Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 1
.4 TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 7. desember 1983 138. tölublað Það verður að vinna mjög mikið í málinu á næstunni - ef álver við Eyjafjjörð á að vera valkostur gagnvart stækkun álversins í Straumsvík, segir Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar „Það hefur Iítið verið unnið í þessu máli að því er ég best veit síðan stóriðjunefnd var sett á Iaggirnar, nema hvað í gangi er framhald mengunar- rannsókna. Það er hins vegar ljóst að ef einhver áhugi er á J>ví meðal stjórnvalda að álver við Eyjafjörð verði valkostur gagnvart stækkun álversins í Straumsvík, þá verður að vinna mjög mikið að málinu á næstu níu mánuðum og niður- stöður verða að Iiggja fyrir þegar farið verður í samninga við Alusuisse um orkuverð," sagði Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar í viðtali við Dag. Finnbogi lét í ljós þá skoðun sína á ráðstefnu. Alþýðusam- bands Norðurlands um atvinnu- mál fyrir nokkru, að hann óttað- ist að nánast væri orðið pólitískt samkomulag um að fyrst verði farið í stækkun álversins í Straumsvík. Finnbogi sagðist draga þá ályktun af því hversu lítið hefði verið unnið í málinu varðandi hugsanlegt álver við Eyjafjörð. Hann sagðist ekki í vafa um að skynsamlegast væri að vinna þetta þannig að þegar til samninga drægi við Alusuisse um orkuverð og hugsanlega stækkun í Straumsvík þyrfti að liggja fyrir annar valkostur. Það myndi styrkja samningsaðstöðu okkar verulega. Síðan mætti taka ákvörðun byggða á hagkvæmnis- ástæðum og út frá atvinnu- pólitískum sjónarmiðum. Finnbogi benti á að með sam- einingu Laxárvirkjunar við Landsvirkjun hefðu Norðlend- ingar lagt stóran skerf í orkukerfið. Laxárvirkjun skili nú orðið um 100 milljónum í hreinan hagnað á ári og þar sem Akureyrarbær hafi átt 65% í Laxárvirkjun hefði það þýtt 65 milljónir króna í arð á ári, ef hann hefði verið greiddur út. Hann sagði að þetta fjármagn væri meira en helmingur af því hlutafé sem við þyrftum að leggja fram í eina stóriðju. Ef hlutaféð yrði 1.500 milljónir króna þá skilaði Laxárvirkjun 800 milljón- um á sama tíma þ.e. 8 árum, sem undirbúningur og framkvæmdir stæðu yfir. Spurning væri hvort Norðlendingar ætluðu að sætta sig við að byggt yrði orkuver fyrir þetta fé vegna stækkunar í Straumsvík, ekki síst með hlið- sjón af því að skuggalegt ástand væri að skapast hér í atvinnumál- um. Finnbogi nefndi enn fremur að 65 milljón króna arður gæti sem eigið fé staðið undir 200 milljón króna fjárfestingu, eða með öðrum orðum allt að 200 nýjum störfum í almerinum iðn- aði á ári. Svartur minkur í heim- sókn Óboðinn gestur kom í heim- sókn í sláturhús Kaupfélags Svalbarðseyrar sl. mánudag, og var ekki tekið á móti hon- um með neinum fagnaðarlát- um. Þetta var minkur, og sem betur fer gera þeir lítið af því að sækja sláturhús heim. Brugðust starfs- menn reyndar illa við og króuðu minkinn af í fjárrétt þar sem hann kvaddi þetta jarðlíf og hélt á fund feðra sinna. Þetta var svartur minkur, og að sögn Einars Kristjánssonar hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar liggur því ljóst fyrir að hann hef- ur sloppið út úr minkabúi einhvers staðar, en ekki er vitað hvaðan. Miukuríiin helfrosinn i höndum Jóhanns Geirssonar, starfsmanns Kaupfélagsins á Svalbarðseyri. Mynd: GS. - Það er stefnt að því að varma verði hleypt á göngu- götuna um miðjan mánuðinn en þetta getur hlaupið á nokkr- um dögum, sagði Helgi Bergs bæjarstjóri í samtali við Dag er hann var spurður um þetta mál. Helgi sagði að frárennslisvatn frá Hitaveitu Akuréyrar yrði not- að til upphitunarinnar og héfði þegar verið gengið frá samning- um þar að lútandi. Upphitunarvatnið verður u.þ.b. 40 gráðu heitt en við upp- hitunina er reiknað með að hita- stigið falli niður í 20 gráður. Leiktækjasalirnir starfa óáreittir: Brotalöm í I ii reglusamþykktinni - segir Helgi M. Bergs, bæjarstjóri Tveir leiktækjasalir eru nú starfræktir í bænum. Sá fyrri var opnaður fyrir nokkrum vikum í Kaupangi og nú í vik- unni opnaði Bjarki Tryggva- son leiktækjasal sinn við Ráð- hústorg þar sem verslunin Ces- ar var áður til húsa. Báðir leiktækjasalirnir eru reknú- í trássi við boð og bönn bæjar- stjórnar Akureyrar. - Þetta mál er því miður sennilega úr okkar höndum. Það hefur komið í ljós að lögreglu- samþykkt Akureyrarbæjar er orðin það gömul að hún nær ekki yfir starfsemi þessara leiktækja- sala, ef þeir eru reknir sem minni hluti starfsemi á viðkomandi stað, sagði Helgi Bergs bæjar- stjóri í samtali við Dag, þegar hann var spurður að því hvað bæjaryfirvöld hyggðust gera í málinu. Helgi Bergs sagði að bæjaryf- irvöld hefðu breytt lögreglusam- þykktinni sérstaklega í vor til þess að reyna að koma lögum yfir leiktækjasalina, en nú hefði sem sagt komið í ljós að það hefði ekki verið nóg. Ef þeir sem eiga leiktækjasalina hafa aðra starf- semi á staðnum, verslun eða annað, sem telst aðalstarfsemi þá er þeim samkvæmt lögreglu- samþykktinni heimilt að hafa leiktæki á sama stað. - Þessi lögreglusamþykkt er nú í endurskoðun og þegar nýja lögreglusamþykktin fæst samþykkt, þá á ég von á því að við komum lögum yfir þessa staði, sagði Helgi Bergs, bæjar- stjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.