Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 20

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 20
ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA ÍM M <o o> s "35 Búsetar láta steinsteypuna ekki sliga sig - 139 stofnfélagar á Akureyri 139 manns gerðust stofnfé- lagar í Húsnæðissamvinnu- félaginu Búseta á Akureyri, en frestur til þess rann út 15. apríl. Á næstunni verða sendir út gíróseðlar fyrir 500 króna stofhgjaldi og þeir sem hafa greitt það fyrir 2. maí verða fullgildir félagar þegar númeraröð verður dregin út, samkvæmt upplýs- ingum Jóns Arnþórssonar, formanns félagsins. Auk Jóns í stjórn félagsins eru: Gylfi Guðmarsson varaformað- ur, Björn Snæbjörnsson gjald- keri, Jón B. Pálsson ritari og Halldóra Jóhannsdóttir spjald- skrárritari. í varastjórn eru Jón- ína Pálsdóttir, Jakob Björnsson og Bjarni Reykjalín. „Búseti er óskabarn síns tíma á íslandi, þegar unga fólkið og raunar fólk á öllum aldri hættir að líta á húsnæði eins og lausa- fjármuni, sem geti gengið kaup- um og sölum. Það afþakkar eignarétt steinsteypunnar, sem því miður hefur sligað margan manninn. Þess í stað kýs þetta fólk íbúðaröryggi á viðráðan- legum kjörum og greiðir húsa- leigureikninginn eins og hvern annan síma- eða rafmagnsreikn- ing. Með þessum hætti á fólkið fleiri kosti til lífsfyllingar," sagði Jón Arnþórsson um megintilgang Búseta. - GS. Aösókn að hótelum um páskana: „Allt undir veðri komið" - segir Auður Gunnarsdóttir á Húsavík Greinilegt er að hótelstjórar á Norðurlandi eru uggandi um að þeir gestir sem eiga pantað um páskana muni ekki skila sér, og er það að sjálfsögðu veðurútlitið sem spilar þar mest inn í. „Það er allt upppantað hjá okkur ef allir skila sér," sagði Haraldur Sigurðsson hótelstjóri á Hótel Akureyri er við ræddum við hann. „Reyndar var allt upp- pantað í fyrra einnig en þá skiluðu sér ekki nema 5-6 manns svo maður er við öllu búinn núna," bætti Haraldur við. „Það er talsvert bókað hjá okkur, ég reikna með um 30 manns, en það er allt undir veðr- inu komið hvort dæmið gengur upp," sagði Auður Gunnarsdótt- ir hótelstjóri á Hótel Húsavík. „Við eigum von á flestu af þessu fólki á miðvikudag og ef ekki gef- ur til flugs þá er hætt við að þetta verði dapurt hjá okkur. Við verð- um bara að vona að veðrið verði gott." „Það er nokkuð vel bókað hjá okkur," sagði Kristján E. Jónas- son hótelstjóri á Hótel KEA. „Það er helst að það sé ekki bók- að í eins manns herbergin en ef i allir skila sér reikna ég með að' við verðum með um 75% nýtingu hér um páskana. En það er nokk- ur hreyfing á þessu, sumir eru að afpanta og aðrir þá að láta bóka sig í staðinn." gk-. Heldur virtist tíðindalítið að Skíðastöðum í HUðafjalli í gær, en væntanlega er það aðeins lognið á undan skíða- mannastorminum. Mynd: KGA. Fyrsta fjölbýlishúsið á Dalvík: Tréverk hf. með lægsta tilboðið Tréverk h.f. á Dalvík var með lægsta tilboðið í byggingu 8 íbúða fjölbýlishúss á Dalvík, á vegum stjórnar Verkamanna- bústaða í bænum, en tilboð þessi voru opnuð á mánudag. Grunnur hússins hefur þegar verið steyptur en útboðið miðað- ist við að verktaki skilaði húsinu fullbúnu. Á það að vera fokhelt 1. október, 2 fbúðir og sameign eiga að vera tilbúnar 1. maí en fram- haldið er háð fjárveitingu til verksins. Kostnaðaráætlun var upp á rúmlega 12,1 milljón króna og í verkið bárust 6 tilboð frá verk- tökum í