Dagur - 07.12.1983, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. desember 1983
7. desember 1983 - DAGUR - 9
Við lögðum leið okkar í Slippstöðina á Akureyri sl. mánudagsmorgun.
fengu 60 starfsmenn stöðvarinnar uppsagnarbréf og eiga uppsagnirnar að taka gildi þann 1.
mars nk.
fyrirtækinu og eins við nokkra
Við ræddum þar við Gunnar Ragnars forstjóra um útlit og horfur hjá
starfsmönnum sem urðu fyrir því að fá uppsagnarbréf. Það er
slíku og vonandi fer svo að hægt verði að finna lausn á vanda s
JÞað verður hins vegar að koma í Ijós hvort leiðir finnast en viðtölin við
„Ekki um annað að ræða en að búast
við hinu versta en vona hið besta“
t
— segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar
„Starfsaldur
gjörsamlega
virtur
að vettugi
Anv finni'é nlrlra nntt ctnAlA . • . » r /
- Mér finnst ekki rétt staðið
að þessum uppsögnum. Starfs-
aldur er virtur gjörsamlega að
vettugi og geðþóttaákvaröanir
virðast ráða ferðinni, sagði
Ásmundur Jónsson, vélvirki í
samtali við Dag, en Ásmundur
á að baki átta ára starfsferil í
Slippstöðinni.
- Hvaða sjónarmið ráða ferð-
inni varðandi uppsagnirnar að
þínu mati?
- Pað er ekki ljóst en því hefur
heyrst fleygt að mætingar vegi þar
þungt. Það má vel vera rétt en
það á a.m.k. ekki við um mig. Ég
tel mig hafa mætt vel til vinnu og
unnið vel, en hins vegar er því
ekki að leyna að ég hef beðist
undan því að vinna eftirvinnu.
Það hefur kannski mælst illa fyrir
hjá verkstjórunum. Nógu illa til
þess að þeir hafa viljað losna við
mig.
- Ertu hræddur um að upp-
sagnirnar komi til framkvæmda
að þrem mánuðum liðnum?
- Já, dauðhræddur.
- Farinn að leita að annarri
vinnu?
- Ekki enn en ég verð að gera
það fljótlega. Það er annars ekki
um auðugan garð að gresja í
þeim efnum og ég veit til þess að
menn ætla sér að leita eftir vinnu
annars staðar á landinu. Einn fé-
lagi okkar er búinn að leita fyrir
sér hér í bænum en hann kom alls
staðar að lokuðum dyrum. Á
meðan svo er þá er ekki óeðlilegt
að menn leiti út fyrir bæjarfélag-
ið.
Ásmundur Jónsson.
„Mér finnst það athyglisvert
að þegar smáfækkun á sér
stað á starfsliði hér þá ætlar
allt að ganga af göflunum en
allt í kringum okkur hefur orð-
ið gífurleg fækkun á undan-
förnu ári,“ sagði Gunnar
Ragnars forstjóri Slippstöðv-
arinnar á Akureyri þegar við
settumst niður á skrifstofu
hans til þess að ræða það mál
sem efst hefur verið á baugi í
bænum að undanförnu, upp-
sagnir 60 starfsmanna stöðvar-
innar.
„Það eru ekki frekari uppsagn-
ir á döfinni þótt ég hafi látið hafa
það eftir mér að uppsagnir þess-
ara 60 starfsmanna séu lágmarks-
aðgerðir, ekki að svo stöddu. Við
vorum með hér 318 manns í sept-
ember þegar flest var og sú tala
er komin núna niður í 270. Það er
að vísu að hluta til sumarfólk sem
farið hefur á þessum tíma. Þessar
uppsagnir núna vekja auðvitað
meiri athygli vegna þess að þær
koma allar á einu bretti, en ég tel
að Slippstöðin hafi staðið sig vel
í því að halda út í því ástandi sem
verið hefur. Ég býst við því að
það þurfi um 200 manns til þess
að reka þetta fyrirtæki á núll-
„Annar-
leg
sjónar-
mið ráða“
- segir Johannes
Kárason skipasmiður
- Ég veit ekki af hverju mér
var sagt upp. Ég hef unnið hér
í bráðum tíu ár með sjö mán-
aða hléi og hélt satt að segja að
ég væri í hópi þeirra sem síðast
yrði sagt upp ef til uppsagna
kæmi, sagði Jóhannes Kára-
son, skipasmiður er Dagur
ræddi við hann og félaga hans.
