Dagur - 21.12.1984, Síða 9

Dagur - 21.12.1984, Síða 9
21. desember 1984 - DAGUR - 9 Prím-ANNALL / • arsins Samantekt: Gylfi Kristjánsson og Eiríkur St. Eiríksson Janúar: Þegar Dagur hafði samband við lög- regluna á Akureyri 2. dag ársins fengust þær upplýsingar að áramótin hjá lögreglu bæjarins hefðu verið með allra rólegasta móti. Ekkert meiriháttar verkefni kom þar upp á borð þegar árið 1984 tók völdin og voru áramótin ekkert frábrugðin venjulegri helgi að sögn lögreglu. í þessu rólegheita umhverfi fædd- ist fyrsta barn ársins á Akureyri. Þeim hjónum Agnesi Eyfjörð og Elíasi Óskarssyni fæddist stúlkubarn kl. 12.22 á nýársdag og var stúlkan 2970 g og 50 cm löng. Þrátt fyrir að áramótin á Akureyri hafi farið vel fram sátu menn ekki þurrbrjósta. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR á Akureyri nam verslunin þar á bæ 1.4 milljónum króna daginn fyrir gamlársdag svo einhver hefur „fengið sér tesopa" er gamla árið var kvatt. Ekki vanræktu menn þó að borga opinber gjöld því um áramótin höfðu 92,2% af þeirri upphæð sem Bæjar- sjóður Akureyrar hafði til innheimtu á árinu 1983 skilað sér í peningakassa bæjarins. Menn höfðu hins vegar miklar áhyggjur af atvinnuleysi og ekki að ástæðulausu. Aukning atvinnuleysis á milli áranna 1982 og 1983 á Akur- eyri nam 70,3% og um áramótin voru 250 bæjarbúar á atvinnuleysis- skrá. Getspakur Húsvíkingur datt í lukkupottinn er hann tók þátt í knattspyrnugetraunum. Hann var einn allra þátttakenda með alla 12 leiki getraunaseðilsins rétta og hafði fyrir það 384 þúsund krónur. Góð búbót það í ársbyrjun. „Leyniútvarpsstöð“ sem fékk nafnið „Helgarrásin" var starfrækt í Glerárhverfi. Ekki lengi þó því að- standendur hennar fóru að tilmælum yfirmanna Pósts og síma og hættu út- sendingum. Þessi mál áttu eftir að verða í sviðsljósinu áður en árið var allt. „Útburðarmálið" svokallaða hafði lengi verið í sviðsljósinu á Akureyri. Þriðjudaginn 17. janúar lét lögreglan með fulltrúa fógeta til skarar skríða og var íbúum í Þingvallastræti 22 gert að rýma íbúð sína sem þeir og gerðu. „Æskilegt er að næsta stóriðja rísi í Eyjafirði" sagði í ályktun Atvinnu- málanefndar Akureyrar. Nefndin tók það fram að þetta væri æskilegt, svo framarlega sem sýnt yrði að stór- iðjan stofnaði ekki lífríki fjarðarins í hættu. Bæjarstjórn samþykkti síðan ályktun nefndarinnar með atkvæðum framsóknar-, sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmanna. Upp komst um símahlerun í Hjallalundi á Akureyri. Kom í ljós að segulbandstæki hafði verið komið fyrir við símainntakið í húsið og var það síðan tengt við eitt númer í hús- inu. Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn málsins en það hefur ekki verið upplýst hver þarna var að verki. Á Árskógsströnd var stofnað fyrir- tækið Árver og voru komnir hátt í 200 hluthafar er stofnfundurinn var haldinn. Tilgangur fyrirtækisins var að koma af stað rækjuvinnslu í hreppnum og tók fyrirtækið til starfa síðla sumars. ALCAN, kanadískt fyrirtæki, sýndi áhuga á að byggja og reka álver við Eyjafjörð. Sendinefnd frá fyrir- tækinu kom svo til Akureyrar í sum- ar og í haust héldu fjölmargir aðilar til Kanada í boði fyrirtækisins og kynntu sér rekstur ALCAN á álver- um þar. „Rauðku“, einni flugvél Flugfélags Norðurlands, hlekktist á í lendingu á Ólafsfjarðarflugvelli. Fór flugvélin út af brautarendanum og skemmdist nokkuð en engan sakaði. Febrúar: Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra kvaðst ætla að leggja til að Út- gerðarfélagi Akureyringa yrði heim- ilað að láta smíða nýtt skip í stað Sól- baks og að Slippstöðin á Akureyri fengi það verkefni. