Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 11
7. desember 1983 - DAGUR - 11 Frekari rannsóknir verði gerðar á titanríku bergi í Húnavatnssýslum - segir í þingsályktunartillögu Stefáns Guðmundssonar og Páls Péturssonar Stefán Guðmundsson og Páll Pétursson, alþingismenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fram- haldsrannsóknir á ilmenit- magni í Húnavatnssýslum, eig- inleikum þess og vinnsluhæfni. Ilmenit er titanríkt basiskt berg, en titan er mjög verð- mætt efni. Hér fer á eftir þingsályktunartillagan og greinargerð. . Alþinigi ályktar að fela ríkis- sjórninni að láta fara fram frekari rannsóknir á þeim ilmenitsvæð- um, sem þekkt eru í Húnavatns- sýslum, og leita nýrra svæða þar sem titanríkt basískt berg kynni að vera í verulegum mæli. Skal rannsóknin beinast að magni titans og annarra verð- mætra efna í berginu og vinnslu- hæfni þeirra. Niðurstöðum rannsóknarinnar skal fylgja frumáætlun um arð- semi, vinnslu, mannaflaþörf, fjárfestingarkostnað, markaðs- horfur svo og önnur atriði sem rannsóknaraðilar telja máli skipta. Greinargerð. Tillaga þessi var flutt á síðasta þingi en náði ekki afgreiðslu. Henni fylgdi svofelld greinar- gerð: „Vitað er um nokkra staði í Húnavatnssýslum þar sem ilmen- it er að finna, en ilmenit er titan- steind (TiFe03) sem er helsta tit- anhráefnið í heiminum sem unn- ið er nú. Ilmenitið er unnið bæði úr bergi og sandi og er það aðallega í basísku djúpbergi (gabbrói). Þeir staðir, sem nú eru þekktir í Húnavatnssýslum, þar sem ilmenit er að finna, eru Steinsvað í Víðidalsá, Urðarfell upp af Melrakkadal í Víðidal, Hólar og Skessusæti austan og norðan í V f ðidalsfj alli, Deildarhjalli í Vatnsdalsfjalli og fleiri staðir. (Sjá fskj.). Pær takmörkuðu rannsóknir, sem fram hafa farið á þessum stöðum, benda til þess, að þar geti verið um mikið magn af bas- ísku bergi að ræða, og hafa frum- rannsóknir sýnt athyglisvert magn af titani, auk málmsteinda, í berginu. Árið 1978 var gefin út könnun- arskýrsla Iðnþróunarstofnunar íslands og Orkustofnunar um ís- lenskt ilmenit. Fram kemur í skýrslunni að þótt hlutfall titans og annarra verðmætra efna í íslensku ilmen- iti sé e.t.v. lágt miðað við það sem best gerist erlendis, þá sé tekið til vinnslu berg með sífellt minna innihaldi verðmætra efna með hverju árinu sem líður, þar sem auðugustu námurnar eru nýttar fyrst og verið er að taka til vinnslu námur sem ekki þóttu vinnsluhæfar áður. Dæmi: Kop- argrýti 1942 1.1%, 1977 0,65%, 2000 (áætl.) 0,03%. Stefán Guðmundsson. Pá virðast rannsóknir sýna að á íslandi sé titanauðugt berg í all- miklum mæli á hverjum stað, einnig virðist kornastærð, auka- efni, harka bergsins o.fl., sem máli skiptir varðandi vinnslu- hæfni, hagstætt íslenska ilmenit- inu. Með tilkomu nálægrar orku- vinnslu (Blönduvirkjunar), með tilliti til nálægðar tveggja þéttbýl- isstaða, Hvammstanga og Blönduóss, og hafnaraðstöðu þar svo og með tilliti til þéttbýlla sveita í næsta nágrenni virðast ýmis skilyrði vera fyrir hendi til framkvæmda og framleiðslu ef þær rannsóknir, sem þingsálykt- unartillaga þessi gerði ráð fyrir að fram fari, leiða í ljós að hag- kvæmt sé að hefja vinnslu titans og annarra verðmætra efna á þeim stöðum sem þingsályktun- Páll Pétursson artillagan fjallar um. Það er að sjálfsögðu ástæðu- laust að benda sérstaklega á mis- mun þess að vinna dýrmæt hrá- efni til iðnaðarframleiðslu úr ís- lenskri jörð eða flytja hráefnið e.t.v. um hálfan hnöttinn hingað til vinnslu einS og gert er. Par sem nokkur vitneskja er þegar fyrir hendi um verðmæt efni í jörðu hér á landi, eins og að framan greinir, ber okkur að bæta við þá vitneskju með frekari rannsóknum, svo við vitum hvar við stöndum í þessum efnum, og vinna að verðmætasköpun með íslenskum höndum úr íslenskri jörð og með íslenskri orku, ef eða þegar hagkvæmt þykir. Það er með þessi grundvallaratriði í huga sem flm. flytja þessa þings- ályktunartillögu og vonast til að hún njóti skilnings og fyrir- greiðslu Alþingis.“ Uppboð Laugardaginn 17. des. 1983 kl. 14.00 verður óskilahryssa boðin upp að Hlíðarbæ í Glæsi- bæjarhreppi. Hryssan er rauðjörp að lit, ómörkuð en tamin. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Hreppstjórinn. maturínn Stórtilboð og kynning á jólasteikinni Hamborgarhryggur Hringskorinn bógur Hangilæri London-lamb Hangiframpartar úrb. kr. 318,- kg kr. 182,- kg kr. 167,- kg kr. 291,- kg kr. 204,- kg og margt fleira. Fagmenn verða staddir í versluninni föstudag og laugardag milli kl. 13.00 og 18.00. Tökum pantanir. Fransman kartöflur Tilboð Skífur 1 kg 52,00 Franskar 800 g 54,60 Franskar 2 kg 135,10 Fimmtudag kl. 18-22 sýnum við barnavideo. m x HAGKAUP Noröurgötu 62 Sími 23999 Áskrift&auglýsingar 9624222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.