Dagur - 25.05.1984, Page 13

Dagur - 25.05.1984, Page 13
25. maí 1984-DAGUR-13 Hallbjörn Hjartarson. Mynd: KGA. KÁNTRÍ 3 ERÁ LEIÐINNI Það hefur vart farið framhjá ncinum sem á annað borð fylgist með alþýðutónlist þessa lands að kántríkóngurinn, Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd er kominn á kreik með hxkkandi sól. Hallbjörn sem átti eitt allra vinsælasta lag síðasta árs, „Kántrí- bær“ var um síðustu helgi staddur á Akureyri við upptökur á hinni nýju sólóplötu sinni „Kántrí 3“ sem kemur út innan skamms. Platan er tekin upp í Stúdíó Bimbó en útgefandi er Pálmi Guðmundsson. - Ertu að guggna á útgáfunni, Hallbjörn Hjartarson? - Ekki vil ég segja það. Ég þráaðist lengi við en þegar ég fékk þrjú tilboð um útgáfu mér að áhyggjulausu þá sló ég til og tók besta tilboði. - Hvenær byrjaðir þú að semja efni á þessa plötu? - Um leið og ég kom heim frá því að hljóðrita „Kántrí 2“. Öll lögin eru spesíal samin fyrir þessa plötu og af 12 lögum þá á ég öll utan eitt. - Hver á það? - Það er Jón Víkingsson öðru nafni Johnny King frá Húsavík en hann á cinnig textann við lagið og annan texta að auki. - Þú hefur leyft honum að vera með? - Já, mér finnst alveg sjálfsagt að gefa öðrum tækifæri. - Heldur þú að einhver af þessum lögum nái viðlíka vinsæld- um og „Kántríbær“? JI-100 I Want To Break Free ........... Queen Let’s Hear It For the Boy . Denice Wiliiams It’s Too Late ................. Simone Holding Out For a Hero .. Bonny Tyier The Lebanon ........... Human League It's a Jungle Out There . Three Dog Night Shame ....................... Stephany Shame/Love Trap ............... Astaire 3 D Dance .................. Trans X The Brady Bunch ........... Weird AU U L - Það er erfitt um það að segja. Það er erfitt að spá fyrir sjálfan sig en mér dettur einna helst í hug lag sem heitir „Lukku-Láki“ en það verður bara að koma í ljós hvemig viðtökurnar verða. - Spilaðir þú efni af nýju plötunni á nýafstöðnu hljómleika- ferðalagi? - Ég tók lagið „Kántrísöngvarinn” en það lag verður algjört forgangsverkefni hjá mér í sumar. Fyrsta lag á öllum hljóm- leikum og svo söng ég einnig lagið „Siglufj arðarstúlkan". - Hvemig voru undirtektir? - Mjög góðar og uppörvandi. - Verður þú eitthvað á ferðinni á næstunni? - Ég er meira og minna upppantaður fram í miðjan ágúst en það fyrsta sem ég verð með á næstunni er um hvítasunnuhelgina í Vestmannaeyjum. Sem stendur er ég að koma Kántríbæ, veitingastaðnum mínum í gagnið en síðan fer allt af stað á fullum krafti. - Sagan segir að þú byggir við veitingastaðinn eftir því sem plötunum fjölgar. Ertu byrjaður að stækka? - Ég geri það alltaf ári eftir á, þannig að ef þetta gengur vel þá stækka ég á næsta ári. - Ertu byrjaður að semja lög á „Kántrí 4“? - Ég held það hafi ekki verið liðnír nema fimm eða sex tímar frá því að ég kom heim að ég tók til við að semja fyrsta Iagið. - Ertu bjartsýnn á sumarið? - Já, það er ég svo sannarlega. Ég hef aldrei verið eins bjartsýnn, sagði Hallbjöm Hjartarson en þess má geta að það er Snorri Guðvarðsson sem stjórnar útsetningum hjá honum á plöt- unni. - ESE Thomas Dolby - The flat earth Thomas Dolhy cr einn .il þeim mönnum sem hafa verið i rokkinu ;í fullum krnlti undanlarinn áralug án þess þó að hafa vakið verðskuldaða eftirtckt. Ein af ástæðununt er sii að Dolby hefur farið eigin leiðir og hann virðist einnig vera hafinn yfir það metnaðarbrölt siyn kal- fært hefur marga kollega hans. Svona rett til að gefa hugmynd um það sem Dolbv hefur kontið nálægt má nefna að hann hefur hljóðblandað fyrir sveitu eins og The Fall. Hann hefur leikið nteð hljóm- sveil Lene l.ovich og auk þess spilað a plotunt með Foreigner og Joan Arma- trading. Síðustu árin hefur hamr setið i ntakind- utn í sínu eigin stúdíoi og þreifað sig áfram i fótspor manna eins og Brian Eno, Dolbv hefur auk þess gert mikið af því að videóvæða tónlist sína og í raun