Dagur - 30.11.1983, Side 11

Dagur - 30.11.1983, Side 11
30. nóvember 1983 - DAGUR - 11 \qtilh Hjá okkur verða öll smáraftæki seld með sjónvörp, videotæki og öll stór heimilistæki með Tilboð þetta stendur til 10. desember Missið ekki af þessu glæsilega . jólatilboði GLERARGOTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 „Fólk á rétttil að velja og hafna“ - segir Siguröur Aðalsteinsson, „Fólk hlýtur að hafa einhvern rétt til að velja og hafna í svona löguðu, en eins og ástandið er núna er hljóð- mengun í flugstöðinni sem enginn gestur hennar getur komist undan“, sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Norðurlands, aðspurður um hugleiðingar um „flugstöð á glapstigum“ I nýj- asta „FN-pósti“. Þar segir orðrétt: „Biðsalurinn á AEY-flugvelli hefur haft orð á sér fyrir að vera einn sá fjörugasti á landinu og þótt víðar væri leitað Síðan er bent á tónlist af segulbándi og sprengingar og skothríð frá leik- tækjum, sem hellist jafnt yfir alla í salnum. Og nýjasta hávaðatæk- ið sé sjónvarpsskermur hátt uppi á vegg, sem ryður úr sér auglýs- ingum og skemmtiefni með svo miklum hávaða, að ekki heyrist mannsins mál. A.m.k. ekki út- köllin í flugvélarnar“, eins og það er orðað í „FN-póstinum“. Samkvæmt upplýsingum Rún- ars Sigmundssonar flugvallar- stjóra, var umræddur sjónvarps- skermur settur upp til reynslu og í bígerð er að einangra hann í salnum, þannig að hann trufli ekki aðra en á vilja horfa. Sjón- varpsskermurinn er á vegum aug- lýsingastofunnar Skyggnu, en leiktækin eru á vegum Rauða krossins og flugáhugamanna. Stofnfundur félags kvenna á vinnu- markaiinum Laugardaginn 3. desember nk. kl. 13.00 verður haldinn stofn- fundur samtaka kvenna á vinnu- markaðnum í Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut. Markmið samtakanna er tvíþætt, annars vegar að vera vettvangur stefnumörkunar í bar- áttumálum kvenna varðandi kjör á vinnumarkaðnum og hins vegar að vera bakhjarl þeirra kvenna, sem gegna trúnaðarstörfum í launþegasamtökum. Að undirbúningi stofnfundar- ins hafa unnið konur, sem kosnar voru til þessa verkefnis á fjöl- mennri ráðstefnu um kjör kvenna á vinnumarkaðnum, sem haldin var í Gerðubergi 22. okt. sl. Stofnun slíkra samtaka var, að mati ráðstefnugesta, ein brýnasta aðgerðin í baráttu kvenna gegn því launamisrétti s.em konur eru beittar. Stofnfundurinn er öllum opinn, en stofnfélagar geta þær konur orðið sem stunda launuð störf. Nánari upplýsingar gefa: Anni G. Haugen símar 91-25500 og 29371, Guðrún Jónsdóttir símar 91-17717 og 83737, Jóhanna Jó- hannsdóttir sími 91-29434, Sig- ríður Lillý Baldursdóttir sími 91- 29000 og Lára Ellingssen sími 96- 21791. - Uppselt á allar sýningar til þessa - 27. sýning á sunnudag Um helgina er 24.-27. sýning á söngleiknum My fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar og er uppselt á þær allar. Þær eru á flmmtudag, föstudag og laug- ardag kl. 20,30 og sunnudag kl. 15. Þar með er slegið fyrra sýningarmet hjá L.A. utan leikferða, en flestar sýningar í Samkomuhúsinu hafa orðið á söngleiknum Nitouche í leik- stjórn Jónasar Jónassonar 1965, 25 sýningar. Söngleikurinn My fair Lady er viðamesta verkefni L.A. til þessa. í sýningunni taka þátt um 50 manns, þar af 10 leikarar, 6 dansarar, 15 félagar úr Passíu- kórnum, sem einnig fara með aukahlutverk og 15 manna hljóm- sveit Tónlistarskólans á Akur- eyri. Síðasta sýningarhelgi My fair Lady fyrir jól verður 8.-11. des- ember, en síðan kemur hún ekki aftur á fjalirnar fyrr en annan í jólum. Flugleiðir og ferðaskrifstofurn- ar bjóða upp á leikhúsferðir norður á hagstæðum kjörum, sem margir hafa notfært sér, en auk þess er mikið um hópferðir víðs vegar af landinu á sýning- una. ,„My fair Lady“ slær 20 ára sýningarmet „Nituche" Hönnun: Auglýaingadelld Dag».

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.