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara, við þurfum stærri kvóta en ekki nýtt skip,“ sagði hins vegar Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri ÚA. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði hins vegar um þetta mál í Degi: „Óverjandi að bæta við nýjum togara, ÚA fær ekki kvóta út á Sólbak." Dalvíkingar eignuðust fyrirtækið Sæplast hf. sem starfrækt hafði verið í Garðabæ. Var fyrirtækið síðar á ár- inu flutt til Dalvíkur og hóf þar fram- leiðslu á fiskkörum, línubölum og brettum undir fiskkassa. Síðustu sveitasímarnir voru af- lagðir í Eyjafirði innan Akureyrar og innstu bæirnir í Saurbæjarhreppi tengdir sjálfvirku stöðinni á Hrafna- gili. Sverrir Leósson útgerðarmaður sagðist bjartsýnn á aukinn loðnu- kvóta og nú var rætt um það hvort ÚA myndi kaupa raðsmíðabáta Slippstöðvarinnar á Akureyri. „Þau skip eiga ekki rétt á kvóta" sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. Og umræðan hélt áfram. „Þessir raðsmíðabátar eru óseljanlegir ef þeir fá ekki kvóta og ef þannig fer er best fyrir okkur að hætta þessu alveg. Þá verður engin endurráðning 1. mars, öllum verður sagt upp og starfseminni hætt,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar. Mikil söluaukning varð hjá Plast- einangrun hf. á Akureyri. Riðuveiki varð enn vart í Kelduhverfi og Sjöfn gerði samning um sölu á málningu til Sovétríkjanna fyrir 40 milljónir króna. Vélaverkstæði Gunnars og Kjartans á Egilsstöðum var með lægsta tilboðið í 1. áfanga Leiruveg- arins og vann fyrirtækið verkið í sumar. Eftir mikið stapp fékk Alþýðu- bankinn loksins leyfi til reksturs úti- bús á Akureyri og var það opnað með pomp og prakt í lok febrúar. „Við viljum ekki afskrifa rnálið," sagði Bjarni Aðalgeirsson bæjar- stjóri á Húsavík er rætt var um trjá- kvoðuverksmiðju þá sem fyrirhugað var að reisa á Húsavík en ekkert varð úr. Grímseyingar voru að videóvæð- ast og voru 5 videótæki komin í eyj- una er þarna var komið sögu. Mars: Vart varð sullaveiki í manni sem var til meðferðar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Var sullurinn fjar- lægður úr manninum með skurðað- gerð og heilsaðist honum vel á eftir. Jón V. Ólafsson hjá fiskmóttöku KEA upplýsti þegar hér var komið sögu að Eyjafjörður væri fisklaus. „Það eru hreinar línur með þetta og einnig hitt að fjörðurinn er nú fullur af sel,“ sagði Jón. Iðnaðardeild Sambandsins á Ak- ureyri gerði samning við sovéska samvinnusambandið um sölu á 250 þúsund peysum. Samningurinn hljóðaði upp á ríflega 100 milljónir króna. Fleira var um að vera hjá Iðn- aðardeildinni því stór samningur var gerður við bandaríska aðila um sölu á mokkaskinnum til þeirra að verð- mæti um 23 milljónir króna. Ný sundlaug var tekin í notkun á Raufarhöfn. Var greinilegt að bæjar- búar kunnu vel að meta því um 200 manns mættu í laugina fyrsta daginn sem hún var opin. „Heimsklassahótel í Kjarna- skógi?" -sagði í fyrirsögn Dags. Var þar rætt um bréf Úlfs Ragnarssonar læknis til Bæjarráðs Akureyrar en í því bréfi sagði Úlfur m.a.: „Áhersla skal lögð á að ekki er fyrirhuguð nein meinlætastofnun, hversu vel gestir vilja nýta sér þá aðstöðu sem boðin verður er undir þeim sjálfum komið og ekki er ætlast til strangari reglna en almennt velsæmi býður, svo sem á öðrurn gististöðum." í flennistórri fyrirsögn á forsíðu Dags þann 21. mars var þeirri spurn- ingu varpað fram hvort kennsla á háskólastigi myndi hefjast á Akur- eyri í haust. Ekkert varð af því eins og öllum ætti að vera kunnugt og ekki séð hvenær slík starfsemi hefst í höfuðstað Norðurlands. Framkvæmdir hófust við stækkun Hótels KEA