Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 9
25. maí 1984-DAGUR-9 Kristján frá Djúpalæk skrifar Hinn mikli bjartsýnismaöur Guö- laugur í Karnabæ ætlar að fara að opna „stjörnuspekimiðstöð“ við Laugaveginn. Við eigum að geta gengið þarna inn og fengið að vita allt um okkur sjálf og fram- tíð okkar. Fyrst gefum við stjörnuspeki- miðstöðinni upp nákvæmlega fæðingarstund og -stað, tölva möndlar svo upplýsingar okkar til og við fáum klárt og kvitt hvernig innviðir okkar eru, hvað fyrir okkur liggur og hvernig við eigum að haga okkur framvegis. Hér er um mjög merka fram- kvæmd að ræða. Furðulegt að slík stofnun skuli ekki löngu risin, t.d. á vegum kirkjunnar. Mætti þá margt betur hafa farið, „á lífi og sálu“. Að vísu hafa blöðin séð okkur fyrir daglegum stjörnuspám; en þær eru ekki tölvuunnar og vart hundrað prós- ent nákvæmar - forritin kannski heldur ekki nógu traust. Fó hefur oft hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að krefjast skaðabóta af blaði mínu vegna rangra spádóma í krabbamerki suma daga. Blaðið mitt er ábyrg- ur fjölmiðill sem ég hlýt að taka trúanlegan. Svo les ég kannski að morgni að í dag eigi ég að hljóta mikinn fjárhagslegan vinning, verða frægur fyrir merkilega upp- götvun og njóta að kveldi sér- staks atlætis fegurðardísar: Ég hætti því illa launaðri vinnu, þar eð fjárvon er fyrir höndum, hugsa í mig höfuðverk um tækni- lega nýjung og bíð i ofvæni fram á nótt eftir fegurðardísinni. En hvað gerist? í stað peningasend- ingar fæ ég rukkun frá heimilis- tryggingum og hitaveitu, stein- Spáð í stjömur gleymi skáldlegri hugsun frá í nótt; og í stað fegurðardísar í ást- arhug birtist kerlingarskrukka undir kvöld sem vill troða upp á mig happdrættismiða nýs félags til verndar meydómi. Sem sagt; allur spádómurinn svik og lygi og ég má þola skömm og skaða bótalaust. Því hlýt ég að beina þeirri fyrirspurn til Líndals þjóðarlög- fræðings hvort blað mitt sé ekki skaðabótaskylt vegna svikinna fyrirheita. Það er hvergi tekið fram að blaðið beri ekki ábyrgð á sanngildi spárinnar. Raunabætur Stjörnuspekimiðstöðin verður ailt önnur. Þar vinnur tölvan sjálf. Betur hefði stofnunin verið komin fyrr. Hugsum okkur bara ef Albert, bóndi á ríkisbúinu, hefði getað labbað sig inn á Laugaveg 66 þegar hann fór að huga að ásetningi síðastliðið haust og fengið þar upp hve margt fé hann mætti setja á vetur, skv. þeim baggafjölda er hann ætti í hlöðu. Þá hefði hann ekki verið orðinn heylaus um áramót og séð fyrir sér hlöðuna sem eitt heljarstórt gat eða gímald. Spáin hefði sagt: Þú átt þetta mikinn heyforða í hlöðunni og þetta mikinn fóðurbæti. Þú getur sparað þetta marga bagga með skynsamlegri beit. - Hann hefði óðar skorið af fóðrum, nýtt að fullu útbeit, jafnvel staðið yfir með tíkina í útsynningi meðan nokkrar snapir voru - og allt hefði bjargast fram á græn grös. En það var engin stjörnuspá: Albert bóndi heylaus um jól og ríkisbúið sá fyrir horfelli. Því varð bóndi að labba fyrir dyr okkar, hvers „smábónda“, og biðja (og hóta) að fá nú tuggu í poka af okkar litlu heybirgðum. Heyupptöku hjá „smábændum" lauk með illum afleiðingum