Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. nóvember 1983 Brynjólfur Ingvarsson fyrrverandi yfirlæknir Geðdeildar FSA skrifar: Margir hafa lagt fyrir mig spurn- ingar að undanförnu, misjafnlega erfiðar eins og gengur, en yfirleitt varðandi innra starf sjúkrahúsa, sem þagnarskylda bannar lækni að ræða um. Svörin hafa því orðið mjög ófullkomin og stundum leitt til misskilnings, því miður. Ég tel mig áfram bundinn þágnarskyldu um málefni sem snerta sjúklinga og einstaklinga beint, en hef hugsað mér að setja saman grein- arkorn um skipulagsmál sjúkra- húsa, sem gæti varpað ljósi á suma erfiðieikana, er almenning- ur gerir sér e.t.v. ekki nógu góða grein fyrir. Hvað er fjórðungssjúkrahús? I>að er eins og öll önnur sjúkra- hús opinber stofnun, reist og rek- in af almannafé fyrir sjúklinga. Þessu er hér slegið föstu vegna þess sem síðar verður sagt. Hlut- verk fjórðungssjúkrahúss er einkum tvíþætt, þ.e. að vera aðalþjónustustofnun fyrir sjúkl- inga í því bæjarfélagi, sem sjúkrahúsið er hluti af - og að vera háþróaðasta stofnunin, sem tekur við vandasömustu verkefn- unum í öllum fjórðungnum. Hér kemur strax í ljós vandi við stefnumörkun, fólginn í því að þetta tvíþætta hlutverk nær yfir mikilvæga hagsmuni, sem geta stangast á, en þurfa ekki að gera það. Meginuppistaðan í innra starfi fjórðungssjúkrahúss eru svo- nefndar klíniskar deildir, sem taka inn sjúklinga í rannsóknir, meðferð eða vistun. Hér er átt við lyflækningadeild, barnadeild, handlækningadeild, geðdeild o.s.frv. Auk klíniskra deilda eru stoðdeildir, skurðdeild, svæfinga- og gjörgæsludeild, röntgendeild o.fl. sem veita sérhæfða þjón- ustu. Þær taka ekki inn sjúklinga, en taka við þeim af klínisku deild- unum og skila þeim þangað aftur. Klíniskar deildir og stoðdeildir eru undir yfirstjórn og á ábyrgð læknis, sérfræðings í viðkomandi sérgrein. Þessu til viðbótar má nefna þjónustudeildir sem gegna mjög ábyrgðarmiklum hlutverk- um, en eru ekki undir yfirstjórn læknis né á ábyrgð læknis, þótt störf þeirra geti snert lífshags- muni sjúklinganna. Nefna má rafvirkjadeild, viðgerðadeild, fé- lagsráðgjafadeild, skrifstofu, eld- hús o.fl. o.fl. Stjórn sjúkrahússins fer með framkvæmdavald yfir stofnuninni og stýrir smákóngunum í vissum skilningi, þ.e. ramminn utan um störf hverrar deildar kemur frá spítalastjórn og með samþykkt- um spítalastjórnarfunda. Þetta þarf að vera alveg Ijóst, ef fram- hald pistilsins á að upplýsa les- andann að einhverju gagni. Sú grundvallarbreyting varð á rekstri FSA um síðustu áramót, að í stað daggjalda komu nokk- urs konar fjárlög, þ.e. fast fjár- framlag úr ríkissjóði, útreiknað í ársbyrjun, en með fyrirvörum og sveigjanleika m.t.t. verðbreyt- inga á útgjaldaliðum á árinu. Þetta hafði geysivíðtækar afleið- ingar og fyrirsjáanlegt var, að 1983 yrði erfitt ár. Fyrir yfirmenn klínisku deildanna var mesti vandinn sá að halda uppi jafn- góðri þjónustu við sjúklingana og áður var en taka samt undir óskir spítalastjórnar um sparnaðarað- gerðir. Allir sjá, að hér er mikið í húfi og ákvarðanir um kerfis- breytingar varð að taka með mikilli gát og í náinni samvinnu milli spítalastjórnar og yfirlækna. Sumt tókst vel, annað ekki. Varðandi þjónustu við geð- veika hefur áður verið sagt opin- berlega, að allt frá upphafi rekstrar bráðageðdeildar FSA 1974 hefur uppbygging þeirrar þjónustugreinar verið hægfara og aðstaða mjög af skornum skammti. Og borið saman við aðrar klíniskar deildir spítalans, mannafla, læknafjölda, sérfræð- Sjúkrahús; opinher stofnun fyrir sjúklinga inga o.fl. hefur geðþjónustan orðið að sitja á hakanum, aftast í biðröð, á meðan margt annað var látið ganga fyrir. Þannig hefði þetta kannski getað gengið ein- hver ár í viðbót, þangað til röðin hefði loks komið að þessari þjón- ustugrein og hún síðan náð fram til móts við hinar greinarnar með heljarátaki og miklu fjármagni. Og enn er ekki endanlega von- laust um að þessu takmarki verði náð með sameiginlegu átaki. Það sem varð til þess að yfir- læknir geðdeildar taldi rétt hinn 1. sept. sl. að starfrækja ekki deildina að svo komnu máli var einkum þrennt. Hvert og eitt kallar á sérstaka umfjöllun eins og nú skal gert. Legudeild