má segja að hann kal'i dýpra oni viðfangsefni sin en faðir hans fornleifafræðingurinn gerði á sínunt tíma. „The llat earth" er athygl- isverð plata. Sumt er fáránlegt og annað feikigott. Kjörin plata fyrir þ;i sem trúa því að jörðin sé flöt. - F.SE Dire Straits - Alchemy Það þarf engum blöðum um það að fletfa ekki einu sinni Helgar-Degi - að hljóm- sveitin Dire Straits er ein su alfriskasta sent kontið hefur íram i rokkinu á sl. ára- tug eða svo. Hljómsvcitin sló í gegn með laginu „Sultans of swing" og síðan hefur Dire Straits-sveiflan vcrið vörumcrki vandaðs og fágaðs hljóðfæraleiks. Mark Knopfler er auk þess einn snvrtilegasti og jafn- framt hæfileikaríkasti gítarleikari um- rædds tímahils og það hefði svo sannar- lega verið íengur i því að fá sveitina á Listahátíð '84. Hljómleikaplatan Alchemy ber þess glöggt vitni að Dire Straits hafa engu gleymt og þetta tvöfalda albúm er sjálfsagt á betri hilluna í plötu- skápnum. Það eina sem ég sakna eru lög- in „Making movies” og „Love over gold" af samnefndum plötum en þau hljóta að koma næst. - ESE. Talk Talk - It s my life l’lötur Miles Davies. stangveiði og frí- merkjasöfn tengjast a skemmtilegan hátt þessari plötu. Söngvarinn Mark Hollis eyðir öllum slundum i að hlusla a Miles Davies-plöturnar sínar. bassaleikarinn Paul Webb hnýtir llugur sínar og trommuleikarinn l.ee Harris dundar i fyrsta dags urnslögunum sínum. Utkom- an er hljómsveitin l alk Talk. Talk Talk rekur ættir sínar aftur til síð- ari daga „nýbylgju" eða nákvæntlega aftur til aprílmánaðar 1981. Hljómsveitin fékk tækifæri i útvarpsþætti hjá David „Kid" Jensen og í jiili '82 kont platan „The party is over" á markaðinn. A þess- ari plötu kom hljómsveitin til dvranna eins og hún var klædd og sérstök hljóð- færaskipun auk aðstoðarmanna a kassa- gítara og trompet skapaði Talk Talk vissa sérstöðu. Á nýju plötunni „It's my life" eru Talk Talk orðnir fágaðri. Tækni- möguleikar stúdíósins eru hetur nýttir og útkoman er sérkennilegt „nvrokk" - þægilegt og átakalaust. - ESE aí-O-líiMV SÖdiRK.sTN AH'S LÍVG LETTIH hj Iforkappreiðar ^ Hestamannafélagsins Léttis verða laugardaginn 9. júní á nýja velli félagsins við Lög- mannshlíð. Keppt veröur í A og B flokki gæðinga. Einnig í 150 m og 250 m skeiði og 250 m (unghrossahlaup) og 300 m stökki. Knapar eða hesteigendur eru beðnir að skrá hrossin sem fyrst í síma 22029 (Örn Grant) eða í síma 24628 (Ragnar Ingólfsson). Síðasti skraningardagur er 2. júní. Skeiðvallarnefnd Léttis. Gullfalleg íbúð í Reykjavík „á besta stað“ Til sölu er gullfalleg íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Tvær lyftur. Fjögur herbergi og eldhús. Stærð ca. 100 fm. Upp- lögð fyrir eldra fólk, sem vill hafa það gott og náðugt. Húsvörður sér um sameign. Sér hiti og rafmagn. Útsýni frábært. Góð fjárfesting fyrir framtíðina. Upplýsingar gefnar eftir fyrirspurnum. Skrifið í póst- hólf 1137, Reykjavík merkt: „Ibúð fyrir yður“ og þér munuð frá svar. Radhusibudir Erum að hefja sölu á raðhúsíbúðum að Móasíðu 7 Akureyri. íbúðirnar eru 4ra herbergja auk þess gott pláss í risi og bílskúr. Trésmíðaverkstæði Jóns Gíslasonar Upplýsingar í símum 21471 og 23382. Væntanlegir húsbyggjendur athugið Til sölu er húsgrunnur undir einbýlishús á tveimur hæðum. Allir sökklar eru uppsteyptir, lagnir komnar í jarðveg og lóðin grófjöfnuð í réttri hæð. Allar malarfyllingar komnar, teikningar fylgja. Möguleiki er að reisa einingahús úr timbri eða steini. Upplýsingar í síma 25278. Þinggjöld, dráttarvextir Athygli gjaldenda skal vakin á því að drátt- arvextir vegna þinggjaldaskulda verða næst reiknaðir að kvöldi 4. júní nk. Bæjarfógetinn Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Stangveiðifélagið Straumar Áríðandi félagsfundur verður haldinn í Mánasal Sjallans þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 20.30. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.