Dagur - 25.05.1984, Side 7

Dagur - 25.05.1984, Side 7
25. maí 1984-DAGUR-7 - Gunnar Haraldsson. - Já, það er hann. - Sæll sértu, Gísli Sigur- geirsson hjá Degi hérna megin. - Já, blessaður vinur, ég þekki þig, þú ert himnalengja úr Innbænum. Þaö er allt gott sem þaðan kemur. - Það má vera, en ég var að frétta að þú værir að flytja bfla- söluna þína í nýtt húsnæði. - Já, það er engin lýgi, og hún verður sko ekkert slor; flottasta bílasala norðan Alpa- fjalla og þótt víðar væri leitað. Þar get ég haft bílana inni á 500 fermetra gólffleti og auk þess verða stór bílastæði utan dyra. Þeir verða ekki sviknir sem þangað leita. - Hvenær byrjaðir þú með bílasölu? - Það eru fimmtán ár síðan í ár, þá stofnaði ég bílasölu í Hafnarstræti 86, þar sem Versl- un Eyjafjörður var áður til húsa. En það er ennþá lengra síðan ég byrjaði í braskinu, ætli það séu ekki ein þrjátíu og fimm ár síð- an það gerðist. Þá keypti ég Chevrolet, stóran og fínan, sem upphaflega var fluttur inn handa Villa Þór. Ég keypti hann á tíu þúsund krónur árið 1948 eða 9. Ólafur Thorarensen, banka- stjóri, lánaði mér fyrir honum eins og skot. Það var vegna þess að við vorum báðir Innbæingar. - Áttir þú þennan bíl lengi? - Nei, ég átti hann ekki nema í nokkrar vikur, þá hafði ég skipti við Kobba Snorra múrara. - Græddirðu eitthvað á fyrstu kaupunum? - Jaaa, ég er ekki frá því að ég hafi haft eitthvað út úr því. Bíddu aðeins. . . (Strákar vilj- iði reyna að hunskast uppeftir og reyna að gera eitthvað; við opnum aldrei á laugardaginn ef þið hangið hér) . . .Fyrirgefðu, maður verður að reka þessa hvolpa áfram, þeir vilja helst hanga allan daginn þessir and- skotar og gera ekki neitt. - Hvernig stóð á því að þú fórst út í bílasöluna? - Það var nú aðallega vegna þess að ég var alltaf að diepast í bakinu, þannig að ég varð að finna mér eitthvert starf sem reyndi ekki á bakið. Ég hefði sennilega ekki hætt í útgerðinni ef bakið hefði staðið sig. ,Ég er búinn cið vera í braskinu í .u rúm 35 éir' - Gunnar Haraldsson „Sót“ á línunni - Hvað varstu lengi í útgerð- inni? - Ég held ég hafi keypt fyrsta bátinn þegar ég var fimmtán ára og síðan er ég búinn að eiga þá marga. Við vorum á skaki hérna í firðinum og víðar, en þar að auki vorum við á síld og ekki má gleyma loðnunni. - Þú varst oftast með trilluút- gerð, en fóruð þið einhvern tíma út fyrir fjarðarmynnið í róðra? - Já, já, oft og mörgum sinnum. Þá sigldum við þar til öll fjöll voru komin í kaf - og klukkutíma betur. - Eitthvað varstu að dunda við að selja fisk í sveitirnar? - Já vinur, við fórum akandi allt austur í Axarfjörð og vestur í Vatnsdal og keyrðum heim á hvern einasta bæ til að selja fisk. Þessi þjónusta var vel þegin af sveitafólkinu og allir græddu. - Hvernig stendur á ættar- nafninu „Sót“, þú þekkist vart undir öðru nafni en „Gunni Sót“. Þar af leiðandi halda margir að þetta sé ættarnafn og nefna börnin þín „Sót“ að eftir- nafni, Harrý Sót, Raggi Sót og svo framvegis. - Já, já, og svo á ég einn lít- inn alnafna, vinur, og þeir gerðu nú svo vel við hann, að semja um hann heila óperu, sem meira að segja hefur verið sýnd í Reykjavík, nefnilega „Litli sót- arinn“!. Nei, í alvöru talað, þetta kom þannig til, að ég var einn af sóturum bæjarins í þrjá eða fjóra vetur. Ég tók þetta svona með öðru, því þá var lítið að gera í þessum bæ. Þetta var ágætisdjobb, en við vorum í mismunandi formi við þessi verk. Ég var ekki lofthræddur, en það kom samt fyrir að við fengum okkur snafs svona til að gefa okkur styrk til að halda þetta út. Einu sinni gerði ég ljótu glor- íuna, drengur. Þá var ég að sóta hjá Kr. gamla Kristjánssyni. Þá festist helvítis sokkurinn og ég hélt að hann hefði krækst í eitt- hvert rör í reykháfnum. En það var nú öðru nær, því hann var kominn í arininn hjá frúnni. En ég hélt áfram að djöflast á spott- anum, þannig að sótið fór um alla stofuna og eyðilagði þetta fína teppi, maður, og dýrar mublur. Það var allt í steik í húsinu, en af því að hún var nú mikil vinkona mín, konan hans Kr. þá fór hún nú ekki til bæjar- stjórans að kæra mig. - Hvernig erað vera bílasali? - Það var gaman hér á árum áður, þegar allir bílar seldust og menn áttu peninga. Ef það kom ætur bíll inn þá seldist hann í hvelli. En nú er nóg til af bílum og salan er þyngri og það er minna af peningum í umferð. Sú var tíðin að menn gátu fengið peninga, þá var ekki þetta hel- vítis skuldabréfa djöfulsins rugl eins og er í dag. Ha. - Er þá jafnvel hægt að fá bíla án útborgunar? - Já, já það er til og það eru jafnvel dæmi um skuldabréf upp í eitt til tvö ár. Það fer eftir því hvaða aðilar eiga hlut að máli sko. - Hvernig bílar seljast mest í dag? - Það er mesta salan í japanska dóti maður, en stóru drekarnir eru löngu búnir að vera. - Verður kokteill á laugar- daginn? - Heyrðu vinur, við skulum nú tala um þetta okkar á milli. - GS Q Q Q Q Q Q Q Q Q Föstudagur Frábært fjör í H-100. Tvö diskótek halda uppi stuðinu. Tommi og Arnar renna í gegn nýjustu plötunum. Topp 10 listinn valinn. Laugardagur 26. maí: Allir mæta á Baukinn í hádeginu og sjá Ásgeir Sigurvinsson og félaga leika í beinni útsendingu við Hamburger. Rosafjör um kvöldið. Balli og Arnar stjórna tveimur ferskustu diskótekunum í bænum. Sunnudagur 27. maí: Við kynnum lögin úr kvikmyndinni Footloose um leið og við skorum á Borgarbíó að taka hana til sýningar sem fyrst. Miðvikudagur 30. maí: Baukurinn opnaður kl. 18.00. Tilvalið að horfa á leik Liverpool og Roma f beinu útsendingunni yfir ölkollu. Baukurinn er opinn kl. 12.00-14.30 um helgar og alla daga frá kl. 18.00. " H-100 - staður þeirra sem eru ákveðnir í að skemmta sér. QQQQQQ Q Q Q Q o Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Félagsfundur samtaka um kvennaathvarf á Norðurlandi verður haldinn í Gagnfræðaskóla Akureyrar 20. maí kl. 20.30. Framkvæmdanefnd býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 26. maí Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Casablanca leikur fyrir dansi til ki. 02.00. Verið velkomin. HOTEL KEA Borðapantanir teknar t sima 22200. AKUREYRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.