Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. desember 1983
Björtu
hliðarnar
— eftir Gylfa Gröndal
Gylfi Gröndal hefur sent frá sér endurminn-
ingar Sigurjónu Jakobsdóttur, „Björtu hlið-
arnar“. Sigurjóna giftist ung Þorsteini M.
Jónssyni, skólastjóra og bókaútgefanda, en
hann var um skeið alþingismaður og átti sæti í
sambandslaganefndinni 1918. Sigurjónu tókst
að gera hvort tveggja í senn; veita mannmörgu
heimili forstöðu og ala upp stóran barnahóp,
en hafa samt tíma aflögu til að sinna áhuga-
málum sínum og ýmiss konar félagsstarfsemi.
Hér fara á eftir kaflar úr bókinni.
í fimm ár bjuggum við á Svalbarði
á Svalbarðsströnd.
Þar voru nú mörg herbergin og
stórar stofurnar.
Þetta var eins og herragarður í
skáldsögu.
Við seldum húsið við Hafnar-
stræti 37, þar sem bókaverslunin var
lengi; leigðum eitt ár úti í bæ og
höfðum í hyggju að byggja íbúð
ofan á verslunarhúsið, sem við reist-
um á Ráðhústorginu eins og fyrr
segir:
En í millitíðinni er Svalbarð aug-
lýst til sölu.
Og Þorsteinn verður ólmur í að
kaupa það.
Svalbarð stendur við austanverðan
Eyjafjörð. Þar var kirkjustaður og
höfuðból til forna, og þar er stórbýli
enn í dag; já, þar sátu höfðingjar
fram eftir öllum öldum, og þeirra
mestur var Jón lögréttumaður
Magnússon; mikill auðmaður, dáinn
1564. Hann var faðir Magnúsar
prúða, Staðarhóls-Páls og þeirra
systkina.
Björn Líndai málflutningsmaður
bjó á Svalbarði frá árinu 1918 og til
æviloka, en hann lést 14. desember
1931. Hann byggði herragarðinn við
gamalt hús, sem fyrir var, og hélt sig
ríkmannlega, enda mun hann hafa
haft annað bú í Fjörðum og mikla
sjávarútgerð. Kona hans var dönsk,
Berta, dóttir H. J. Hansens í Flens-
borg á Suður-Jótlandi.
Til marks um það, hve stórhuga
Líndal var, get ég nefnt, að borð-
stofan á Svalbarði var tíu álnir á
lengd og átta á breidd; stofan var
sex álnir á breidd og sjö á lengd og
skrifstofa Þorsteins var fimm
sinnum sex álnir.
Búrin voru tvö, annað fyrir korn-
mat og hitt fyrir haustmat; eldivið-
argeymslurnar voru tvær, önnur
fyrir kol og hin fyrir svörð; og
þvottahúsið var tvískipt, í öðru her-
berginu var þvegið, en rúllað og
gengið frá þvottinum í hinu.
Við höfðum 20 kýr, 200 hænsni og
fé líka, svo að þetta var stærðar bú,
enda hafði Þorsteinn áhuga á bú-
skap allt frá fyrstu tíð.
Eg fagnaði þeirri ákvörðun að
flytja upp í sveit.
„Nú get ég verið heima,“ hugsaði
ég með mér. „Nú get ég hugsað um
krakkana eins mikið og ég tel
þurfa.“
Það vita mæður einar, hversu sárt
er að eiga ung börn og þurfa að fá
aðrar konur til að gæta þeirra
heima.
Við vorum bæði hæstánægð með
þessa breytingu á högum okkar.
Þorsteinn setti það ekki fyrir sig,
þótt hann þyrfti að stunda vinnu
sína á Akureyri.
Og mér leið svo vel á Svalbarði,
að mér finnst árin okkar þar hafa
verið sólskinsblettur í lífi mínu.
En líklega hafa börnin verið
ánægðust, því að þau gátu leikið sér
hvar sem var, haft sín bú úti á túni
og verið frjáls eins og fuglinn.
Það var gestkvæmt hjá okkur,
eins og búast mátti við; kaupstaðar-
búar telja ekki eftir sér að heim-
sækja kunningja sem í sveitum búa.
Og við vorum svo heppin að eiga
silfurbrúðkaup á meðan við bjugg-
um á Svalbarði, og komu sér þá vel
hin rúmu húsakynni.
Við ákváðum að halda veislu.
