Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 3
7. desember 1983 - DAGUR - 3 Kristniboðshúsið Zion 50 ára Þann 10. desember, eru 50 ár lið- in frá vígslu kristniboðshússins Zíon. Kristniboðsfélag kvenna, hafði um árabil starfað og stutt Ólaf Ólafsson, sem þá var kristniboði í Kína. Kristniboðs- félagskonur voru ekki margar og félagið var fátækt. Þótti þessi húsbygging djarft fyrirtæki á krepputímum enda hér um að ræða stórhýsi að þeirra tíðar mælikvarða. Engu að síður var í þetta ráðist, nánast með tvær hendur tómar. En brennandi áhugi á kristniboði samfara trausti til Guðs var það afl, sem hrinti málinu af stað. Og konun- um varð að trú sinni, - húsið reis. Og nú hefur það, eins og fyrr segir, gegnt hlutverki sínu í hálfa öld. Sjálfsagt er erfitt að meta það starf, sem þar hefur farið fram, en geta má þess að „frá“ þessu húsi, hafa tveir kristniboð- ar farið út á akurinn, Skúli Svavarsson til Eþíópíu og síðar Kenýa og Jónas Þórisson til Eþí- ópíu, þar sem hann starfar nú. Margir eiga kærar minningar tengdar þessu húsi og þar hefur Guðs orð hljómað á mörgum þjóðtungum, flutt af hvítum, gul- um og svörtum, - leikum og lærðum. Og margir eiga sitt and- lega heimili í þessu húsi. Nafn hússins, Zíon, hefur stundum valdið þeim misskilningi, að þar sé til húsa einhver sértrúarsöfnuð- ur. Svo er þó ekki. í húsinu hafa Tólf félög með opið hús á Dalvík - fyrir aldraða og öryrkja Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur í félagsstarfi á Dalvík og Svarfaðardal að bjóða elli- og örorkulífeyrisþegum og mök- um þeirra í opið hús einu sinni í mánuði. Að þessu standa 12 félög í byggðarlögunum. Fyrsta samkoman verður í Víkurröst sunnudaginn 11. des- ember kl. 14. Öldrunarnefnd Rauðakrossdeildar Dalvíkur- læknishéraðs stendur fyrir þessu ásamt fleiri félögum, en einnig er vonast til að samkomulag geti tekist við félög á Árskógsströnd og að þetta verði vísir að öflugu samstarfi í þessum málum fram- vegis. aðsetur auk kristniboðsfélags kvenna, KFUM og KFUK. Öll eru þessi félög greinar hinnar evangelisk-lúthersku þjóðkirkju og starfa innan hennar. Laugar- dagskvöldið 10. des. er ætlunin að minnast hálfrar aldar afmælis hússins. Verður hátíðarsamkoma þá um kvöldið kl. 8:30. Verður þar fjölbreytt dagskrá og hugleið- ingu flytur séra Þórhallur Hösk- uldsson. Allir eru velkomnir, ekki síst gamlir velunnarar starfs- ins og hússins. Væri það verðug afmælisgjöf, að endurnýja gömul .kynni, - eða stofna til nýrra. Kristniboðshúsið Zion. Safnað fyrir sund- laug Útimarkaður Sólborgar verður opinn í desember fimmta árið í röð og verður að þessu sinni í tjöldum í göngugötunni í Hafnar- stræti. Markaðurinn verður op- inn laugardagana 10. og 17. des- ember og á Þorláksmessu á opn- unartíma verslana. Á boðstól- um verða framleiðsluvörur verndaða vinnustaðarins við Hrísalund, auk ýmiss konar annars jólavarnings. Ágóði af útimarkaðinum renn- ur til sundlaugarbyggingar við Sólborg, sem framkvæmdir hóf- ust við í haust. Hér er um litla þjálfunarlaug að ræða, sem ætluð er þeim er verst eru settir og verður byggð fyrir söfnunarfé. Opnaður hefur verið gíróreikn- ingur á nafni Styrktarfélags van- gefinna á Norðurlandi til að taka á móti framlögum í söfnunina. Númer hans er 64700-4. Samtök til styrktar fötluðum Stofnuð hafa verið samtök til styrktar málefnum fatlaðra á ís- landi. Nefnast samtök þessi: Stuðn- ingsmenn fatlaðra á íslandi. Markmið samtakanna er að aðstoða bæði félög og einstakl- inga sem á einhvern hátt eiga í erfiðleikum. Verkefni samtakanna í des- ember er sala á jólaeplum til fjár- öflunar. Er von samtakanna að landsmenn taki vel á móti sölu- fólkinu. Tillögur um jólagjöf handa henni Kápu frá Gazelle eða jakka með kórónu-munstri. Gullfallegar flíkur úr nýjustu sendingu. Náttkjólar frá (ris, alltaf vinsæl jólagjöf. Skíðagallar á dömur í st. no. 38-44. Mjúk og hlý Mokka frá Sambandinu. Snyrtivörusett *SANS S0UCIS REVION TBiodroqa Barnafatnaður Ný sending af jólabarnafatnaði frá Eklöw Frá (ris: Náttföt og kjólar. Hvítir sokkar, sportsokkar og sokkabuxur. Vefnaðarvörudeild. Herrafötin frá Sir svíkja engan, Góð snið, fallegir litir og frábært verð. Munið 10% afsláttarkortin. Herradeild. Úr Táningahorninu Nýtt í hillunum, jakkarfrá kr. 1925, samfestingar, peysur, skyrtur leðurstígvél, töskur og m.fl. Fréttir af hljóm- tækjasýningunni Á hljómtækjasýningunni um helgina vöktu Fisher hljómflutningstækin verðskuldaða athygli. Frábært verð á Fisher 350 gerðinni sló öll fyrri met Nú má ekki draga þetta lengur. Þú verður að koma og sannfærast. Spilaðu jólalögin á Fisher 350 um jólin. Hljómdeild. Selko-fataskápa fyrir jólin Við komum verulega á móts við þig með góðum greiðsluskilmálum einnig góð kjör á hinum vinsælu: Combiraðhúsgögnum fyrir unglinga. Borðið jólasteikina á Sóló eldhúsborði. Kjallarinn Hrísalundi 5.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.