Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. desember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA ROGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Velferðar- og framleiðslustefna Sú markvissa byggðastefna sem rekin var á síðasta áratug hafði veruleg áhrif á byggða- þróunina í landinu, einkum um miðbik ára- tugarins. Mikil efling sjávarútvegsfyrirtækja út um allt land breytti atvinnuleysisástandi sem víða var við lýði og mikil atvinnuuppbygg- ing hófst. Forsendur sköpuðust fyrir fólk af landsbyggðinni að búa á sínum heimaslóðum, en áður hafði fólk neyðst til að flytjast á brott í stórum stíl. Því miður hefur orðið verulegur afturkippur í þessum efnum á allra síðustu árum. Að hluta má rekja það til þess að hlut- verki Byggðasjóðs hefur verið breytt. Honum er ekki lengur ætlað að hafa áhrif á byggða- þróun með ákveðnum hætti, þ.e. að vega upp á móti sækni fólks og fjármagns til höfuðborg- arsvæðisins. Þrátt fyrir verulegar aðgerðir í byggðamál- um á síðasta áratug varð afraksturinn ekki sem skyldi af annarri ástæðu sem tengist því að tvær þjóðir búa í raun í landinu. Önnur annast þjónustustörfin en hin starfar við framleiðsluatvinnuvegina. Svo skýr eru þessi mörk milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar að varla er annað hægt að segja en þjóðirnar séu tvær sem byggja landið. Vegna þessarar skiptingar og vegna þeirrar miklu verðbólgu sem ríkt hefur undanfarin ár, hafa fyrirtækin í undirstöðugreinunum ekki notið afrakstursins. Röng gengisskráning hefur séð fyrir því að fjármagn hefur í of stór- um stíl farið í hvers kyns innflutning og þar sem nær öll innflutningsverslunin er staðsett á höfuðborgarsvæðinu gefur auga leið að þangað hefur fjármagnið farið. Byggðaað- gerðir hafa ekki nægt til að hamla á móti þessari þróun. Á öllum Norðurlöndunum eru víðtækar að- gerðir jafnan í gangi til að hafa áhrif á byggðaþróun. Þá er það sameiginlegt öllum Norðurlöndunum að aðgerðir sem hafa hið formlega nafn byggðastefna eru ekki nema lítill hluti af þeim aðgerðum ríkisvaldsins sem áhrif hafa á þróun byggðar. Atvinnuvegirnir fá yfirleitt meiri yfirfærslu frá ríkinu gegnum hinar ýmsu stuðningsaðgerðir við einstakar greinar en þeir fá gegnum byggðasjóði við- komandi landa. Má í þessu tilfelli nefna sjáv- arútveginn í Noregi. Þá er framkvæmdum beint til héraða sem minni vaxtarmöguleika hafa. Það er rétt eins og einhver feimni ríki varð- andi þessi mál hér á landi. Jafnvel er talað um byggðaaðgerðir sem einhverjar ölmusugjafir. Þetta er eins fjarri sanni og hugsast getur. Byggðastefna er ekki aðeins velferðarstefna, heldur ekki síður framleiðslustefna, sem marg borgar sig sé rétt á málum haldið. Atvinnumálanefnd á enga „patent“- lausn á vandanum Björn Pér Ólafsson formaður atvinnumálanefndar Ólafsfjarðar skrifar um atvinnuleysið í Ólafsfirði Mikil umræöa á sér stað um atvinnumál í landinu og er Ólafs- fjörður þar engin undantekning. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á atvinnumálanefnd Ólafs- fjarðar fyrir lítið framtak. Sá sem þetta skrifar er formaður þessar- ar nefndar og er honum ljúft að gera nokkra grein fyrir þætti bæjarfélagsins í þessum málum. Fiskverkun og útgerð í Ólafsfirði eru 3 togarar Sólberg eign hlutafélagsins Sæberg h/f, Sigurbjörg eign Magnúsar Gam- alíelssonar h/f, Ólafur Bekkur eign Hraðfrystih. Ólafsfj. lh, Magnús Gamalíelsson h/f lh og Ólafsfjarðarbær xh. Þá eru og tvö togskip og nokkrir smærri bátar. Stærstu fiskverkendur: Magnús G. h/f rekur frystihús, saltfiskverkun auk þess að eiga stóran hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og einn mann í stjórn þess fyrirtækis. Sigvaldi Þorleifsson h/f rekur Mjög stóra saltfiskverkun auk þess að eiga hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og verið í stjórn þess í mörg ár og hluthafi í togaranum Sólberg. Stígandi hf. rekur salt- fiskverkun og síldarverkun og gerir út togskipið Friðrik Sigurðs- son og á hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og á mann þar í stjórn. Hraðfrystihús Ólafsfj. þar mun stærsti eigandi vera bæjarsjóður og hefur einn mann í stjórn. Af þessari upptalningu má. ljóst vera að sömu aðilar ráða ýfir 90% af öllum atvinnutækifærum í Ólafsfjarðarbæ í útgerð og fisk- vinnslu og því ljóst að bæjaryfir- völd hafa enga möguleika á að ráða nokkru þar um, enda yfir- lýst af flestum bæjarfulltrúum að bæjarsjóður eigi sem minnst af- skipti að hafa af atvinnurekstri. Öll fyrirtæki sem upp hafa ver- ið talin svo og smærri, byggja af- komu sína á þorskveiðum og því er vandi þeirra mikill þegar þorskveiðar dragast saman sem nú. Undirritaður á sæti í stjórn Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og þegar sýnt þótti að samdráttur í atvinnu var fyrirsjáanlegur ræddi hann það í stjórn H.