Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 7
7. desember 1983 - DAGUR - 7 Guðlaugur sýslumaður var aðal leikstjórinn; sat gjarnan á fremsta bekk klæddur loðfrakka, því að hús- ið var ekki kynt að óþörfu - og sló stafnum sínum ákaft niður í gólfið, ef hann var ekki ánægður með frammistöðu leikaranna. Gamla félagið leið undir lok 1911, en haustið 1916 tóku nokkrir ungir menn höndum saman með Gísla Magnússon í broddi fylkingar, leigðu samkomuhúsið af templurum og sýndu Skugga-Svein. Gísli og Friðfinnur Guðjónsson leikari voru systrasynir. Allmargir leikarar í þeirri sýningu stofnuðu síðan núverandi Leikfélag Akureyrar, sem leit dagsins ljós á sumardaginn fyrsta 1917. Stofnendur voru þessir: Hallgrím- ur Valdimarsson, Júlíus Havsteen, Sigurður E. Hlíðar, Gísli Magnús- son, Ingimar Eydal, Jón Steingríms- son, Páll Vatnsdal, Sveinn Á. Bjarman, Guðbjörn Björnsson, Jónas Jónasson, Jóhannes Jónas- son, Pétur Þorgrímsson, Sigtryggur Þorsteinsson og Hallgrímur Sig- tryggsson - og han mun vera eini stofnandinn, sem enn er á lífi. Saga Leikfélags Akureyrar verð- ur ekki rakin hér, en strax á þriðja starfsári þess kemur Haraldur Björnsson til skjalanna og stjórnar ellefu leiksýningum, áður en hann tekur þá ákvörðun að gerast atvinnuleikari og fer utan til náms. Meðal þessara leikrita var hvert ís- lenska verkið á fætur öðru, svo sem „Fjalla-Eyvindur“ eftir Jóhann Sig- urjónsson, „Vér morðingjar“ eftir Guðmund Kamban, „Lénharður fógeti" eftir Einar H. Kvaran og „Nýársnóttin" eftir Indriða Einars- son. Fyrsta leikritið, sem ég lék í eftir að við fluttum norður var ekki á vegum Leikfélags Akureyrar. Kvenréttindafélagið hélt skemmtun 19. júní 1923, og Haraldur Björns- son var fenginn til að setja á svið „Óskastundina" eftir Kristínu Sig- fúsdóttur. Þetta er ævintýraleikur, og við Haraldur lékum elskendur; hann var kóngssonurinn, en ég var karls- dóttirin. En ekki voru þau nú mjúk elskhugahandtökin hjá honum blessuðum. Svo ég segi við hann að lokinni leiksýningunni: Ég vildi ekki vera oft í faðmlög- um við þig, Haraldur. Ég e.r komin með bláa marbletti á báða hand- leggina eftir þig!“ Haustið 1923 var svo „Nýársnótt- in“ sýnd undir leikstjórn Haralds, og það er fyrsta sýningin, sem ég tek þátt í á vegum Leikfélags Akureyr- ar. Ég lék Guðrúnu, en Haraldur Gvend snemmbæra. Og ég man eftir grátbroslegu atviki, sem gerðist á einni sýning- unni. Sviðsútbúnaðurinn var ekki betri en svo, að þegar Gvendur á að skríða inn í álfheimana, þá er dregið upp tjald málað eins og klettur - og Haraldur skreið undir það. Núnú! Tjaldið er dregið á réttum tíma, og það var fjarska samviskusamur og trúverðugur maður, sem hafði það verk með höndum. En um leið og Haraldur stingur höfðinu undir tjaldið, fatast mann- inum tökin - og það fellur beint í höfuðið á sjálfum leikstjóranum! Veslings maðurinn fékk heldur en ekki orð í eyra hjá Haraldi á eftir. Ég hef varla heyrt aðrar eins skammir á ævinni. Mér þótti Haraldur Björnsson góður og röggsamur leikstjóri, en hafa ber í huga, að ég hafði ekkert við að miða. Við vorum sjálf leikstjórar, þegar við lékum fyrir austan. Síðan rak hvert hlutverkið annað. Ég lék Helgu í Klofa í „Lénharði fógeta", Gróu á Leiti í „Manni og konu“ og ýmsar fleiri persónur. Það er svo einkennilegt, að mér þykir ekki síður vænt um mjörg smáhlutverk, sem ég lék, en hin sem álitin voru aðalhlutverk. Mér finnst ákaflega vænt um Vilborgu í „Gullna hliðinu" - af ástæðum sem ég hef áður nefnt. Og einnig er mér mjög annt um gamla konu, sem heitir Malla í „ Landafræði og ást“ eftir Björnstjerne Björnson. Árið 1952 lékum við gamanleik- rit, sem heitir „Aumingja Hanna“, en ég var þá formaður félagsins. Þetta var bráðskemmtilegt leikrit, var sýnt við metaðsókn, og ég lék þar ansans ári góða kerlingu. Ég gleymi henni ekki. Eftir að Haraldur Björnsson fór til Kaupmannahafnar, voru hinir snjöllu leikarar, Agúst Kvaran og Jón Norðfjörð, oftast við stjórn- völinn. Eitt sinn stend ég á bak við tjöldin og er að bíða eftir að fara inn á sviðið. Þá kemur leiksviðsstjórinn hlaupandi með miklu írafári og óða- goti og segir: „Hvað er þetta, manneskja! Þú átt að vera komin inn á svið fyrir löngu.“ „Nei, ég á ekki að fara strax,“ segi ég. „Ég veit upp á hár, hvenær ég á að fara inn. Láttu mig um þetta, góði.“ En að vörmu spori kemur annar starfsmaður og segir: „Sigurjóna! Hvað er þetta með þig? Af hverju ferðu ekki inn á sviðið?" Og þá fer ég inn. Jón Norðfjörð er þar í faðmlög- um við unga leikkonu, sem hann átti að vera að draga sig eftir. Þau þegja, þegar ég kem inn á sviðið, og mér verður strax ljóst, að ég hafði rétt fyrir mér. Ég átti ekki að koma inn fyrr en nokkru seinna. Svo að ég yppti bara öxlum og segi: „Jæja, svo það er þá bara svona!“ Og strunsa síðan út aftur. Áhorfendur héldu, að þetta ætti að vera svona - og hlógu og klöpp- uðu. En Jón Norðfjörð varð svo reiður við mig á eftir fyrir að stela senunni frá þeim skötuhjúunum, að ég hélt að hann mundi leggja hendur á mig. Þorsteinn var einkar viðkvæmur fyrir mína hönd varðandi það, sem skrifað var um leiklistina í blöðin. Sjálf tók ég ekki mark á gagnrýni, einfaldlega vegna þess, að oftast var hún skrifuð af mönnum, sem höfðu ekki kynnst leiklist af eigin raun. Veturinn 1938 - 39 lékum við at- hyglisvert leikrit eftir norðlenskan höfund, Jóhann Frímann. Það hét „Fróðá“, og ég hafði með höndum í því hlutverk, sem var þó það stórt, að ég var inni á sviðinu heilan þátt og lék á móti aðalpersónunni. Einn gagnrýnandinn minntist ekki á mig einu orði - rétt eins og ég hefði alls ekki komið fram í sýning- unni. Þorsteinn móðgaðist yfir þessu og sagði: „Það væri réttast að ég færi og læsi honum pistilinn, þessum gagn- rýnanda." „Nei, göði Þorsteinn," segi ég. „Gerðu það ekki. Þú verður þér bara til skammar." En hann fór samt. Þegar hann kom aftur litlu seinna, sagði ég við hann: „Jæja, líður þér betur núna?“ „Já,“ svaraði hann. Og brosti. Vörukynningar: Fimmtudaginn 8. desember frá kl. 3-7 verður kynnt maltöl frá Sanitas, nýtt og endurbætt. Kjörmarkaðsverð. ☆ ☆ ☆ ☆ Föstudaginn 9. desember frá kl. 3-7 verður kynnt hið frábæra Marabou konfekt og sælgæti. Líttu inn í Grýtu Kaffistell 6 manna, verð kr. 1.350,- Matar- og kaffistell, 8 og 12 manna. Nýr ítalskur matar- og kaffiborðbúnaður, selt stakt. Tágakörfur og -bakkar í miklu úrvali. Grýta Búsáhöld-Tómstundavörur Sunnuhlíð sími 26920 IGNIS KÆLISKÁPUR TILBOÐ 16.450 kr. Vegna maginnkaup i getum við boðið 31 I kæliskáp á tækifærisverði (staðgr.); 16.450 kr. Sérstaklega sparneytinn með polyurethane einangrun. Málmklæðning að innan. Hljóðlátur, öruggur, stílhreinn. Möguleiki á vinstri og hægri opnun. Gott fernupláss. Algjörlega sjálfvirk afþýðing. Hæð 159 cm. Breidd 55 cm. Dýpt 60 cm. Einnig fyrirliggjandi kæliskápar í fjölmörgum stærðum Greiðsluskilmálar eða góður staðgreiðsluafsláttur. ÚMyrf 6, AkurayH . Pótthólf 432 . Slml 24223 SAMBANDSHÚSINU SÖLVHÓLSGÖTU 4 reykjavík" SÍMÍ (91)28200 SKIPADEILD SAMBANDSINS Við önnumst flutninga fyrir þig frá GLOUCESTER. Mass.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.