Það var greinilegt að mikil ólga
var meðal skipasmiðanna en af
sjö smiðum sem sagt var upp
störfum voru fimm skipasmiðir.
Jóhannes Kárason.
- Er þetta viðurkenning á því
að nýsmíðar séu að líða undir lok
hjá fyrirtækinu?
- Kannski en við höfum hing-
að til unnið mikið við viðgerðir á
trébátum. Staðreyndin virðist
einfaldlega sú að sumir starfs-
manna hér virðast betur verndað-
ir en aðrir. Margir þeirra sem
skemmstan starfsaldurinn hafa,
fengi ekki uppsagnarbréf og svo
virðist sem mjög annarleg sjón-
armið ráði ferðinni.
- Hvað með atvinnumögu-
leika ykkar hér í bænum?
- Það er ekkert hér að hafa
fyrir trésmiði. Við fáum ekki
vinnu hér í bænum ef uppsagn-
irnar koma til framkvæmda,
sagði Jóhannes Kárason.
„Þetta
leggst
illa
í mig“
- segir Ólafur
Jensson rafvirki
„Ég er auðvitað óánægður
með það að hafa fengið upp-
sagnarbréf,“ sagði Ólafur
Jensson rafvirki sem starfað
hefur í Slippstöðinni frá árinu
1974.
Ólafur hóf þá störf í stöðinni
sem sumarmaður en 1977 fór
hann að læra rafvirkjun og hefur
síðan lært og unnið þar að námi
Ioknu ef frá er talið eitt ár sem
hann vann annars staðar.
„Þetta leggst illa í mig en ætli
það sé nokkuð við þessu að
segja,“ sagði Ólafur. „Mér finnst
hins vegar að það hafi ekki verið
staðið nógu vel að þessum upp-
Ólafur Jensson.
sögnum. Það virðist ekki hafa
verið farið eftir neinu ákveðnu
kerfi og starfsaldur virðist t.d.
ekkert hafa haft að segja.“
- Hvað tekur við hjá þér ef
þessar uppsagnir verða að veru-
leika?
„Ég veit það ekki, en ég hef
ekki trú á því að það sé auðvelt
,að fá vinnu í mínu fagi hér í
bænum. Ég veit heldur ekki
hvort það verður gott að vera
áfram hjá Slippstöðinni þótt upp-
sagnirnar komi ekki til fram-
kvæmda núna, maður virðist þá
vera á svörtum lista ef til upp-
sagna kæmi síðar. Annars bíð ég
fram yfir áramót með að taka
einhverjar ákvarðanir í þessu
efni.“
„Engir atvinnumöguleikar hér“
— segir Freyr Aðalsteinsson járnsmiður
Freyr Aðalsteinsson.
- Það kom mér talsvert á
óvart að ég skyldi vera í hópi
þeirra sem sagt var upp. Ég
lærði hér á sínum tíma og vann
í Slippstöðinni í fímm ár, sagði
Freyr Aðalsteinsson, járn-
srniður.
Að sögn Freys þá hefur hann
nú unnið í Slippstöðinni á þriðja
mánuð, samtals hátt f sex ár og
hann taldi sig því hafa það langan
starfsaldur að atvinnan hefði ekki
átt að vera í hættu, að sinni
a.m.k.
— Ég er auðvitað óánægður og
svo er um fleiri. Ekki minnkar
óánægjan heldur þegar maður sér
allt í kringum sig menn sem eru
nýbyrjaðir og hafa aldrei unnið
hér áður, sem halda vinnunni.