á Akureyri og standa þær yfir. Hótelið mun stækka um 30 herbergi en fyrir stækkunina gat hótelið boðið upp á gistingu í 28 her- bergjum. Gistirými tvöfaldast því rúmlega þegar verkinu verður lokið. Framleiðsla hófst á sterkum bjór hjá Sana á Akureyri. Voru í fyrstu atrennu framleiddar bjórflöskur í þúsund kassa og fóru þær til sölu í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og til sendiráða erlendra ríkja á íslandi. Styrkleiki bjórsins var 5,2% og er það meiri styrkleiki en selja má ís- lendingum á almennum markaði. Trillukarlar og fleiri á Akureyri komust heldur betur í feitt. Óvenju mikil loðna gekk nefnilega inn á Ak- ureyrarpoll og þar veiddu karlarnir grimmt. Fengu þeir um 700 krónur fyrir tunnuna sem var fryst í beitu. I kjölfar loðnunnar fylgdi svo mikið af öðrum fiski og var t.d. mjög mikil rauðmagaveiði. Eyjafjörðurinn var því ekki alveg dauður eins og gefið hafði verið í skyn nokkru áður og vitnað var til hér að framan. Aprfl: Hraðfrystihús Þórshafnar festi kaup á öðrum raðsmíðabáti Slippstöðvar- innar á Akureyri. Kaupverðið var um 100 milljónir króna. Rætt hefur verið um að báturinn verði afhentur í árslok. Báturinn verður notaður til bolfiskveiða en hann er einnig útbú- inn til rækjuveiða. í desember bárust fréttir af því að raðsmíðabátar Slipp- stöðvarinnar væru óseldir þannig að kaupin hafa gengið til baka. Um 100 manns voru á stofnfundi Búseta á Akureyri og var Jón Arn- þórsson kosinn formaður samtak- anna. „Það er mjög brýnt fyrir þær þúsundir fólks sem gengið hafa í húsnæðissamvinnufélögin að þegar verði sett sérstök löggjöf um hús- næðissamvinnufélög og búseturétt,” sagði m.a. í áskorun sem samþykkt var á stofnfundinum. Gylfi Þórhallsson varð skákmeist- ari Norðurlands en Skákþing Norð- lendinga var haldið á Blönduósi. Gylfi hlaut 6 vinninga af 7 mögu- legum eða heilum vinningi meira en næstu menn. Vélsleðaeigendur fjölmenntu á mót sem haldið var í Nýja-Jökuldal. Mótið fór vel fram en er halda skyldi heim á leið var skollið á aftakaveður. Lentu margir mótsgesta í hrakning- um á heimleið, leitarflokkar voru kallaðir út en allir komust heilir til byggða. Bárðdælingur nokkur hrap- aði þó í Þvergil á Sprengisandi og meiddist nokkuð og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík. Samtök áhugamanna um jafnrétti milli landshluta kærðu fréttastofu Sjónvarps fyrir hlutdrægni í frétta- flutningi. Jafnréttismenn sögðu að fréttastofan hefði lofað þeim að fréttamaður yrði viðstaddur er sam- tökin aflientu Steingrími Hermanns- syni mótmæli í anddyri Alþingishúss- ins en það var svikið. Hins vegar mætti sjónvarpið á vettvang er áhugamenn um jafnan kosningarétt hittu forsætisráðherra þar til að af- henda honum plögg sín. „Pöbbamenningin" svokallaða hélt irtnreið sína á Akureyri. „Bikar- inn" og „Baukurinn" voru þau nöfn sem „pöbbar" Sjallans og H-100 fengu og hafa gestir þessara staða síðan getað svolgrað þar í sig bjór- líki. Innbrot í verslunina Hljómver á Akureyri um mitt ár 1982 var upplýst. Kom í Ijós að þjófurinn sem þarna hafði verið að verki var ný- græðingur og ekki í kunningjahópi lögreglunnar. Samtök rétthafa á myndböndum gerðu „rassíu" á myndbandaleigum á Akureyri. Þeir fundu á annað hundr- að ólöglegar myndir á leigum bæjar- ins og sögðu að Fálkinn hf. hefði t.d. átt einkarétt á 42 þessara mynda. Leikfélag Akureyrar ákvað að taka til sýninga söngleikinn um ævi söngkonunnar Edith Piaff. Síðar var ákveðið að aðalhlutverkið vrði i höndum leikkonunnar Eddu Þórar- insdóttur. Vel voraði á Norðurlandi. „Menn Sjá næstu síöu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.