eftirspurn eftir áfengi og hins vegar að tor- velda aðföng þess. Með aukinn fræðslu og markvissri um skaðsemi áfengis má draga úr eftirspurn. Það að gera unglingum erfiðara fyrir að nálgast áfengið er ekki lausn í sjálfu sér heldur stjórnunaratriði sem leitt getur til minni neyslu. Frjálsleg meðhöndlun áfengis á heimilum og lítið eftirlit við útsölustaði verður seint til þess fallið að draga úr neysl- unni. Hér þarf að lyfta Grettistaki. Einhvern tímann afbakaði ágætur maður alþekkt mál- tæki en hitti um leið naglann beint á höfuðið. Það er nefnilega of seint að byrgja barnið þegar brunnurinn er dottinn ofan í það. B.V.B. F. 22.9 1903-D. 21.11 1983 Eftir því sem líður á ævina finnum við oftar og raunar sárar til þess að sífellt eru að koma ný skörð í hóp samfylgdarfólks okkar, kærir æskuvinir hverfa einn af öðrum og í hvert skipti sitjum við eftir með hlýjar minn- ingar og saknaðarkennd, sem varir þá daga sem við eigum eftir. Og ríkulega fann ég til þeirra kennda þegar æskuvinur minn, Árni Pálsson færði mér andláts- fregn konu sinnar, Friðnýjar Þór- arinsdóttur, sem andaðist í næst- liðinni viku hér á Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Sú fregn var þó síður en svo óvænt, heldur hafði vofað yfir næstum heilt ár, sem hún hafði legið á sjúkrabeði, og allan tím- ann á óljósum mörkum lífs og dauða. Mig setti hljóðan og minningar frá löngu liðnum dög- um tóku að hrannast upp í hug- anum, allar tengdar henni með ýmsu möti. Friðný fæddist í Efri-Hólum í Núpasveit árið 1903, 22. sept- ber. Þar bjuggu góðu búi foreldr- ar hennar, Þórarinn Guðnason og Kristlaug Guðjónsdóttir. Heimili þeirra var eitt hið menn- ingarlegasta og myndarlegasta í sveitinni. Þar ólst Friðný upp í hópi sjö systkina og var það mannvænlegur hópur sem hafði erft góða eiginleika og mannkosti frá foreldrunum. í Kollavík var tíðum gestkvæmt og hverjum vegfaranda fannst sem þar væri ævinlega hátíð að koma, því að húsbændum var eiginleg gestrisni eins og hún gerist allra best og glaðværðar og hlýju mátti njóta þar í ríkum mæli. Gjafmildi húsmóðurinnar var slík, að oftast fannst henni að einhverju yrði hún að víkja að gesti sínum við brottför og varla fannst henni viðeigandi að senda börn sín til næstu bæja án þess að þau kæmu þangað færandi hendi með ein- hverja flík, málsverð eða eitt- hvað sem kæmi sér vel. Kristlaug lagði oft leið sína fram yfir Hálsinn og fór þá sjaldnast fram hjá Hermundar- felli, enda var mikil vinátta með henni og móður minni. Stundum hafði hún með sér eina eða fleiri af dætrunum, sem voru sex tals- ins og sumar á svipuðu reki og við systkinin. Þannig mynduðust góð kynni með okkur smátt og smátt, en nánust urðu vináttu- böndin við Friðnýju. Þórdís syst- ir mín og hún fylgdust að til vetrardvalar í Kvennaskólanum á Blönduósi. Vorið 1926 komu þær heim forframaðar með nýja lífsreynslu sem þær gátu miðíað öðrum og mér fannst berast með þeim léttur og ferskur andblær frá því glaðværa og menningar- lega samfélagi sem þær höfðu búið við um veturinn. Og þær höfðu frá mörgu að segja frá þessum vetrardögum. Friðný er mér einkanlega minnisstæð frá þessum geðþekku vordögum. Hún var heillandi ung stúlka, fríð sýnum með frísklegt yfirbragð, viðmótsþýð, ólgandi af lífsgleði, myndarskap og heil- brigðum æskuþokka. Þær skólasysturnar höfðu bundist traustum vináttuböndum og Friðný var tíður gestur hjá okkur þetta vor og sumar og stóð þá við eina eða fleiri dagstundir. Henni fylgdi alltaf skemmtun og glaðværð. Hún var einstaklega hláturmild og ég man að ég lét ekki mitt eftir liggja í því að koma henni til að hlægja, - hún var svo falleg þegar hún hló sín- um létta hlátri. Um þessar mundir voru að tak- ast veruleg kynni með Friðnýju og Árna Pálssyni á Svalbarði, en hann er sonur prófastshjónanna, Páls Hjaltalín Jónssonar og Ing- veldar Einarsdóttur. Hann bar af öðrum ungum mönnum, mikill fríðleiksmaður og allra hugljúfi. Ég var að vísu aðeins á ferming- araldri um þetta leyti, en hafði þó grun um þessi efni, og ekki mun ég hafa hlífst við að láta í það skína þegar ég ræddi við Friðnýju án þess að fleiri heyrðu. Ég man að einn sunnudag komum við heimilisfólkið