er síðasta hækkun landbúnaðarvara var kynnt. En stjörnuspástöð hefði einnig getað bent þessum vini litla mannsins, „smábóndans" svo að við höldum líkingunni, á að enn stendur „gamla heyið“ óhreyft. Brandur á Hóli er enn á dögum meðal vor og vappar kringum kleggjann sinn. En samúð þeirra er nú ráða ríkjum virðist öll með Brandi. Stjörnurnar virðast hafa raðast lánlegar upp í „hús“ við fæðingu hans en okkar. Fjallkonan Svo var það dag einn að Fjallkon- an íslenska skrýddist svörtum samfestingi niðurmjóum og labb- aði sig inn á stjörnuspástofuna að forvitnast um framtíð sína og barna sinna. Eftir að hafa stungið viðeig- andi forriti í tölvuna fékk hún svörin: Sjálf máttu kannski búast við nauðgun bráðlega, án bóta, og skaltu varast öngstrætin - en börn þín munu pluma sig. 90% þeirra ganga menntaveginn og vinna þvt ekki með blautar hendur, 10% verða í dreifbýlinu að stjórna þeim ný-sjálensku sem vinna laxfisk, alinn í kælivatni ál- veranna. Loðna, rækja, humar, hörpudiskur og önnur slík sjávar- dýr verða þá uppveidd en bolfisk- ur dauður úr hungri og þar með hringormur. Fullorðið fólk og börn dvelja í sumarhúsum og á sólbaðsströnd- um fjarlanda en ungu stúlkurnar verða á faraldsfæti um heiminn með fegurðarskírteini sín að efla hróður landsins, ungir piltar í breikdansi hér og þar. Eitthvað verður enn af fólki við að matreiða síðustu leifar búpenings fyrir mink og ref. Stjórnmálaflokkum mun fjölga; og verður þá munur þeirra enn minni en nú ef hægt er því æ þrengist um málefnin; enda hafa reaganar þá tekið að sér skuldir þjóðarinnar og vilja ráða nokkru um reikningshaldið um leið og þeir stugga Rússum út úr helgi lofts og lagar. Þá munu íbúðir flestra lands- manna nýttar af kvikmyndagerð- arfólki að vestan sem filmar hér glæpamenn og umskiptinga í tungllandslagi er stóriðja hefur fullkomnað. En er haustar kemur fjöldinn heim, taka þá flestir til við skólanám, hinir kenna - af- gangurinn matar tölvur. En hvað um menninguna? spurði Fjallkonan. Það verða vídeó, var svarið. En bókin? spurði sú aldraða. Hvað er það? spurði tölvan á móti. Vafðist þá Fjallkonunni tunga um tönn. - En ástkæra, ylhýra málið? spurði hún loks. „Error,“ kom á skjáinn. Þá gekk Fjallkonan hnuggin á braut og hefði farið beint á hæli eða sjúkrahús hefðu þau ekki verið íokuð. En nú er best að líta á stjörnu- spá blaðsins fyrir sjálfan sig: \m krabbinn \<'92 21. JÚNf—22. JtlLl J Ef þú foróast ad eyAa fjármuii-| í um í vitlev.su getur þetU orðiðl góður dagur hvaA varAar tilfinn-f mgatengsl. Þetta er góAur dagurl varAandi ástarmilin en mundul aA vera kurteis. ★ Bflasalhm sf. • Símar 24119 og 24170 * Bflasalinn sf. - Símar 24119 og 24170 ★ Bflasalinn sf. ■ Símar 24119 og 24170 &£> O ©X) o a t-H c3 cn Opnum lauganlaginn 26. nmí eina gjfæsHegustu húasölu lamkins Komið, skoðið og njótíð veitinga í björtíun og rúmgóðum sýningarsal vorum að Hvannavöllum (gegnt Lindu) BOl er besta Imisnin BÍLASALENN SF. Símar 24119 og 24170. C/3 £ I—ó o loro £ BS £ s £ oare 6im JBu|{s • «^03 * mn80 6im JBtu!s • -js mipsnpg 4 ^ 30 ™«s • 'Þ uunKSBDa »

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.