Við fengum meira að segja Flóa-
bátinn til að flytja gesti okkar frá
Akureyri út á Svalbarð.
Brúðkaupsdagurinn okkar er 26.
október, og veturinn gekk snemma
í garð á því herrans ári 1934.
Daginn áður gerir bráðófært
veður; stórhríð og illviðri. Matur-
inn, sem átti að vera á borðum í
veislunni var allur á Akureyri, og
þar var einnig konan, sem ætlaði að
sjá um hann.
Fimm ættliðir í kvenlegg: Jónborg, elsta dóttir Sigurjónu, dóttir hennar Edda Magnúsdóttir og dóttir hennar Vil-
borg Gautadóttir ásamt þremur bömum sínum, Ragnheiði og Eddu Baldursdætrum og Þóm Hlynsdóttur, sem Sig-
urjóna heldur á. Myndin er tekin árið 1976, þegar Sigurjóna varð 85 ára.
Og loks var dansað fram á rauða-
nótt undir dillandi harmonikuspili.
Þorsteinn kunni nú lítið að dansa
og fékkst nálega aldrei til þess; eini
dansinn sem hann kunni var skottís,
sem hann hafði lært í Kennaraskól-
anum.
En hann varð að gera sér að
góðu, að frúin hans dansaði.
Já, það varð hann.
Ég man sérstaklega eftir einu
spaugilegu atviki, sem gerðist í silf-
urbrúðkaupinu okkar.
Kona nokkur vindur sér að
Guðmundi Eggertz, bróður Sigurð-
ar, og segir við hann svo hátt, að all-
ir mega heyra:
„Manstu, þegar við sváfum
saman?“
Við hliðina er hús, og það átti
bróðir mannsins, sem seldi okkur
París.
Og hvað skyldi það hafa verið
kallað?
Jú, Hamborg!
Það var stórborgarsnið á þessu
hjá þeim.
Við bjuggum í París í nítján ár.
Jú, það gerist vitanlega margt á
langri leið.
Og í ævilöngu hjónabandi er allt-
af einhvern tíma við erfiðleika að
etja, býst ég við.
Ég neita því ekki, að stundum
þótti mér Þorsteinn ráðríkur, jafn-
vel ósanngjarn. Hann var þannig
skapi farinn, að hann varð að gera
það sem hann vildi og hafði ákveð-
ið.
horfðu með undrun og ánægju á
gamanleik eftir Hostrup. Helsti for-
göngumaður þessarar fyrstu leiksýn-
ingar var Bernhard Steincke kaup-
maður, en einnig léku læknishjónin
Finsen, Thorarensen apótekari og
ungfrú Pauline Möller, sem síðar
varð eiginkona Steinckes.
Helstu leikarar og leiðbeinendur
fyrstu árin voru Steincke og Jakob
Chr. Jensen, og um 1870 bættust
Schiöths-hjónin í hópinn, Anna og
Hendrik, ásamt Jakob V. Havsteen.
Hinn síðastnefndi stofnaði fimm
árum síðar leikfélagið „Comediufé-
lagið“, sem starfaði fram undir alda-
mót. Það félag lék í fyrstu eingöngu
létta erlenda ærslaleiki með
söngvum, eins og þá voru algengast-
ir.
Sigurjóna og Þorsteinn ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Dóru Þórhallsdóttur,
en með þeim hjónum var ævilöng vinátta.
Útlitið var því ekki glæsilegt.
Seint um kvöldið er svo knúið
dyra hjá okkur, og þar eru komnir
menn úr Fnjóskadalnum, sem höfðu
verið að leita að fé - illa hraktir.
Ég vakti næstum alla nóttina
ásamt annarri stúiku við að þurrka
af þeim föt og hlúa að þeim eins og
hægt var.
En daginn eftir hefur rofað til.
Eldabuskan nær til okkar í tæka
tíð með kræsingarnar, og þegar líð-
ur nærri kvöldi kemur Flóabáturinn
siglandi með fjölda gesta.
Það var mikið um dýrðir, og
menn skemmtu sér hið besta.
Margar ræður voru fluttar, og
meðal annars talaði Davfð skáld frá
Fagraskógi afar fallega, eins og hans
var von og vísa.
Það datt af honum andlitið.
Hann titraði og stamaði:
„Þa-þa-það hlýtur að vera mjög
langt síðan.“
Og auðvitað var langt síðan.
