Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 16
„Ég óskaði eftir
flutningi innan
fyrirtækisins“
Sveinn Kristinsson sem verið
hefur umdæmisstjóri Flugleiða
á Akureyri sl. 12 ár lætur
innan skamms af því starfi og
tekur við vöruafgreiðslu fé-
lagsins fyrir innanlandsflug í
Reykjavík.
„Þetta er af persónulegum
ástæðum og ég óskaði eftir fliitn-
ingi innan fyrirtækisins til
Reykjavíkur," sagði Sveinn er
við ræddum við hann. Hann
sagðist reyndar ekkert vera óvan-
ur því að fiytja búferlum því að
á 23 ára starfsferli sínum hjá
Flugfélagi íslands og síðan Flug-
leiðum hafi hann verið 5 ár á
Egilsstöðum, 4 ár í Kaupmanna-
höfn, tvö ár í Reykjavík og svo
12 ár á Akureyri.
Ekki er ákveðið hver verður
eftirmaður Sveins sem umdæm-
isstjóri á Akureyri. Starfið hefur
verið auglýst laust til umsóknar
innan Flugleiða og sagðist Sveinn
fremur reikna með að til starfsins
kæmi einhver frá Reykjavík þar
sem starsfólkið á Akureyri væri
ungt að árum.
Slippstöðin:
Ólga meðal
starfsmanna
Mikil óiga er nú meðal starfs-
manna í Slippstöðinni í kjölfar
uppsagna 60 starfsmanna sem
koma eiga til framkvæmda 1.
mars nk. Ekki minnkaði ólgan
í gær en þá fréttist að búið væri
að ráða fyrrverandi auglýs-
ingastjóra Islendings í plötu-
smíði hjá fyrirtækinu.
- Það er rétt að þessi maður
hefur verið ráðinn hér í plötu-
Sfníði. Starfsmannastjórinn
hringdi sérstaklega í mig og gat
þess jafnframt að hér væri aðeins
um þriggja vikna starf að ræða.
Önnur orð hef ég ekki fyrir því,
sagði Örn Einarsson, trúnaðar-
maður járniðnaðarmanna og
aðaltrúnaðarmaður í Slippstöð-
inni í samtali við Dag.
- Er ekki óvenjulegt að menn
séu ráðnir til svo skamms tíma í
starf sem þetta eða vantar ykkur
plötusmiði í augnablikinu?
- Það er mjög óvenjulegt að
menn séu ráðnir til þriggja vikna
og því er ekki að neita að mönn-
um hér finnst pólitísk lykt af
þessu. Hins ber einnig að geta að
viðkomandi starfsmaður hefur
sín fullu starfsréttindi þannig að
faglega séð er ekkert út á þetta
að setja, sagði Örn Einarsson.
Örn sagðist jafnframt geta
staðfest það að mikil ólga væri í
mönnum vegna uppsagnanna.
Það stafaði fyrst og fremst af því
að mönnum fyndist ekki rétt að
málum staðið og starfsaldur væri
ekki virtur. Þess væru dæmi að
átta ára sveinar í iðninni væru
látnir hætta á meðan aðrir sem
hefðu nokkurra vikna eða mán-
aða starfsaldur störfuðu áfram.
„Ég er svolítið hissa á þessum
ummælum Arnar, því Gunnar er
í hans félagi og það hafa einnig
verið ráðnir verkamenn til stöðv-
arinnar til skamms tíma,“ sagði
Gunnar Skarphéðinsson, starfs-
mannastjóri, þegar þetta mál var
borið undir hann. „Astæðan fyrir
þessum mannaráðningum er sú,
að við fengum óvænt viðgerðar-
verkefni og því lýkur fyrir jól.
Mér finns eðlilegra að gleðjast á
meðan hægt er að útvega mönn-
um vinnu, þó í skamman tíma sé.
En því miður verða þessir menn
væntanlega löngu hættir hjá stöð-
inni þegar margumræddar upp-
sagnir koma til framkvæmda,
því það verður ekki fyrr en 1.
mars,“ sagði Gunnar.
Ibygginn hlóð hann kubbunum upp, reisti hús eða eitthvað viðameira. Að minnsta kosti gaf hann sér engan tíma tíma
til að horfast í augu við manninn með myndavélina. Mynd: KGA.
