Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALE GULLSMIÐIH , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 18. aprfl 1984 47. tölublað 220 tonn af kvótanum seld til Vestmannaeyja - sem hluti leigugjalds fyrir Álsey VE sem er á rækjuveiðum frá Siglufirði Fyrírtækið Siglfirðingur h.f. á Siglufirði hefur „selt" hluta af aflakvóta togara fyrirtækisins, Siglfirðíngs SI-150 tíl Vest- mannaeyja. Reyndar er ekki um beina sölu að ræða, því þau 220 tonn -110 tonn af þorski - sem fyrirtæki Sigurðar Einars- sonar í Vestmannaeyjum fær frá Siglufirði er hluti af leigu- gjaldi fyrir Álsey frá Vest- mannaeyjum sem nú er komin á rækjuveiðar frá Siglufirði. Þegar ákveðið var að Siglfirð- ingur SI-150 færi í slipp á Akur- eyri þar sem honum yrði breytt í frystitogara var ljóst að 15 manna áhöfn Siglfirðings yrði atvinnu- laus í þá þrjá mánuði sem áætlað er að breyting skipsins taki. Þá var ákveðið að taka á leigu bát frá Vestmannaeyjum og varð að ráði að það yrði Alsey sem fyrir- tæki Sigurðar Einarssonar á. Mun Álsey nú vera komin á rækjuveiðar frá Siglufirði og áhöfnin af Siglfirðingi er á skip- inu til skiptis. Atvinnumálanefnd Siglufjarð- ar barst skeyti frá áhöfn Siglfirð- ings þar sem skorað var á bæjar- yfirvöld að stuðla að því að Álseyin yrði tekin á leigu frá Eyj- um svo skipverjar þyrftu ekki að verða atvinnulausir. Jafnframt barst nefndinni undirskriftalisti frá 117 starfsmönnum í hrað- frystihúsum í bænum þar sem skorað var á yfirvöld að sjá til þess „að sá litli aflakvóti sem Siglufirði hefði verið úthlutaður yrði ekki seldur úr bænum." Lyktir þessa máls urðu þær að atvinnumálanefndin samþykkti að leggja til við bæjarstjórn í þessu sérstaka tilviki að umrædd- ur aflatilflutningur yrði sam- þykktur. Bæjarstjórnin samþykkti þetta, en stjórnarfundur í Verka- lýðsfélaginu Vöku lýsti óánægju sinni með þá samþykkt. Samkvæmt reglugerð um stjórn botnfiskveiða segir um flutninga á aflamagni milli skipa að óheimilt sé nema að fengnu samþykki sjávarútvegsráðuneyt- isins að fenginni umsögn sveitar- stjórnar og stjórnar sjómannafé- lags í viðkomandi verstöð að veita slíka tilflutninga. Samþykki barst frá ráðuneytinu og kom Álsey VE til Siglufjarðar fyrir helgina og er komin á rækjuveið- ar þaðan. gk-. Farþegar með Boeing-þotu Flugleiða stíga frá borði á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær. Alls kom þotan þrisvar sinnum hingað norður í gær. Mynd: KGA. Annríki í innanlandsflugi Flugleiða Fjórðungur farþeganna á leið til Akureyrar „Það er greinilegt að straumurinn liggur til Akur- eyrar sem virðist ætla að verða miðpunktur landsins um páskana, eins og raunar svo oft áður," sagði Sæ- mundur Guðvinsson, frétta- fulltrúi Flugleiða, aðspurður um flutninga félagsins I'yrir bænadagana. „Umferðin til Akureyrar jókst raunar strax um síðustu helgi og verður í hámarki á þriðjudag og miðvikudag, en samtals eiga rúmlega 1.100 farþegar pantað far frá Reykjavík til Akureyrar og eflaust eiga einhverjir eftir að bætast í hópinn," sagði Sæmund- ur. í gær var áætlað að fijúga tvær ferðir til Akureyrar með einni Boeing-vél Flugíeiða, auk þess sem fara átti tvær ferðir með Fokker. í dag eru áætlaðar 7 Fokker-ferðir og fimm á morgun. Á föstudaginn langa er ekkert flogið innanlands á vegum Flug- leiða og sömu sögu er að segja um páskadag, en á laugardag fyrir páska er flogið samkvæmt áætl- un. Á annan í páskum er síðan aðalumferðardagurinn frá Akur- eyri. Þá eru ráðgerðar þrjár ferð- ir með Boeing 727-200, sem tekur 164 farþega, og tvær ferðir með Boeing 727-100, sem tekur 131 farþega. Auk þess verður farin ein ferð með Fokker. Það er svo á valdi veðurguðsins, hvort þessi áætlun stenst. „Fram að páskum hafa hátt í 5.000 manns pantað far með Flugleiðum innanlands, til og frá Reykjavík, og það eru aukaferðir á flesta staði. Lætur því nærri, að fjórðungur farþega Flugleiða í innanlandsfiuginu sé á Ieið til Akureyrar til að eyða þar páska- fríinu," sagði Sæmundur Guð- • vinsson. - GS. Þingmenn: Motmæla skatt- lagningu á mjólk- urvörum -tilaðvegauppafnám skatta á gosdrykkjum Eftir páska munu sjö þing- ménn Framsóknarflokksins leggja fram frumvörp um að aflétt verði álagningu sölu- skatts og vörugjalds á mjólkur- vörum, sem fjármálaráðherra lagði á við upphaf þessa mán- aðar, jafnframt því sem hann felldi niður toUa af ýmsum efn- um tíl gosdrykkjagerðar. Flutningsmenn frumvarpanna geta ekki sætt sig við að við skatt- lagningu séu hollustuvörur úr mjólk og mjólkurafurðum lagðar að jöfnu við munaðar- vörur eins og öl og gosdrykki. Með því að flytja gjaldtöku af gosdrykkjum yfir á mjólkur- drykki sé verið að létta skatta- álögum af þeim sem neyta gos- drykkja t.d. á skemmtistöðum yfir á það fólk sem hefur börn sín í skólum og á dagheimilum, en þessar framleiðsluvörur úr mjólk hafa orðið uppistaðan í skóla- kosti barna. Um er að ræða kakómjólk, jóga og mangó- sopa. Flutningsmenn frumvarpanna verða Páll Pétursson, Guðmund- ur Bjarnason, Stefán Guðmunds- son, Ólafur Þ. Þórðarson, Böðv- ar Bragason, Níels Á. Lund og Valgerður Sverrisdóttir, en tvö þau síðasttöldu sitja sem vara- þingmenn fyrir Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson. - HS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.