Dagur - 25.05.1984, Síða 6
6-DAGUR-25. maí 1984
Togarar, flutn ingaskip
og alvopnað varðskip
— sigldu hraðbyri á Leirutjörninni í Innbænum á Akureyri sl. mánudag
„Ég er búinn að kenna
í Barnaskóla Akureyr-
ar í um 20 ár, og flest
vorin höfum við farið
hingað til að
sigla, “sagði Karl
Hjaltason hand-
menntakennari við
Barnaskóla Akureyrar
er við hittum hann við
tjörnina í Innbœnum á
Akureyri s.l. mánu-
dag. Karl var ekki
aldeilis einnáferð, því
hvarvetna umhverfis
tjörnina iðaði allt af
lífi.
Flestir drengjanna höföu haft með
sér skip á staðinn og í ljós kom að
sjálfir höfðu drengirnir smíðað þessi
skip undir handleiðslu Karls. Og
þarna flutu þau, togarar, seglskip,
flutningaskip máluð í litum Eim-
skipafélagsins og Karl sjálfur var
með varðskip eitt mikið og fagurt.
„Þessi skip eru búin til úr dósaefni
sem er klippt og lóðað saman og það
má segja að þetta sé ekki mikill vandi
og krakkarinr virðast hafa gaman af
þessu. Að minnsta kosti sé ég ekki
betur en að það sé allur skólinn
hérna í dag,“ sagði Karl.
,/Etla í flugið“
„Flugvélarnar eru skemmtilegri,"
sagði Porvaldur L. Sigurjónsson sem
sprangaði um með skipið sitt. „Pað
er meiri vinna við að búa þær til sem
gerir það að verkum að það er
skemmtilegra að eiga við þær. Tré-
verkið er skemmtilegt," bætti For-
valdur við. Ætlar hann að verða
trésmiður?
„Nei, það er löngu ákveðið mál að
ég verð flugmaður, það hefur verið
ásetningur minn síðan ég var smá-
gutti.“
„Það er svolítið erfitt að búa til
þessi skip,“ sagði félagi Þorvaldar,
Sverrir Gestsson. „Ég læt alveg vera
hvað það var skemmtilegt enda er al-
veg grautfúlt að læra, sama hvað það
er.“
Tryggvi Tryggvason sagði að gerð
skipsins sem hann var með hefði ver-
ið nokkuð erfið. „Það þarf að lóða og
svoleiðis með tini. Nei, ég er ekki
með fjarstýringu á mínu skipi, ekki
ennþá,“ sagði Tryggvi.
Stelpurnar voru greinilega í
minnihluta þarna á tjarnarbakkan-
3um, enda skýring til á því. Bæði er,
að þær hafa ekki búið sér til skip, og
eins var að ofan við tjörnina á gras-
balanum voru þær í óða önn að
hlaupa í skarðið. Það er því óhætt að
segja að það hafi verið líf og fjör hjá
nemendum Barnaskóla Akureyrar
s.l. mánudag, það leyndi sér ekki.
gk--
Karl Hjaltason kennari með varðskipið myndarlega.
Vinirnir Þorvaldur og Sverrir með bátana sína.
Karl ásamt nokkrum strákanna, allir með báta sína og skip og svo sannarlega glæsilegur floti saman kominn.
Stclpurnar skemmtu sér við að „hlaupa í skarðiö"