Desembertilboð verksmiðjunnar Vífilfells:
30-34% lækkun
á gosdrykkjum
á Norðurlandi
„Þaö má segja að þetta sé jóla-
glaöningur okkar til Akureyr-
inga og annarra Norðlendinga,
því við bjóðum þennan des-
emberafslátt á svæðinu allt frá
Húsavík og vestur á Sauðár-
krók,“ sagði Jóhann Magnús-
son skrifstofustjóri hjá Vífil-
felli sem framleiðir og selur
Coca cola, Fanta, Tab, Fresca
og Sprite.
„Við ætlum í desember að vera
með allt gos frá okkur á lítra
flöskum á mjög lækkuðu verði,
eða því sama og Sana hefur boð-
ið upp á. Okkar vörur hafa verið
dýrari á þessu svæði vegna flutn-
ingskostnaðarins en nú tökum
við hann á okkur sjálfir í samráði
við okkar umboðsmenn og með
þeirra vilja.
Við höfum óneitanlega orðið
að þola minnkandi sölu á þessu
svæði vegna flutningskostnaðar-
ins sem Sana hefur ekki og hluti
af þessu afsláttartilboði miðar að
því að við getum gert okkur grein
fyrir því hvað verðmunurinn hef-
ur mikið að segja. Ef við ætlum
okkur að fara út í varanlega verð-
lækkun almennt út um allt land
þá verður það dæmi skoðað
með hliðsjón af þeim árangri sem
næst með þessum desember-
afslætti. Þessi afsláttur sem við
bjóðum núna nemur 30-34%,“
sagði Jóhann Magnússon.
Veður
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar í morgun
verður norðan og norð-aust-
anátt um allt Norðurland í
dag, jafnframt því sem kóln-
ar í veðri. Reiknað er með
vaxandi snjókomu í dag og
á morgun verður éljagangur
með áframhaldandi norð-
austanátt. Á föstudaginn er
spáð batnúndi veðri og allt
útlit er fyrir að helgin verði
„ansi hreint þokkaleg,“ eins
og veðurfræðingurinn orð-
aði það.
# Verðstríð
um rjúpuna
Eftir heimildum sem við telj-
um áreiðanlegar hefur verið
ósamkomulag um það að
undanförnu hvaö greiða eigi
skotveíðimönnum fyrir
hverja rjúpu sem þeir selja.
Kaupmenn ( Reykjavík hafa
ekki viljað greiða nema 100
krónur fyrir hverja rjúpu, en
það telja veiðimennirnir allt
of lága upphæð og benda á
að það sé mlkill kostnaður
því samfara að stunda þess-
ar veiðar. Þeir benda l(ka á að
kaupmennlrnir leggi 35% á
rjúpuna í smásöiu, einungis
fyrir það að rétta hana yfir af-
greiðsluborðið.
# Mun minni
veiði
Það mun vera staðreynd sem
ekki verður á móti mælt að
rjúpnaveiðin nú er mun mlnnl
en í fyrra þrátt fyrir að öðru
hefði verið spáð í upphafi
veiðitfmabilsins. Er talið að
veiðin á Norðuriandi sé allt
að helmingi minnl en ( fyrra
og á Suðurlandi og ( ná-
grenni Reykjavfkur getur
varla talist að sjáist rjúpa.
# Sannur
íþróttamaður
Kraftlyftingamenn á Akureyri
héldu um helgina, glæsilegt
lyftingamót (Sjallanum.
Margir góðir gestir komu á
mótið og metin fuku en að
öllum ólöstuðum þá vakti
Jón Páll Sigmarsson mesta
athygli. Jón Páll er nýkominn
frá keppni sterkustu manna
heims sem haldin var á Nýja
Sjálandl og hreppti Jón Páli
þar annað sætið og var jafn-
framt kosinn vinsælasti
keppandinn. En það er ekki
nóg með að Jón Páll sé frá-
bær fþróttamaður. Hann er
maður orðheldlnn, það sann-
aði hann með því að mæta á
mótið. Kappinn hafði lofað
þvf ( haust að koma á Grét-
arsmótið en margir töldu að
Nýja Sjálandsferðin myndi
setja strik (reikninginn. Jón
Páll hélt þaðan sl. þriðjudag
og kom til landsins seint á
föstudagskvöld og morgun-
inn eftir settlst hann upp (
Fokker ásamt eiginkonu sinni
og þriggja mánaða syni og
mætti svo sfðar um daginn (
Sjallann.