- Ertu hræddur um að upp-
sagnirnar komi til framkvæmda?
- Ég veit ekki. Auðvitað von-
ar maður allt hið besta í lengstu
lög en þetta virðist allt vera svo
vonlaust.
- Hefurðu leitað þér að ann-
arri vinnu?
- Ekki enn sem komið er en
ég hefði ekki efni á að sleppa
vinnu ef mér byðist hún. Jafnvel
þó það væri annars staðar á land-
inu.
- Er erfitt fyrir járnsmiði að
fá vinnu um þessar mundir?
- Það eru a.m.k. engir mögu-
leikar til þess hér í bænum, ef
Slippstöðin bregst. Nú og ef eng-
in vinna fæst hér þá segir það sig
sjálft að maður verður að leita
fyrir sér annars staðar, sagði
Freyr Aðalsteinsson.
punkti en eftir að þessum 60
manns hefur verið sagt upp verða
hér 210-220 manns.“
- Þú hefur sagt að þið forráða-
menn stöðvarinnar séuð með all-
ar klær úti til þess að þessar upp-
sagnir sem koma til framkvæmda
1. mars verði ekki að veruleika.
Hvað þarf að gerast til að svo
verði?
„Ég hef margoft lýst því yfir að
svona stórt fyrirtæki á okkar
mælikvarða er útilokað að reka
skakkafallalaust nema ákveðin
framleiðsla sé kjölfestan í rekstr-
inum og framleiðsla hefur verið
nýsmíði. Nýsmíðar hjá okkur eru
nú á lokastigi og ég sé ekki að við
höldum óbreyttri stöðu nema
eitthvert framhald verði þar á.
Nýsmíðar hafa verið sáralitlar að
undanförnu og verða ekki nema
rétt um 20% af starfseminni á
þessu ári.
Þetta hefur getað gengið vegna
þess að það hefur verið mjög
mikið um viðgerðir. Nú er talað
um það að hætta eigi nýsmíðum
og snúa sér alveg að viðgerðum
vegna þess að sá markaður sé svo
stór og víst er hann það. En þá
tel ég að það sé útilokað annað
en að skapa einhverja festu varð-
andi fjármögnun á þessum við-
gerðum en í dag er ástandið
þannig að það er nánast ekki
hægt að fjármagna þær.
Á undanförnum misserum
hafa útistandandi skuldir okkar
vaxið úr hófi fram vegna þess ein-
faldlega að útgerðaraðilar hafa
verið svo hart keyrðir að þeir
hafa ekki getað gengið frá sínum
málum. Víxlar hafa verið algengt
greiðsluform á þessum viðskipt-
um og það hefur viljað brenna
við að þeir hafa ekki verið
greiddir á réttum gjalddögum.
Þetta ástand þolum við ekki til
lengdar.
Það má líka benda á það að
það eru ekki mörg stór verkefni
á sviði viðgerða eða endurbóta
framundan eins og málið lítur út
í dag. Við erum þó með eitt slíkt
hér við bryggjuna. Það er togari
en það er engin fjárhagsleg
fyrirgreiðsla fyrir hendi til
þess að okkur sé kleift að ráð-
ast í það verkefni. Það má því
segja að það vanti allan gruridvöll
undir þetta. Það er einfaidlega
sú staðreynd sem við stöndum
frammi fyrir og við höfum í
lengstu lög reynt að komast hjá
því að fækka starfsmönnum hér.
En nú stöndum við frammi fyrir
þessum staðreyndum og þá er
ekki um annað að ræða en búast
„Lítið um aðra
vinnu hér“
við hinu versta en vona það besta
og það er það sem við gerum.
Við vonum að það komi eitt-
hvað það fram sem verður til þess
að það verði hægt að halda hér
uppi skipasmíðastöð af þessari
stærðargráðu. Það væri auðvitað
hörmulegt til þess að vita ef við
bærum ekki gæfu til þess að
„Það er ekki komið neitt
ákveðið út úr því enn sem komið
er enda varla við því að búast.
