Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 13
7. desember 1983 - DAGUR - 13
Tvíburabræðumir Gylffl og Garðar Gíslasynir.
Hafa sett
stefnuna á
Los Anneles
Tvíburabræðurnir Gylfi og
Garðar Gíslasynir sem dvalið
hafa við æfingar í Svíþjóð að
undanförnu munu taka þátt í
mikilli íþróttasýningu sem
fram fer í nágrenni Stokk-
hólms annað kvöld.
Pað verða margar íþróttagrein-
ar sýndar og kynntar og verða
bræðurnir þar tveir af þremur
lyftingamönnum sem koma fram.
Af þeim er það annars að
frétta að þeir æfa báðir mjög vel
og takast á við lóðin tvisvar á dag
af miklum krafti. Peir hafa báðir
náð lágmarki því sem þeim
var sett til þess að öðlast rétt til
keppni á Olympiuleikunum í Los
Angeles á næsta ári og stefna að
því að vera þá í sínu besta formi.
Það er yfirþjálfari sænska
landsliðsins sem hefur lagt þeim
bræðrum lið eftir að þeir héldu til
Svíþjóðar og æfa þeir eftir „pró-
grammi“ frá honum. Ekki er
annað vitað en að Olympiu-
nefndin íslenska muni velja þá
Garðar og Gylfa til að keppa í
landsliði íslands í Los Angeles og
fastlega má reikna með að Har-
aldur Ólafsson verði þar einnig.
Hann mun að sögn vanta 2,5 kg
til þess að tryggja sér farseðilinn
þangað en Haraldur sem æfir
mjög vel um þessar mundir ætti
að fara létt með að ná lágmark-
inu.
Tekst KA
að sigra
Þróttara?
Geysilega þýðingarmikíll leikur
fyrir KA er á dagskrá í 1. deild
Islandsmótsins í handknattleik
nk. föstudagskvöld, en þá fær
liðið Þrótt í heimsókn og verð-
ur leikið í íþróttahöllinni kl.
20.
KA er enn án sigurs í deildinni
og vermir botnsætið. Liðið hefur
hins vegar sýnt framfarir í síðustu
leikjum sínum, tapaði t.d. fyrir
KR með litlum mun fyrir sunnan
á dögunum og missti niður unna
stöðu gegn Val á lokámínútum
þess leiks.
Það er því ljóst að herslumun-
inn hefur vantað til þess að liðið
næði að vinna sigra í leikjum sín-
um og auðvitað ætti að vera meiri
möguleiki á slíku á heimavelli en
þegar leikið er á útivelli. Hver
veit nema fyrsti sigurinn komi
einmitt á föstudagskvöld þegar
Páll Ólafsson og félagar koma í
heimsókn?
í leikhléi verður háður einn
leikur í keppninni um „Mjólkur-
bikarinn“, en það er keppni í
innanhússknattspyrnu á milli liða
KEA, Útgerðarfélags Akureyr-
inga, Slippstöðvarinnar og Iðn-
aðardeildar Sambandsins. Það
verða lið Slippstöðvarinnar og
Iðnaðardeildarinnar sem reyna
með sér á föstudagskvöldið.
Þetta er
99
alveg
hrikalegt
cc
„Það sem okkur var boðið upp
á í þessari ferð var alveg hrika-
legt og Blaksambandinu til
háborinnar skammar," sagði
Hannes Karlsson þjálfari
kvennaliðs Völsunga á Húsa-
vík í blaki, en liðið hélt til
Reykjavíkur um helgina til að
leika tvo leiki.
Sá fyrri var gegn ÍS og var sett-
ur á kl. 18.30 á föstudag. Til þess
að ná þeim leik þurfti lið Völs-
ungs að fara suður á fimmtudag
sem kostaði auðvitað vinnutap og
fleiri óþægindi.
Þegar suður var komið komust
Völsungarnir að því fyrir tilviljun
að leikurinn hafði verið fluttur úr
Hagaskóla í íþróttahús Háskól-
ans og var ekki kl. 18.30 heldur
kl. 20.00. Hefði því sem best ver-
ið hægt að fljúga suöur á föstu-
Ferðakostnaður knattspyrnudeilda:
KSÍ mátti ekki
athuga málið
Á arsþingi KnaUspynuisambands
íslands á Húsavík um síðustu
helgi kom fram að torráðamenn
félaga i Reykjavík hafa af því
þungar áhyggjur að þurfa að
greiða ferðakostnað vegna
kvennaknattspyrnunnar.
Það voru aöallega fulltrúar
Vals og KR sem „grétu“ þar og
höfðu uppi mörg orð um geysi-
iegan ferðakostnað sem við blasti
vegna fjölgunar liða t 1. deiid
kvenna af landsbyggðinni. Má
segja að þessi grátur hafi orðið til
þess að þingið samþykkti að setja
á fót riðlaskiptingu í l. deild
kvenna efiir landshlutum.
En annað var uppi á teningn-
urn þegar Jón Arnþórsson for-
maður KA fór í ræðustól og iagði
fram tillögu þess efnis að stjórn
Knattspyrnusambandsins væri
falið að láta fara fram athugun á
ferðakostnaði félaga almennt
með það fyrir augum að reyna að
jafna þennan kostnað á einhvern
hátt.
