Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 19

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 19
18. apríl 1984 - DAGUR -19 Kardemommubœrinn — og aukasýning á „Súkkulaði handa Silju" Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner hefur verið sýndur við miklar vinsældir að undanförnu í Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikstjóri er Theodór Júlíusson, en í helstu hlutverkum eru Sunna Borg, Þráinn Karlsson, Bjarni Ingva- son og Gestur E. Jónasson. Auk þeirra koma fram í sýn- ingunni margir íbúar Karde- mommubæjar; karlar, konur, börn, hundar, kettir, asni og kameldýr, svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdri 11 manna hljómsveit sem sér um undir- leikinn með mikilli prýði undir I styrkri stjórn Roars Kvam. I Næsta sýning er á morgun, skírdag, og hefst hún kl. 15.00. St'ðan verður sýning á annan í páskum kl. 17.00. Á morgun verður aukasýning á Súkkulaði handa Silju í Sjall- anum og hefst hún kl. 20.00. i Þetta er allra síðasta sýning á „Súkkulaðinu". Safnarar með sýn- ingu á Dalvík Úr sýningu L.A. á Kardemommubænum. f tilefni af 10 ára afmæli Dal- víkurbæjar sem var 10. apríl sl. verður efnt til fjölbreyttrar sýningar á vegum AKKA, fé- lags safnara á Dalvík, Ár- skógsströnd og í Svarfaðardal. Sýningin verður í Dalvíkur- skóla dagana 21.-23. apríl. Sýningarefnið verður margs konar s.s. frímerki, póstkort, skömmtunarseðlar, tímarit og fleira. Á sýningunni verða til sölu sérprentuð númeruð um- slög með afmælisstimpli Dal- víkurbæjar. Sýningin verður ópin frá 14-22 alla sýningar- dagana og aðgangur er ókeyp- Boltinn fer að rúlla Fyrsti knattspyrnuleikur sumarsins á Akureyri verður háður á Sana-vellinum á2. dag páska kl. 16 og leika þá Þór og Bikarkeppni KRA: Fyrsti leikurinn verður um páskana Vaskur fyrsta leikinn í hinu ár- lega Bikarmóti Knattspyrnu- ráðs Akureyrar. Þetta miðast að sjálfsögðu við það að hægt verði að leika knattspyrnu vegna veðurs og vallarskilyrða. Þriðja liðið í keppninni er KA sem þessa dagana er í æfingabúðum í Ipswich í Englandi. Er áform- að að KA leiki gegn Vaski 1. maí og síðan gegn Þór 6. maí. Tónleikar að Breiðamýri Tónleikar verða haldnir að Breiðumýri í Reykjadal þriðjudaginn 24. apríl kl. 21.00. Þar flytja Kristinn örn Kristinsson, píanóleikari, Lilja Hjaltadóttir, fiðluleikari og Þuríður Baldursdóttir, alt- söngkona, fjölbreytta efnisskrá eftir ýmsa höfunda, innlend og erlend sönglög og fiðlutónlist . m,a. eftir Kreisler, Mozart og Jón Nordal. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, en ókeypis er fyrir börn innan 12 ára aldurs. Einnig fær skólafólk afslátt af miðaverði. Öm Magnússon. Píanóton- leikar í Ólafsfirði Á mánudaginn annan í pásk- um heldur Örn Magnússon píanótónleika í Tjarnarborg Ólafsfirði. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Scarl- atti og Chopin. Tónleikarnir hefiast kl 17. Á undanförnum árum hefur Örn verið við nám í píanóleik erlendis og nú síðast í Berlín hjá þekktum rússneskum píanóleikara, Irinu Möwius. Við hvetjum fólk til að fjöl- menna á tónleika þessa unga píanóleikara. Myndhópurinn sýnir á Akureyri Myndhópurinn efnir til páska- samsýningar í sal Myndlista- skólans á Akureyri. Þetta er fimmta samsýning Myndhóps- ins. Á félagsfundi í febrúar síð- astliðnum var ákveðið að jafnhliða samsýningu skyldi haldin minningarsýning á verkum Elísabetar Geir- mundsdóttur, en á þessu ári eru 25 ár frá því að hún lést. Og gætu slíkar sýningar orðið í framtíðinni. Félagar í Myndhópnum sem sýna að þessu sinni eru: Alice Sigurðsson, Aðalsteinn Vestmann, Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, Hörður Jörundsson, Iðunn Ágústs- dóttir, Ruth Hansen og Sig- urður Aðalsteinsson. Sýningin verður opnuð á skírdag kl. 16. Opin daglega kl. 16-22 og lýkur annan dag páska. Borgarbíó: Hmjhinn flýgur Páskamyndin í Borgarbíói á Akureyri verður íslenska myndin „Hrafninn flýgur", sem verður fyrst sýnd í bíóinu á 2. dag páska, og þá kl. 3, 5 og9. í dag sýnir Borgarbíó Rocky III kl. 5 og Porky's kl. 9. A morgun skírdag er sýning kl. 3 á Grease II, Rocky III er kl. 5 í síðasta skipti og Porky's kl. 9. Hlíðarfjall Skíðamót Flugleiða verður háð í Hlíðarfjalli um páskana en þetta mót hefur verið ár- legur viðburður undanfarin ár. Mótið hefst á föstudag kl. 10 með keppni í svigi fyrir 16 ára og yngri, og á páskadag verður keppt í göngu kl. 14.30. Ivar Sigmundsson í Hlíðar- fjalli tjáði Degi að lyfturnar í Fjallinu yrðu opnar fyrir al- menning alla hátíðardagana frá kl. 9-18. Ferðir verða úr bænum kl. 9, 10, 11, 12.30, 13.30 og 14.30 og til baka frá Skíðastöðum hálftíma síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.