Dagur - 24.04.1985, Síða 16

Dagur - 24.04.1985, Síða 16
16 - DAGUR - 24. apríl 1985 Aðalfundur kvennadeildar Þórs verður haldinn í íþróltahúsi Glerárskóla mánudaginn 29. apríl kl. 20.30. Stjórnin. Skátamessa sumardaginn fyrsta kl. 11.00. Prestur: Séra Birgir Snæbjörnsson. Prédikun: Hrefna Hjálmarsdóttir skátaforingi. Skátar munu safnast saman í göngugötunni kl. 10.00 og verður gengið þaðan í kirkju. Lúðraveit Akureyrar mun leika frá kl. 10.00. Eldrí skátar og foreldrar hvattir til að mæta. Skátafélögin á Akureyri. Opið miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 18.00-01.00. Einstök vetrarkveðja síðasta vetrardag. Matseðill: Hreindýrapaté. Rauðvínsgljáður hamborgarhryggur m/paprikusteiktum kartöflum og smjörsoðnu rósenkáli eða nautabuffsteik m/kavíar, béarnaise og bökuðum kartöflum. Kaffi og koníak. Fyrir matargesti syngur Kristján Hjartarson tónlistarmaður frá Dalvík ýmis ljóð og kvæði við gítarundirleik. Einnig flytur Pétur Eggerts leikari og ljóðskáld þau ljóð er hann hefur ort hér á Akureyri í vetur. Upplýsingar og borðapantanir í símum 26680 og22970. Vortónleikar hjá Karlakór Akureyrar Á morgun, laugardag kl. 17.00 og kl. 21.00 og á sunnudag kl. 17.30 heldur Karlakór Akur- eyrar árlega vortónleika sína í Borgarbíói á Akureyri. Söngskráin er fjölbreytt, bæöi innlend og erlend lög, m.a. verö- ur frumflutt lag eftir söngstjór- ann, Atla Guðlaugsson, sem einnig samdi ljóð og leikur með á trompet. Einsöngvarar með kórnum verða Bryngeir Kristinsson, Guð- mundur B. Stefánsson og Þor- steinn Þ. Jósepsson. Tvísöng syngja Páll Jóhannsson og Ingvi Guðmundsson einnig Bryngeir Kristinsson og Valur Daníelsson. Þá kemur fram tvöfaldur kvartett skipaður kórfélögum. Undirleikari á píanó er Antonia Ogonavsky. Stjórnandi Karlakórs Akureyrar er eins og fyrr sagði Atli Guðmundsson. Starfsemi Karlakórs Akureyr- ar í vetur hefur verið með hefð- bundnu sniði en þó hefur verið bryddað upp á nýjungum svo sem þátttöku í útvarpsþáttum Jónasar Jónassonar og stofnun tvöfalda kvartettsins sem komið hefur fram á árshátíðum. í vor hyggja kórmenn á söng- ferð til Suðurlands auk þátttöku Múrarar Aðalfundur Múrarafélags Akureyrar verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 2. maí kl. 20.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Húsnæðismál. Önnur mál. Stjórnin. Kaupfélag Eyfirðinga boðar til firndar meö íbúum á Norður-Brekku, á fyrrum viðskipta- svæði verslunarinnar í Hlíðargötu 11. Fundurinn verður haldinn í aðalstöðvum KEA, Hafnarstræti 91, laugardaginn 27. apríl kl. 3 e.h. í 50 ára afmælishátíð Heklu Sam- bands norðlenskra karlakóra sem haldin verður að Laugum í Reykjadal og á Akureyri 22. og 23. júní í sumar. Eins og sagt var í upphafi verða vortónleikar Karlakórs Akureyrar í Borgar- bíói nú um helgina laugardag 27/4 kl. 17.00 og kl. 21.00 og á sunnudag 28/4 kl. 17.30. Næstu sýningar: Fimmtudag 25. apríl kl. 20.30 Föstudag 26. apríl kl. 20.30 Laugardag 27. apríl kl. 20.30 Leikféla^ Akure^ra^ KÖTTURINN sem fer sínar eigin leiðir Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður mánudaginn 29. apríl að Strandgötu 31 kl. 20.30. 29- Fundurinn er öllum opínn. Fulltrúar í nefndum sérstaklega hvattir til að mæta. Söngvar og tónlist: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Alfreð Alfreðsson. Útsetningar: Gunnar Þórðarson. Frumsýning sunnudag 28. apríl kl. 17.00. 2. sýning miðvikudag 1. maí kl. 15.00. Miðasalan opin í turninum við göngu- götu virka daga frá kl. 14-18. Þar að auki í leikhúsinu fimmtudag frá kl. 18.30, föstudag frá kl. 18.30, laugardag frá kl. 14.00, sunnudag frá kl. 13.00 og fram að sýningu. Sími 24073. ■ ■ ■ ■jí ■ ■ a ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ a ■

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.