Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -18. apríl 1984 Ertu búin(n) að fá þér páskaegg? Bergljót Pálsdóttir: Já, ég keypti númer fimm. Svava Birgisdóttir: Nei, og ég held ég fái mér ekkert. Pétur Hailgrímsson: Nei, og ég ætla ekki aö fá mér páskaegg. Guðrún Eiríksdóttir: Nei, ætli ég fái mér nokkurt, ég læt þá alla vega lítið egg nægja. Ingibjörg Björnsdóttir: Nei, það ætla ég ekki að gera. skíði meðan stend fæturna - Rætt við Svanberg Þórðarson nýbak aðan „öldungameistara" á skíðum „Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið, og þó mað- ur stirðni og snerpan sé ekki sú sama og hjá unglingi, þá er þessi kunnátta alltaf til staðar," sagði Svanberg Þórðarson, nýbakaður ís- landsmeistari elstu „öldung- amia" í svigi og stórsvigi. Öldungamótið fór fram í Hlíðarfjalli um síðustu helgi, eins og við sögðum frá í Degi, og þar var keppt í ýmsum aldursflokkum, rétt eins og hjá yngstu aldurs- hópunum. Yngstu keppend- urnir voru á fyrstu árum fjórða áratugarins, en elsti flokkurinn var fyrir 46 ára og eldri. „Ég er fæddur og uppalinn í Ólafsfirði og þar steig ég fyrst á skíði," sagði Svanberg. „Ég man nú lítið eftir fyrstu skíðaferðinni, en þó man ég að búnaðurinn var ekki merkilegur miðað við það sem gerist nú. Þá gerði maður sér að góðu bindinga, sem saman- stóðu af tábandsól úr leðri og teygju aftur fyrir hælinn. Fyrstu öryggisbindingana í núverandi mynd eignaðist ég ekki fyrr en 1956." - Það var Eysteinn bróðir Svanbergs, sem færði honum bindingana þegar hann kom heim frá vetrarólympíuleikunum 1956, en Eysteinn var lengi einn fremsti skíðamaður landsins og marg- faldur íslandsmeistari í svigi og stórsvigi. Hann býr nú í Banda- ríkjunum. Ármann bróðir Svan- bergs var líka góður skíðamaður, en hann er nú útibússtjóri KEA í Ólafsfirði. Svanberg var spurður um æfingár heima í Ólafsfirði á barnsárunum. „Við bjuggum á Þórodds- stöðum, sem eru skammt fyrir innan kaupstaðinn í Ólafsfirði. Þá var ég mest í stökkinu, því í fyrstu snjóum gerði venjulega myndarlegan skafl rétt við bæjar- vegginn, þar sem var sjálfgerð 15-20 m stökkbrekka. Þarna lék maður sér öllum stuhdum og helstu kennarar mínir voru bræður mínir, Ármann og Ey- steinn. En þó stökkið væri vin- sælla, sennilega vegna þess að það var fyrirhafnarminna fyrir okkur að æfa það, þá lögðum við stund á alpagreinarnar líka." - Þegar Svanberg var 15 ára gamall flutti hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hóf skíðaæfingar með ÍR. Hann var spurður um fyrsta landsmótið. „Fyrsta landsmótið sem ég tók þátt í sem fullgildur keppandi var á Akureyri 1955. Ég varð 17 ára gamall daginn sem keppt var í bruninu og það þótti glannaleg braut. Ég minnist þess að talað var um að skíðamennirnir næðu yfir 100 km hraða í bröttustu brekkunum. Upphaf brautarinn- ar var við rætur Vindheimajökuls og markið var sunnan og neðan við Ásgarð, sem var skáli Gagn- fræðaskólans og stóð á svipuðum stað og stökkbrautin er núna. Þetta var í rauninni stórhættu- legt, því þá voru ekki troðarar, en keppendur tróðu mjóar braut- ir og voru því oft orðnir þreyttir þegar að keppninni kom. En ef við lentum út úr þessum troðnu slóðum, þá gat farið illa. Og það fór líka illa fyrir mörgum skíða- manninum, sérstaklega í brun- inu, enda var það aflagt sem keppnisgrein á skíðalandsmótum 1961." - Hvernig gekk þér á þessu fyrsta landsmóti? „Ég hafði það af að standa brautina j bruninu og varð 10. í röðinni. í sviginu gekk mér einn- ig sæmilega og þar hafnaði ég í áttunda sæti. En það gekk ekki eins vel í stórsviginu. Þar var keppninni hagað þannig, að keppendur voru ræstir með hálfr- ar mínútu millibili, sem þótti nú ekki sniðugt fyrirkomulag, og það ekki að ástæðulausu. Nú, ég náði næsta manni á undan mér í brekkunni fyrir