Sú tillaga Jóns að stjórn KSÍ
athugaði þetta mál var felld, svo
það mál mátti ekki einu sinni at-
huga. Þannig er eiginhagsmuna-
pólittk Reykjavíkurliðanna rckin
fyrir opnum tjöidum og sam-
trygging þeirra og samstaða
ávallt fyrir hendi ef á þarf að
halda gegn félögunum úti á landi,
þótt ekki séu að öðru jöfnu neinir
sérstakir kærleikar á milli félag-
anna í Reykjavfk.
dagseftirmiðdag. Auk þess er sal-
urinn í Háskólanum afar þröngur
og lágt til lofts þar.
ÍS sigraði í þessum leik 3:0
(15:13, 16:14 og 15:11) og var
þetta tap það fyrsta hjá Völsungi
sem átti afar dapran dag að sögn
Hannesar. Voru hinar leikreyndu
stúlkur í liðinu afar taugaóstyrk-
ar einhverra hluta vegna.
Á laugardag átti síðan að leika
gegn Breiðabliki kl. 15.50 en sá
leikur hófst ekki fyrr en langt var
komið fram á kvöld og varð það
til þess að stúlkur úr liði Völs-
ungs sem höfðu ætlað norður um
kvöldið komust ekki fyrr en á
sunnudag. Völsungur sigraði hins
vegar örugglega í þessum leik 3:0
(15:7, 15:7 og 15:5).
Hannes var mjög óhress með
frammistöðu Blaksambands ís-
lands í þessu máli öllu, enda
varla nema von. Þá sagði hann öll
mál önnur vera í miklum ólestri
hjá sambandinu og nefndi sem
dæmi, dómaramál og útbreiðslu-
mál og erfiðlega gengur að fá rit-
ara og aðra starfsmenn á leikina.
Staða efstu liða í 1. deild
kvenna er þannig að ÍS og Völs-
ungur hafa tapað tveimur stigum,
en Völsungur er með miklu fleiri
leiki svo staðan er óljós þrátt
fyrir stigin.
Pór: UMFL
á Selfossi
Einn leikur verður í 1. deild
karla á íslandsmótinu í körfu-
knattleik í kvöld, og mætast
þá UMFL og Þór á Selfossi.
Þetta er leikurinn sem ekki gat
farið fram á dögunum vegna þess
að enginn dómari mætti til leiks,
og fara Þórsarar suður á kostnað
KKÍ. Búast má við hörkuleik því
UMFL er erfitt lið heim að
sækja.
1-X-2
Þorsteinn Olafsson.
„Þetta er alveg ferlega erfið-
ur seðill og þú ert að gera
mér mikinn grikk með að
láta mig spá um þessa leiki,“
sagði Þorsteinn Ólafsson
þjálfari Þórs í knattspyrnu
sem spáir um leikina á get-
raunaseðlinum í þessari viku.
„Það er nú svo furðulegt
með mig að ég held ekki með
neinu sérstöku liði í ensku
knattspyrnunni, ég hef aldrei
fundið neitt hjá mér sem
gerði það að verkum að ég
héldi fremur með einu liði en
öðru. Eg sest hins vegar við
sjónvarpið þegar enska
knattspyrnan er á dagskrá til
þess að horfa á knatt-
spyrnu.“
- Og flnnst þér enska
knattspyrnan góð?
„Já, yfirleitt, og mér finnst
sjónvarpið sýna betri leiki
nú en áður var, það er meira
um að toppliðin séu á
skjánum, liðin sem leika
skemmtilegustu sóknarknatt-
spyrnuna.“
En nú víkjum við að spá
Þorsteins og það er vist
óhætt að taka undir með
honum að seðillinn er óvenju
„snúinn“ að þessu sinni.
Coventry-Liverpool 2
Everton-A. Villa X
Ipswich-Man. Utd. X
Leicester-Wolves X
Notts C.-Sunderland 1
Stoke-Luton 1
Tottenham-Southampton 1
Watford-N. Forest 2
WBA-QPR 1
West Ham-Arsenal X
Bamsley-Chelsea 2
Man. City-Sheff. Wed. 1
Þorsteinn spáir því 5
heimasigrum, 4 jafnteflum
og 3 útisigrum.
Stefán
jafnaði
við Ólaf
Getraunaspekingurinn Stef-
án Gunnlaugsson sem spáði
fyrir okkur í síðustu viku
jafnaði „met“ Ólafs Ásgeirs-
sonar frá vikunni þar á
undan en þeir félagar fengu
báðir aðeins einn leik réttan
af þeim 12 sem á seðlunum
voru.
Það var Uverpool sem sá
til þess að Stefán komst á
blað ef svo má segja, en
Liverpool sigraði Birming-
ham á Anfield og bjargaði
Stefáni þannig. Illa gekk hins
vegar hjá Manchester United
sem er uppáhaldslið Stefáns
því það tapaði á heimavelli
fyrir Everton.
1—X—2