fyrir geðsjúklinga Það er öllum læknum Ijóst, að fjórðungssjúkrahús, sem hefur tekist á hendur að veita geðsjúk- um á upptökusvæði sínu sam- bærilega þjónustu við aðra sjúkl- inga, getur ekki verið án legu- deildar fyrir geðsjúka til lengdar. Klínisk deild með dagvistun, göngudeild, útibúum og ýmsu því nýjasta er fótfestulaus og vanrækir veikustu sjúklingana þegar til lengdar lætur, ef ekki er (jafnframt) aðgangur að sólar- hringsvistun (legudeild) inni á spítala. Breytingin í feb. sl. var aldrei hugsuð sem endanleg lausn, aðeins sem neyðarúrræði til skamms tíma, meðan þessum þætti uppbyggingar yrði hraðað hér fyrir norðan og aðstaðan mjög góð í Reykjavík til að létta þessu af okkur í bili. Þáð kom í hlut minn að verja þessar aðgerð- ir út á við og jafnframt að tala máli þessa sjúklingahóps innan sjúkrahússins. Niðurstaða mín varð hægt og hægt sú, að bið eftir legudeild fyrir geðsjúklinga yrði það löng og þreytandi, að áhorfs- mál væri að brúa bilið með ann- ars konar þjónustu í mörg ár. Þó hefði ég reynt það, ef fleira hefði ekki komið til. Göngudeildir Á svo til öllum klíniskum deild- um og stoðdeildum Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri hefur þróast göngudeildarþjónusta með árunum. Til skýringar má geta þess, að t.d, slysavarðstofa er í eðli sínu göngudeild, sjúkl- ingar koma og fá þar læknisþjón- ustu án þess að leggjast inn á spítalann til þess. Göngudeilda- þróun á klínisku deildunum hef- ur verið með mjög misjöfnum hætti af eðlilegum ástæðum. Þarfir sjúklinga og vinnuaðstaða sérfræðinga eru þeir þættir sem ráða sennilega langmestu um þróunarhraða á hverri deild. Hingað til hafa læknar ráðið ferðinni sjálfir, en á yfirstandandi ári hefur sést vaxandi viðleitni af hálfu spítalastjórnar til að stýra þessu og samræma milli deilda. Um það út af fyrir sig er gott eitt að segja. Hitt er aftur stórmál og afdrifaríkt fyrir sjúklinga, þegar ólæknislærðir aðilar ætla að segja læknunum fyrir verkum í þessum efnum. Þá er hætta á ferð. Lækn- ar eru ekki á móti göngudeildum, en vilja flýta sér hægt í þróun- inni. Fyrir þessu eru eðlileg og einföld rök. Þær raddir hafa heyrst, að læknar reyni að hamla gegn þessari þróun af ótta við tekjumissi eingöngu. Má vera, að innan læknastéttarinnar séu til einstaklingar sem hugsa fyrst og fremst um tekjur sínar. Ekki þekki ég þá. Fyrir mér er spurn- ingin miklu þýðingarmeiri, þ.e. um gæði læknisþjónustunnar. Þegar beinir hagsmunir sjúklinga stangast á við peningahagsmuni spítalans, hefur hver læknir til- hneigingu til að hallast á sveif með þeim fyrrnefnda. Svo einfalt er málið. Varðandi geðdeildina Skóla- stíg 7 (T-deild) var málum svo komið, að framundan virtist vera „víðtæk göngudeildaþjónusta fyrir alla með geðræn vand- kvæði“ á aldrinum 0-100 ára. Þessu átti læknir deildarinnar að sjálfsögðu að bera ábyrgð á, en helst ekki að fá að stjórna. Ný- ráðnir starfskraftar, fagmenn og ágætisfólk, en ólæknislærðir, gáfu fyllilega í skyn, að þéir þyrftu meira frjálsræði til sjálf- stæðra starfa en nokkurs staðar þekkist hjá aðstoðarlæknum á klíniskum deildum. Yfirlækni gekk illa að sjá hvernig þetta gæti gengið og tók í neyðarbremsu. Rök eru fyrir því, að það hafi verið eina ráðið sem til greina kom. Félagsráðgjafadeildin Á síðustu árum hafa félagsráð- gjafar verið ráðnir að FSA. Ég var og er þeirrar skoðunar að með því hafi sjúkrahúsinu bæst mjög eftirsóknarverður liðstyrk- ur. Viss þjónustustörf í þágu sjúklinga fara best í höndum fé- lagsráðgjafa. í vor var stofnuð félagsráðgjafadeild við FSA og um svipað leyti tekin félagsráð- gjafastaða (stöðuheimild) af T- deild og lögð undir félagsráð- gjafadeildina. Þessu mótmælti ég munnlega og skriflega við tals- menn stjórnar, en fékk ekki hljómgrunn. Útkoman varð sú, að nýr félagsráðgjafi yrði ráðinn til starfa á T-deild með haustinu í fullt starf þar, sjúklingaviðtöl, hjónameðferð, fjölskyldumeð- ferð o.fl. o.fi., og heyrði stjórn- unarlega og faglega undir yfirfé- lagsráðgjafa en ekki yfirlækni T- deildar. Það á enn eftir að sann- færa mig um að þessi tilhögun hafi verið valin og knúin í gegn í þágu sjúklinganna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.