Þau höfðu verið látin sofa saman
í hlöðu, þegar þau voru krakkar!
Þegar Þorsteinn gerist skólastjóri
Gagnfræðaskóla Akureyrar 1935,
neyðumst við því miður til að flytja
til Akureyrar, hvort sem okkur lík-
aði það betur eða ver.
Þá kaupum við annað hús við
Hafnarstræti, sem alltaf var kaliað
París eftir verslun, sem hafði verið
þar áður og hér því nafni. Þetta er
stórt hús með tveimur turnum og
stendur beint á móti Kaupféiagi
Eyfirðinga.
En ég var líka skapmikil og lét
ekki undan nema ég væri sannfærð
með rökum.
Allt heimilishald hvíldi að sjálf-
sögðu á mínum herðum, enda var
Þorsteinn ævinlega störfum hlaðinn;
karlmenn komu ekki nálægt slíku í
þá daga.
Einu sinni fékk ég hann þó til að
fara út í mjólkurbúð.
Þá var vinnukonan veik, ég sjálf
sárlasin og börnin í skólanum.
Þetta var laust fyrir hádegi.
„Þú verður að fara út í mjólkur-
búð,“ sagði ég við hann. „Annars
verður engin mjólk með matnum.“
Og hann fór af stað með stóra
mjólkurbrúsann okkar, sem tók tíu
lítra.
Á heimleiðinni sáu krakkarnir
hann.
„Pabbi er að sækja mjólk,“ sögðu
þeir - og skellihlógu.
★
Jú, það er rétt, ég lék mörg hlutverk
fyrir norðan, bæði stór og smá. Ég
kom við sögu Leikfélags Akureyrar
um þrjátíu ára skeið; var í stjórn
félagsins og formaður þess um tíma.
En ég var ekki alltaf viðbúin því
að taka þátt í leiksýningum. Ég lék
aðeins, ef ég átti heimangengt með
góðu móti og aðstæður leyfðu.
Ég held, að leikstarfsemin hafi
ekki bitnað á börnunum; ég vona
það að minnsta kosti.
Upphaf leiklistar norðanlands
má rekja allt aftur til ársins 1860.
Hinn 18. nóvember það ár birtist
leiklistargyðjan Thalía í vöru-
skemmu, þar sem sjötíu manns
Árið 1877 er hins vegar íslenskt
verk flutt, „Útilcgumennirnir" eftir
séra Matthías Jochumsson, og sú
sýning mun hafa vakið gífurlega at-
hygli. Aðstandendur hennar höfðu
lag á að auglýsa starfsemi sína, því
að þeir létu skjóta úr fallbyssu, þeg-
ar sýningar skyldu hefjast. Skugga-
Svein lék ungur bóndi, Hallgrímur
Hallgrímsson frá Rifkelsstöðum.
Fleiri aðilar taka nú að fást við
leiklist í bænum, til dæmis skemmti-
félagið „Gaman og alvara", sem var
leikklúbbur og málfundafélag stofn-
að af skólafélögum úr Möðruvalla-
skóla og starfaði 1883 - 86, og árið
1884 héfja templarar leikstarfsemi
sína, þegar fyrsta stúkan er stofnuð.
Ég hef áður vikið að hátíðarsýn-
ingunni 1890, sem haldin var vegna
þúsund ára landnáms Helga magra,
en þá var sýndur leikur eftir séra
Matthías í vöruskemmu á Oddeyr-
artanga, og áhorfendum þótti ganga
göldrum næst að sjá skip Helga
magra sigla inn Eyjafjörð - á
skemmugólfinu.
Já, menn gerðu sér að góðu í þá
daga að leika í vöruskemmum, salt-
húsi, skólastofu, veitingasal eða
sláturhúsi.
Loks var þó reist leikshús og vígt
með viðhöfn í ársbyrjun 1897, en
ekki leið á iöngu, þar til það var
orðið alltof lítið. Þá var byggt hið
myndarlega samkomuhús, sem enn
er leikið í, og það var vígt með
leiksýningu 23. janúar 1907.
Sama ár var stofnað Leikfélag
Akureyrar hið eldra, en helstu for-
ustumenn þess voru Vilhelm Knud-
sen kaupmaður, Guðlaugur sýslu-
maður Guðmundsson, Stefán skóla-
meistari Stefánsson, Sigurður Hjör-
leifsson Kvaran, ritstjóri og læknir,
og fleiri.