Ó. hvort ekki væri rétt að huga að rækju- vinnslu, en þá voru tveir bátar á rækjuveiðum og lögðu afla sinn upp á Siglufirði, en undirtektir í stjórn urðu nær engar og undir- ritaður kaffærður í rökum sem hann tók að mestu gild. En nú á haustdögum bregður svo við að sömu aðilar sem sýndu þessu lítinn áhuga vilja nú setja á stofn rækjuvinnslu í sínu fyrir- tæki. Það er vel ef áhugi manna á þessu er nú fyrir hendi því ef þetta kemst upp er það til hags- bóta fyrir bæinn og að því var stefnt með umræðunni. Það má ljóst vera að það steðj- ar mikil kreppa að útgerð og fisk- vinnslu ef svo fer fram sem horfir með þorskafla, en þá verða fyrir- tækin að aðlaga sig aðstæðum, við atvinnumálanefnd er ekki að sakast; ekki fjölgar þorskum í sjónum með ályktunum frá henni. Þeir sem stjórnað hafa út- gerð og fiskvinnslu í Ólafsfirði hafa sjálfsagt rekið hana eins og best verður á kosið á flestum sviðum, það er því þeirra sem eiga skipin og fiskvinnslufyrir- tækin að bregðast við þessu á ein- hvern þann hátt sem dugir. Atvinnumálanefnd hefur eng- an rétt til að ráðskast með einka- fyrirtæki, en er tilbúin að greiða götu í samskiptum við opinbera aðila sé þess óskað. Byggingariðnaður og annar iðnaður Mjög mikill samdráttur hefur orðið í byggingariðnaði á þessu ári t.d. hefur ekki verið byrjað á neinu íbúðarhúsi í ár þrátt fyrir nægjanlegt framboð af lóðum. Þarna fléttast margt inn í. Bjöm Þór Ólafsson. Lánamarkaðurinn hefur ekki sinnt kröfunni um hærra lán til lengri tíma og kaupgeta fólks hefur farið mjög þverrandi. Bæjarstjórn hefur reynt að mæta þessu með byggingu verka- mannabústaða og er nú í undir- búningi hjá stjórn verkamanna- bústaða bygging að vori. Á undanförnum árum hafa risið hér opinberar byggingar s.s. hótel,elli-hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð og barnaheimíli sem gefa handverksmönnum okkar góðan vitnisburð. Bæjar- félagið mun áfram halda á þeirri braut að skapa atvinnu með opin- berum framkvæmdum þegar þess er kostur. Nú er í undirbúningi bygging íþróttahúss. Fyrir dyrum stendur endurbót á sundlaug og könnun fer nú fram á bættu húsnæði fyrir bæjarskrifstofur. Nú þessa dagana er unnið að því að gera húsnæði iðngarða fokhelt, en það er bygging upp á 540 fm og þar er þáttur atvinnu- málanefndar hvað stærstur því fyrir tillögu frá nefndinni var stofnaður iðnþróunarsjóður Ólafsfjarðar sem stendur nú fyrir þessu verki. Þarna vonast nefnd- in til að liggi einhver vaxtar- broddur og þetta húsnæði muni skjóta stoðum undir ný atvinnu- tækifæri í Ólafsfirði. Þegar eru komnar nokkrar um- sóknir í húsið. Annar iðnaður eins og járn- smíði á að eiga hér nokkra vaxtarmöguleika ef þor er til að takast á við hin ýmsu verkefni. Bifreiðaverkstæði eiga erfitt uppdráttar þessa mánuðina vegna minnkandi kaupgetu. Mörg ný atvinnutækifæri hafa komið fram á undanförnum árum í tengslum við þær opinberar byggingar sem áður er minnst á, 25 störf við elli- og heilsugæslu- stöð, 3 störf við barnaheimili, en að öllum líkindum er stærsti möguleiki okkar tengdur fiski- rækt í Ólafsfjarðarvatni, en þar fara fram merkar tilraunir og er nú unnið að stofnun félags um fiskirækt. Ólafsfjarðarbær er til- búinn að koma inn í þetta félag ef vilji er fyrir því af landeigendum. Að lokum, atvinnumálanefnd á enga patent lausn á því atvinnu- leysi sem skellur yfir með þeim hætti sem nú gerist með minnk- andi þorskafla, en er tilbúin að ræða þau mál við félög og ein- staklinga sem vilja kanna ýmsa kosti. I þeim anda eru iðngarðar byggðir. Ólafsfirði í des. 1983 Björn Þór Ólafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.