ofan Ásgarð og ætlaði fram úr honum, en þá tókst mér ekki betur til en svo, að ég lenti út í ótroðinn snjó og stakkst á hausinn. Þar með var draumurinn búinn." - Varstu þá hættur í stökkinu? „Já, ég var hættur að æfa stökk, en hins vegar keppti ég fyrir ÍR í stökki í flokki 17-19 ára í þrjú ár og varð íslandsmeistari Svanberg Þórðarson. öll árin. Það leit nú ekki vel út á fyrsta mótinu, því þá hafði ég ekkert æft og þar að auki hafði ég aldrei stigið á alvöru stökkskíði. Ég fékk þrjú prufustökk. í því fyrsta réði ég ekkert við skíðin, endarnir slógust upp í brjóst á mér og ég húrraði niður á rassinn. Þá var ég ákveðinn í að hætta þessu, en félagar mínir töldu í mig kjark. Það varð til þess að ég hélt áfram og náði loks góðu stökki í síðustu tilraun og stóð uppi sem íslandsmeistari. 1961 flutti ég síðan til Ólafs- fjarðar aftur og þá tók ég upp stökkæfingar á ný. Eftir það varð ég íslandsmeistari í tvígang, á ísafirði 1966 og Siglufirði 1967." - Hvers vegna fluttir þú til Ól- afsfjarðar aftur? „Þá var ég búinn að læra húsa- smíði og mér bauðst starf við að innrétta félagsheimilið Tjarnar- borg og tók því. Þá var ég líka kominn með fjölskyldu, konan mín er Anna Halldórsdóttir, og hún er einnig Ólafsfirðingur. Við vildum gjarnan setjast að heima í Ólafsfirði og þar bjuggum við til 1969, en þá fluttum við til Akur- eyrar." - Þú varst sigursæll í stökkinu, en náðir þú aldrei að verða ís- landsmeistari í alpagreinum? „Nei, það tókst aldrei, eri mig minnir að ég hafi í fimmgang ver- ið í 2. sæti í svigi og oft var ég í 2.-3. sæti í stórsvigi á lands- mótum. Og ég minnist þess í tvígang, að ég var með bestan brautartíma eftir fyrri ferð, en í bæði skiptin missti ég íslands- meistaratitilinn frá mér. Ég hafði líka erfiða andstæðinga; Eysteinn bróðir, Kristinn Benediktsson og Jóhann Vilbergsson voru mér erfiðastir, þeir áttu alltaf eitthvað eftir." - Var þá ekki kærkomið að verða íslandsmeistari nú? „Jú, það er alltaf gaman að sigra og ég sagði við Jóhann Vil- bergsson eftir mótið, að ég hefði verið orðinn hræddur um að ná ekki að sigra hann fyrir fimmtugt. En það tókst loksins þegar við báðir erum komnir á gamals aldur!" - Hefur þú enn jafn gaman af skíðaíþróttinni? „Já, ég held áfram að stunda skíði á meðan ég get staðið í fæt- urna. Þetta er holj og skemmtileg íþrótt, hvört heldur sem menn sfunda alpagreinar eða göngu. Raunar var það haft á orði í öld- ungamótinu um daginn, að við værum eins og unglömb uppi í startinu, en þegar í markið kæmi þyrftum við helst að styðjast við staf. En það er ekki aðalatriðið að sigra á þessum mótum. Meg- intilgangurinn er að gefa gömlum félögum og keppinautum tæki- færi til að hittast, reyna með sér einu sinni enn, og rifja upp gaml- ar minningar. Aðalatriðið er sem sé að bregða á leik, þó gaman sé að standa sig vel, enda hefur ver- ið góð stemmning á þessum mótum. Auk þess eru þau hvati til að við gamlingjarnir höldum áfram að stunda skíðaíþróttina, sem er gott meðal til að halda í lífsþróttinn," sagði Svanberg Þórðarson í lok samtalsins.- GS. Mikil sorg á heimilinu - Algengt að reiðhjólum sé stolið frá Barnaskóla Akureyrar Marý Hörgdal skrifar: Það hafa verið mikil brögð að því, að hjólum hefur verið stolið frá Barnaskóla Akureyrar. Sonur minn, sem er 10 ára, varð fyrir slíkum þjófnaði fyrir stuttu, og að vonum hefur verið mikil sorg á heimilinu. Ég vil ekki trúa því, að enginn verði var við þessi hjól. Því vil ég biðja alla að athuga málíð og koma vanskilahjólum til lögréglunnar. Hjólið sem mig vantar er grátt, frekar lítið, af gerðinni Winther. Ef einhver verður var við slíkt hjól, þá yrði ég þeim afar þakklát ef sá vildi hringja í mig. Síminn er 23886. Fundarlaun verða greidd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.