Dagur - 25.05.1984, Page 20
Akureyri, föstudagur 25. mai D) 1984 Smiðjan opin alla daga [eiínjSa \ vim’) 1 bæði í hádeginu og á kvöldin mjgMf Munið að panta borð tímanlega fyrir heigar
Ekkert
mini-
golf
íár?
- Ég hef ekkert heyrt frá þess-
um mönnum og engar bókanir
séð og veit því lítið annað um
þessa afgreiðslu en það sem ég
hef heyrt á skotspónum, sagði
Hreiðar Jónsson, sem sótti um
leyfi til rekstrar á mini-golfvelli
innan athafnasvæðis Sundlaug-
ar Akureyrar.
Erindi Hreiðars var synjað í
bæjarráði á síðustu stund eftir að
athugasemd kom fram frá Jóni
Sigurðarsyni þess efnis að eðli-
legt væri að athuga hvort Sund-
laug Akureyrar gæti séð um
þennan rekstur.
- Ég veit ekkert um það
ennþá hvort ég nenni að standa í
því að eiga samskipti við þessa
menn og sækja um leyfi fyrir
mini-golfi á öðrum stað í bænum.
Það verður að koma í ljós, sagði
Hreiðar Jónsson.
Eins og fram kom í Degi á
dögunum þá hafði Haukur Berg
Baldvinsson, sundlaugarstjóri
sótt þrívegis um leyfi til þess að
starfrækja mini-golfvöll innan
sundlaugarsvæðisins en því erindi
hafði jafn oft verið hafnað.
Fannst Hauki því skjóta nokkuð
skökku við þegar hann heyrði að
ákveðið hefði verið að veita
einkaaðila leyfi til rekstrarins -
en þetta leyfi hefur sem sagt ver-
ið afturkallað.
- Ég hef ekkkert heyrt um
þessa afgreiðslu annað en það sem
ég hef séð T blöðum. Það hefur
enginn rætt beint við mig, sagði
Haukur Berg.
Að sögn Hauks Berg þá er
hann fús til samstarfs við bæjar-
stjórn um þetta mál ef eftir því
verður leitað.
- Ég var með hugmyndir um
það að flytja inn vandaðar
asbestbrautir og reka þetta m.a.
í sambandi við ferðamanna-
strauminn og tjaldstæðin hér við
hliðina. Mér sýnist þó að það sé
hæpið að af þessu verði í sumar.
Við erum þegar búnir að missa af
hluta af vertíðinni en ég sé ekkert
því til fyrirstöðu að það verði
hægt að leika mini-golf á sund-
laugarsvæðinu næsta vor, sagði
sundlaugarstjóri. - ESE
Iðnaðarmiðstöð á Akureyri:
„Lyftistöng fyrir
iðnaðinn og Akureyri“
- Ég hef verið að velta þessu
máli fyrír mér og ég er staðráð-
inn I að koma því fram, sagði
Sverrir Hermannsson, iðnað-
arráðherra í samtali við Dag er
hann var að því spurður hvað
liði áformum um iðnaðarmið-
stöð á Akureyri.
Að sögn Sverris Hermannsson-
ar þá verður hér um algjörlega
sjálfstæða stofnun að ræða en
ekki útibú frá Reykjavík.
- Þetta verður fyrirgreiðslu-
og þjónustumiðstöð fyrir iðnað-
inn á Akureyri og stofnunin mun
njóta aðstoðar Iðntæknistofnun-
ar, Iðnþróunar- og Iðnlánasjóðs
og Útflutningsmiðstöðvar iðnað-
arins. Þetfa verður almenn upp-
lýsingaþjónusta fyrir iðnaðinn í
mesta iðnaðarbæ landsins, Akur-
eyri, sagði Sverrir Hermannsson
og bætti því við að hann ætti von
á að þetta gæti orðið mikil lyfti-
stöng fyrir iðnaðinn í landinu.
- Hvenær áttu von á að fá
þessu máli þokað áfram?
- Það er ekki búið að ákveða
endanlega farveg þessa máls,
varðandi stjórnunaratriði og ann-
að en það ætti að skýrast fljót-
lega. Ég hef ekki tök á að fylgja
þessu máli eftir alveg strax en á
árinu verður það að vera. Von-
andi verður hægt að gera eitthvað
strax í haust, sagði Sverrir Her-
mannsson. - ESE
„llmrnar |>öll sú cr stcndur |x>rpi a . . Svo scgir i llávaiiialum cn hvort þctla cr Iiíii eina sanna |>öll scni Kt. A
hciiir inynda vituiii vcr ckki. Kannski cr þctta skilningstrcO, askur Vggdrasils ciia jaf'nvcl sólhcrjatrc. Hvcr veit?
Bátar og togarar:
Þokka-
leg afla-
brögð á
Húsavík
- Fyrsta flokks hráefni
Húsavíkurbátar og togarar
hafa aflað þokkalega að
undanförnu og að sögn
Tryggva Finnssonar, fram-
kvæmdastjóra Fiskiðjusamlags
Húsavíkur þá hefur þeim bor-
ist hinn sæmilegasti afli.
Að undanförnu hafa bátarnir
aðallega verið á netum og snur-
voð og var afli allgóður þar til
fyrir nokkru að afturkippur kom
í veiðarnar. Sama og ekkert hef-
ur fiskast á línu.
Júlíus Havsteen ÞH hefur ver-
ið á rækjuveiðum og aflað sæmi-
lega að sögn Tryggva Finnssonar
en Kolbeinsey ÞH hefur verið á
bolfiskveiðum og yfirleitt landað
blönduðum afla.
Hið nýja niðurlagningarfyrir-
tæki Fiskiðjusamlagsins hefur
einnig gengið þolanlega að sögn
Tryggva og allt það sem framleitt
hefur verið hefur selst jafnóðum.
- ESE
Það verður rigning og slydda af og
til fram cftir deginum, en síðan á
að létta til þegar líður að kvöldi og
reiknað er með bjartviðri fram
yftr miðjan morgundaginn. Þá á
aftur að þykkna upp með rigningu
og suðlægri átt. A sunnudag cr
spáð bjartviðri, en það verður
frekar kalt í lofti þó það ætti að
hlýna sæmilega á mcðan sólin er
sem hæst á lofti. Hætt er við næt-
urfrosti aðfaranótt mánudagsins,
en síðan er reiknað með hlýnandi
veðri eftir helgina. „Við sjáum
fram á sumarblíðu hjá ykkur
norðanlands á mánudag og
þriöjudag," sagði Bragi Jónsson,
veðurfræðingur í morgun.
Steilmann sportfatnaður
er vestur-þýsk gæðavara.
H & M barnafatnaðurinn sænski
er þekktur fyrir góða hönnun.
DON CANO sportfatnaðurinn
er íslensk gæðaframleiðsla.
S88SSS Nv....■í'.Ái y'-.
Dömutöskur í úrvali