Dagur


Dagur - 23.11.1984, Qupperneq 10

Dagur - 23.11.1984, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 23. nóvember 1984 Erfitt að gera upp á milli Axel Stefánsson er aðeins 14 ára þó hæð hans gefi annað til kynna. Hann er 185 cm á sokkaleistunum, eins og sagt er á körfuboltamáli. - Ég er búinn að vera í körfunni í ein fjögur ár og ætli ég verði ekki þetta ár og a.m.k. annað til. Við verðum með sterkt lið í 4. flokknum á næsta ári þannig að það freistar mín að vera með þá, segir Axel en hann á í mestu vandræðum með að gera upp á milli körfuboltans, hand- boltans og fótboltans. Rosalega gaman - Það eru ein sex ár síðan ég byrjaði í minni boltanum og auðvitað hef ég alltaf verið í Þór, sagði Birgir Karlsson, 15 ára. - Þetta er alveg rosalega gaman og ég spila körfubolta hvenær sem færi gefst. Úti meðan hægt er að koma því við en annars inni. Að sögn Birgis er 4. flokkurinn alveg þokkalegur um þessar mundir. Liðið sé þó lakara en í fyrra þar sem tveir af bestu mönnunum hafi gengið upp í þriðja flokk. - En þetta kemur allt saman, sagði Birgir Karlsson. Stí'ÁKílLoÆ™ í 4. flokki, Jóhann Sigurðsson - Petta eru bráðefnilegir strákar og það er lítið að marka úrslitin í keppninni þarna um helgina. Strákarnir höfðu enga œfingu fengið af viti fyrir þessa keppni vegna verkfallsins en liðin fyrir sunnan höfðu öll œfingaað- stöðu eftir því sem ég veit best. Það er Jóhann Sigurðsson, þjálfari 4. flokks Þórs í körfu- knattleik sem hefur orðið. Keppnin sem Jóhann vitnar til fór fram um fyrri helgi en Þórsarar áttu þá í höggi við lið jafnaldra sinna í Tindastóli frá Sauðárkróki, KR og Vals. - Það voru margir ljósir punktar í þessum leikjum og t.a.m. töpuðum við fyrir Val með aðeins þriggja stiga mun. Við höfum æft vel frá því að verkfallið leystist og þó strák- arnir fái aðeins tvær æfingar í viku þá er þetta allt að koma og þeir eru til alls líklegir. A.m.k. munu þeir fylla vel í skörðin hjá meistaraflokki í framtíðinni, sagði Jóhann Sig- urðsson. - ESE Fótboltinn heillar mest Annar körfuknattleiksmaður úr 4. flokknum á einnig erfitt með að gera upp á milli íþróttagreina. Hann heitir Kjartan Guðmundsson, 14 ára og er einnig i Þór í handbolta og fótbolta. - Ég myndi líklcga velja fótboltann ef ég ætti aö velja á milli, segir Kjartan sem leikið hefur körfuknattleik síðan hann var átta eða níu ára gamall. - Við vorum þrír í fimmta flokki í fyrra sem lékum með fjórða flokki en fimmti flokkurinn sendi þá ekki lið á ís- landsmótið. Við erum með sæmilegt lið nú en það ætti að geta orðið mjög gott næsta ár, segir Kjartan Guðmundsson. Jóhann Sigurðssun þjálfari. Axel, Birgir og Kjartan. Myndir: KGA '5.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.