Hins vegar erum við með nokkur
mál í gangi og það gæti komið
eitthvað út úr því á næstunni.“
- Nú hefur það heyrst að
sumir starfsmenn sem fengu upp-
Eitthvað varð hins vegar að gera,
við neyddumst til þess að segja
upp 60 starfsmönnum og þetta
varð útkoman. Hins vegar óska
ég þess að við þurfum ekki að
missa frá okkur þessa góðu
starfsmenn."
- Átt þú von á því að eitthvað
gerist svo þessar uppsagnir verði
ekki að veruleika?
Gunnar Ragnars á skrifstofu sinni.
samning sinn og einnig Iðn-
skólann en eiga eftir að fara í
próf.
„Ég veit ekki hvað maður
gerir, það virðist ekki mikið um
möguleika á að fá vinnu við raf-
virkjun hér í bænum. Ég ætla
suður um jólin og þá reyni ég að
athuga hvernig landið liggur og
tek svo ákvörðun um framhaldið
að því loknu. Ef atvinnuástandið
batnar ekki hérna þá liggur sjálf-
sagt ekkert annað fyrir en að
hugsa sér til hreyfings. Annars
hafði ég ekki hugsað mér að fara
héðan í bráð.“
Hreinsitækí í allar stærðir fiskabiira
Spillers dýrindis dósamatur -
fyrir hunda og ketti
Go-Cat þurrfóður f. ketti 5 bragðteg
Katlit kattarsandurinn sem virkar.
3kg kr. 85,- pk. @ kr. 28,33 pr. kg
i 6kg kr.l65,-pk. @ kr. 27,50 pr.kg
12 kg kr. 295,- pk. @ kr. 24,50 pr. kg
25 kg kr. 550,- pk. @ kr. 22,00 pr, kg
Gerið verð- og
gæðusamanburð.
avara
Verslun Sigurða
(Leikfangamarkaðurip
llafnarstræti 96 Akuri
Guðjón Guðmundsson.
Katlit
Katlit
- segir Guðjón Guðmundsson rafvirkjanemi
„Ég er í sjálfu sér ekkert hissa
á því að hafa fengið uppsagn-
arbréf, ég hef ekki starfað hér
nema í stuttan tíma,“ sagði
Guðjón Guðmundsson sem er
að ljúka námi við rafvirkjun og
starfar hjá Slippstöðinni. Guð-
jón sagðist vera búinn með
- Hefur þú trú á því að þessar
uppsagnir komi til framkvæmda
1. mars?
„Ég veit ekki hvað ég á að
segja, ætli maður verði ekki að
búa sig undir það,“ sagði
Guðjón.
standa þannig að okkar málum
að slíkt sé framkvæmanlegt. Ég
vil benda á það að það er búið að
byggja hér upp mikla reynslu og
þekkingu og það er fokið í öll
skjól þegar gefast á upp.“
- Þið hafið unnið talsvert í
því að leita verkefna erlendis,
hefur það borið einhvern árang-
ur?
sagnarbréf séu mjög óánægðir
vegna þess að þeir telja að ekki
hafi verið farið eftir starfsaldri.
Hvað lá til grundvallar þegar
ákveðið var hverjum væri sagt
upp og hverjum ekki?
„Þetta var erfið ákvörðun og
það er ekkert gamanmál að þurfa
að segja upp góðum starfskröft-
um eins og við þurftum að gera.
„Ég get ekki sagt að ég eigi
beinlínis von á því en ég segi bara
að við munum gera allt sem í
okkar valdi stendur til þess að
svo þurfi ekki að fara. Hitt er
staðreynd að þegar maður hefur
komist yfir eina hindrun í þessum
rekstri hafa bara tvær nýjar blas-
að við í staðinn," sagði Gunnar.