frá messu á Svalbarði. Friðný hafði verjð í fylgd með okkur, og Árni hafði slegist í förina. Þegar Friðný hélt heimleiðis varð Árni henni samferða áleiðis, þó að ekki væri það vegurinn heim til hans. Ég snáðinn dáðist með sjálfum mér að hugrekki hans og áræði, að fylgja heimasætunni út á Háls, eins og ekkert væri sjálf- sagðara. En á þeim árum fóru ungir menn ekki með neitt af meiri leynd en aðdáun sína á ungum stúlkum. É^ var viss um að fallegra par en Árna og Friðnýju væri ekki að finna á nálægum slóðum. Mig grunaði að nú væri að renna upp hamingjustund þeirra, kannski ekki sú allra fyrsta, en því síður hin síðasta. Sennilega hefi ég fundið til öf- undarkenndar góðrar tegundar, því að bæði voru mér kær, og hafa verið það frá fyrstu kynnum. Skömmu síðar opinberuðu þau trúlofun sína og gengu síðan í hjónaband árið 1926, 2. október. Kirkjuplatti Lögmannshlíðar- kirkju Gefínn hefur verið út platti með mynd af Lögmannshlíð- arkirkju til ágóða fyrir bygg- ingarsjóð Glerárkirkju á Ak- ureyri. Plattinn er teiknaður af sr. Bolla Gústavssyni í Laufási og er framléiddur í Gler og postulín h/f. Plattinn verður seldur í Skó- verslun M.H. Lyngdals í Sunnuhlíð hjá kvenfélagskonum í Kvenfé- laginu Baldursbrá, hjá félögum í kirkjukórnum, sóknarnefnd og sóknarpresti. Veturinn 1926-27 voru þau heima á Svalbarði, en um vorið fluttu þau að Hóli á Sléttu og hófu þar búskap á hálfri jörðinni. Þegar þau fóru alfarin frá Sval- barði naut ég þess að vera fylgd- arsveinn þeirra með hesta, alla leið á framtíðarheimilið. Þau fluttu í lítið en fremur snoturt hús og minnir mig að fremur lítið væri um innanstokksmuni í fyrstu, en þáð stóð fljótt til bóta. Húsmóðirin var hógvær í lífs- gæðakröfum og hennar eigið handbragð setti fljótlega sinn svip á heimilið. Þar held ég að alltaf hafi ríkt góður andi og farsæl samvinna, enda hjónin bæði þær manngerð- ir. Þau byggðu sér síðan rúmbetri og hentugri bústað skammt frá í túninu, og mátti það teljast ný- býli, þó að aldrei nyti það styrks af því tæi. Það nefndu þau Höfða og fluttu í það árið 1950. Árið 1964 fluttu þau til Akur- eyrar og eignuðust efri hæð í hús- inu Klapparstígur 3. Þessi íbúð nægði þeim vel og þar bjuggu þau um sig af þeirri snyrtimennsku sem þeim var eiginleg. Bæði hjónin hafa oft haft orð á því við mig, að þau hafi talið sig lánsöm, að hafa fengið að nágrönnum á neðri hæðinni, hjónin Pál Sig- urðsson og Önnu Gunnlaugsdótt- ur, sem hafi lagt þeim lið þegar vanheilsan fór að segja til sín og látið þau njóta ómetanlegrar vin- áttu og hlýju. Árna og Friðnýju varð fimm barna auðið. Þau eru Páll, bú- settur á Þórshöfn, Einar, búsett- ur á Akureyri, Ingveldur, sem á heima á Húsavík og Ragna sem er búsett á Akureyri. Þá urðu hjónin fyrir þeirri þungu raun að missa bráðefnilega dóttur sína, Þórlaugu að nafni, þegar hún var á sautjánda ári. Það reiðarslag skall á sviplega og óvænt. Aðra dóttur misstu þau á fyrsta ári og hét hún Hulda. Friðný reyndist alltaf styrk í hverri raun og bar þennan harm eins og hetju sæmdi. Hún gerði ekki víðreist um sína daga en helgaði heimilinu og fjölskyld- unni alla sína starfskrafta, farsæl í starfi, mikil móðir og traust eig- inkona, virt og metin samkvæmt því sem hún verðskuldaði, af öllum, sem höfðu af henni kynni. Hún hafði ekki verið lengi hér í bænum, þegar hún fór að kenna alvarlegrar vanheilsu og varð að ganga undir tvísýnan uppskurð og gekk aldrei heil til skógar eftir það. Þær raunir bar hún ekki á torg og vildi lítt um þær ræða. Hver, sem kom til hennar gestur, mætti aðeins léttri glaðværð og góðri vináttu, og henni fannst víst að önnur umræðuefni en heilsufar hennar, væru líklegri til að glæða lífi góða stund. Og allt í einu tók af öll tvímæli, og öllum mátti verða ljóst að bata var ekki að vænta. Þegar litið er yfir líf og starf Friðnýjar, finnst mér að hún hafi öðlast mikla hamingju á ferli sínum. Og það var ekki gæfa, sem hún naut ein fyrir sjálfa sig, heldur dýrmæt hamingja, sem hún naut að veita öðrum, fjölskyldu sinni, vinum að fornu og nýju og öllu sam- ferðafólki. Þannig verður til dýrmætt ævistarf. Einar Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.