Eyjafirði. Tilboð Tré- verks var rétt rúmlega 10 milljón- ir eða 82,88%, Tréver h.f. í Ólafsfirði var með tæpar 12 millj- ónir, Ýr á Akureyri með um 10,9 milljónir, Híbýli h.f. Akureyri með rúmar 11 milljónir, Aðalgeir og Viðar Akureyri með rúmar 11,4 milljónir og hæsta tilboðið var frá Þverás h.f. á Dalvík upp á 12,3 milljónir. Að sögn Sveinbjörns Stein- grímssonar bæjarverkfræðings á Dalvík er að vænta ákvörðunar um hvaða tilboði verður tekið strax eftir páskana, en hann sagði að allt benti til þess að lægsta til- boðinu yrði tekið og Tréverk h.f. myndi verða verktaki að bygg- ingu þessa fyrsta fjölbýlishúss á Dalvík. gk-. Veður í dag og á morgun er reiknað með hægviðrí norðanlands, en á morgun er reiknað með slyddu öðru hvoru, samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar í morgun. A föstudaginn er síð- an reiknað með austanátt og norðaustanátt í framhaldi af henni, sem leiðir að öllum lik- indum til snjókomu og kóln- andi veðurs. Þó er ekki reiknað með miklu frosti. Á laugardag- inn er spáð áframhaldandi norðaustanátt, en lengra náði veðurspáin ekki í morgun. En við hjá Degi spáðum í spil og útkoman varð sól og blíða á páskadag! • I stað gjaldeyris Skipverjar af sovéska rækju- flutningaskipinu sem er í höfn á Akureyri settu nokk- urn svip á bæjarlífið í miðbæ Akureyrar í gær. Hópur þeirra vár á stjái þar og skáru þeir sig nokkuð úr fjöldanum sak- ir klæðaburðar og framkomu. Voru þeir hálf læðupokalegir enda í „bisness". Gerðu þeir nokkuð af þvf að lauma sér inn í verslanir og tóku þá upp úr poka sínum eða buxna- streng sígarettur og vodka og vildu greinilega hafa vöru- skipti. Ekki er gott að ræða við þessa kappa, enda orða- forði þeirra af skornum skammti eins og gjaldeyrir- inn. En þetta athæfi þeirra hlýtur að flokkast undir GÉM sjálfsbjargarviðleitni í er- lendri höfn. # ívar er óvinsæll ívar Sigmundsson Hlíðar- fjallsstjóri kom í viðtal hjá RÚVAK á dögunum og pant- aði „snjóþyngsta apríl í manna minnum". Ekki hafði þetta viðtal fyrr verið sent út en það tók að snjóa og blása köldum vindum um Akureyri og Hlíðarfjall en vikumar á undan hafði verið sannkallað vorveður á Akureyri. Margir blótuðu ívari fyrir þessa „pöntun" og þeir sem verst tóku þetta upp óskuðu þess að allt myndi fara á kaf í Hlíð- arfjalli svo ófært yrði þangað uppeftir og ekkert hægt að aðhafast þar. ívar var f margra huga óvinsæll mjög en sjálfur hefur hann mjög gaman af þessu öllu og fagn- ar páskum með nægan skíðasnjó fyrir sig og sína. # Sjónvarpið „Ég verð að segja alveg eins og er að það hvarfíar að mér í fyrsta skipti að fá mér vídeótæki á leigu," sagði einn kunningi S&S er hann renndi augum yfir dagskrá sjónvarpsins um páskana. Þessi dagskrá er sannast sagna ekki mjög áhugavekj- andi fyrir allan þorra fólks - fullyrðing sem hægt væri að sanna með skoðanakönnun - enda hátíðarsvipurinn á henni yfirþyrmandi. Virðast þeir sem settu þessa dagskrá saman hafa gefið sér það að landsmenn ætlí að sitja með helgisvip alla pásk- ana og að bros megi ekki sjást á einu einasta andliti. En þeir hinir sömu ættu að kynna sér aðsókn lands- manna í vídeóleigurnar þessa dagana. Reyndar hafa sést auglýsingar frá vídeó- leigum þar sem þær hvetja fólk til þess að kynna sér dagskrá sjónvarpsins (!) og þarf ekki að fara mörgum orðum um hvers vegna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.