Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 30. nóvember 1983 135. tölublað Raforkuverð mun hærra hérlendis en á Norðurlöndunum „Borgum fimmfalt hærra orkuverð en keppinautarnir" — segir Árni Árnason um verðmun á raforku til iðnaðar í Noregi og á Akureyri „Ég er ekki tílbúinn að sam- þykkja það, að atvinnurekstur á Akureyri greiði 6-9% meira t'yrir raforkuna en sambærileg- ur rekstur í Reykjavík. Ég veit það hins vegar fyrir víst, að raforkuverð til heimilisnota í Reykjavík er 8.13% dýrara en á Akureyri og það hlýtur að koma öllum Akureyringum til góða," sagði Sigurður Jóhann- esson, stjórnarformaður Raf- veitu Akureyrar, aðspurður um áskorun atvinnumálanefnd- ar til Rafveitunnar þess efnis, að Rafveitan samræmi ork- uverð sitt til atvinnurekstrar töxtum Rafveitu Reykjavíkur. „Okkar taxtar eru í stöðugri endurskoöun og þessi mál hafa verið rædd innan stjórnarinnar að undanförnu," sagði Sigurður. „Þegar hefur verið ákveðið að þeir sem hafa verið með 30 kw hámarksnotkun færist í 50 kw hámarksnotkun, sem er veruleg lækkun. Sú ákvörðun kemur til framkvæmda fljótlega. Einnig hefur verið ræddur sá möguleiki, að bjóða ódýrari raforku þá 7-8 mánuði á ári, sem Rafveitan hef- ur næga umframorku. Engin ákvörðun hefur verið tekin í því sambandi ennþá, enda ókannað hvort slíkt getur komið einhverj- um að notum. Hitt er víst, að Rafveitan hefur fullan áhuga og vilja, að gera það sem í hennar valdi stendur til að efla atvinnulíf á Akureyri," sagði Sigúrður Jó- hannesson. „Það er forkostulegt, á sama tíma og áhersla er lögð á iðn- aðaruppbyggingu í orði, þá er iðnaðinum boðið upp á fimmfalt hærra orkuverð en samkeppnisaðilum okkar í Noregi, svo tekin séu dæmi," sagði Árni Árnason, forstjóri Byggingavöruversl- unar Tómasar Björnssonar, í samtali við Dag. Fyrirtæki Árna hefur að undanförnu unnið að uppbygg- ingu á léttum iðnaði, t.d. panel- og límtrésframleiðslu og það nýj- asta er að gegnfúaverja timbur. Sagði Árni í því sambandi, að raforkan væri ekki það eina sem gerði iðnaðinum erfitt fyrir í sam- keppni við innflutning. Nefndi hann dæmi, að greiða þyrfti 15% toll af fúavarnarefnunum, en á sama tíma er fiutt inn gegnfúa- varið timbur tollfrjálst. „Við eigum í samkeppni við innflutning og það gefur auga leið, að við stöndum höllum fæti í þeirri samkeppni á meðan við greiðum fimmfalt hærra raforku- verð en samkeppnisaðilarnir," sagði Árni. „Raforkuverð til al- menns iðnaðar er svipað og til ljósa í verslunum og skrifstofum, sem löngum hefur þótt okurtaxti. Menn geta svo hugleitt réttmæti þess að bjóða samkeppnisiðnaði upp á slíkan taxta. Það bendir ekki til þess, að mikill áhugi sé fyrir því í fullri alvöru, að iðn- aðurinn styrkist og skapi fleiri atvinnutækifæri," sagði Árni Árnason í lok samtalsins. Örn Einarsson afhendir Valgerði Bjamadóttur undirskriftalista starfsmanna Slippstöðvarinnar. Mynd KGA. 60 fá uppsaqnarbréf „Við undirritaðir starfsmenn Slippstöðvarinnar hf. skorum á bæjarstjórn Akureyrar að hlutast til um að nú þegar verði gengið til samninga við Slipp- stöðina hf. um smíði á togara þeim er Útgerðarfélag Akur- eyringa bauð út sl. vor, svo ekki þurlí að koma til fram- kvæmda þær stórfelldu upp- sagnir sem nú eru fyrirsjáan- legar hjá Slippstöðinni hf. Við viljum benda á að starfsfólk, sem sagt verður upp hjá SIipp- stöðinni hf., hefur ekki í nein önnur störf að hverfa hér í bæ sem óhjákvæmilega hefur í för með sér stórkostlegan brottflutning úr bænum." Þetta er bréf sem 209 starfs- menn Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri hafa skrifað undir, og nokkrir fulltrúar þeirra afhentu Valgerði Bjarnadóttur forseta bæjarstjórnar í gær. Þegar þetta er skrifað er ekki annað fyrirsjá- anlegt en að uppsagnir 60 starfs- manna fyrirtækisins komi til framkvæmda á morgun. „Það hlýtur að vera hagur bæjarfélagsins að þetta verkefni fari ekki úr bænum, og við viljum fyrst og fremst með þessu bréfi til bæjaryfirvalda vekja athygli á þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin," sagði Örn Einarsson, einn af trúnaðarmönnum starfs- manna í Slippstöðinni, sem af- henti Valgerði Bjarnadóttur bréfið í gær. „Slippstöðin er eitt af fjórum undirstöðufyrirtækjum Akureyr- arbæjar og það sjá allir hversu alvarlegt ástandið er þegar þarf að segja upp öllum þessum fjölda starfsmanna, svo ég tali ekki um það tjón sem stöðin verður fyrir. Ef 60 menn verða látnir fara frá fyrirtækinu verður það óbætan- legt tjón því það er búið að byggja starfsemi stöðvarinnar upp á þeim starfsmönnum sem þar vinna," sagði Örn Einarsson. Sjá nánar á baksíðu. Fí alrJic Sjallanu 8-9 iwac Brynjólfur Ingvarsson? þhling Fjcirog f ((sklf vöðvar Gisli Rolriison og SJgurður Gostsson tófcu bókina saman VUUWCIl ¦¦ ¦¦¦ '"v--; '>*-'"^i:-y: __a__

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.