Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 5
23. desember 1985 - DAGUR - 5 Að skjóta upp „þingmönnum" um áramót Hjálparsveit skáta á Akureyri kemur til með að selja Akur- eyringum og nærsveitamönn- um um 2,5 tonn af flugeldum og öðru skrauti til að lífga upp á áramótin. Þegar komið var í bækistöðvar sveitarinnar í Lundi kvöld eitt fyrir stuttu var fríður hópur sveina og meyja við pökkun á skrauteldum. Það sem einkenndi þetta fólk var Ijör og ánægja. Þarna voru allir í sjálfboðastarfi. Smári Sigurðsson fyrrverandi formaður sveitarinnar og for- maður flugeldanefndar, (það þarf að hafa allt í nefndum og ráðum hjá sveitinni eins og í stjórnkerf- inu) sagði að það væru ófáar stundir sem þetta fólk legði á sig í vinnu fyrir sveitina. Enda voru það mörg handtökin sem hópur- inn vann þessa stund sem stansað var í Lundi. Allir flugeldar og annað tilheyrandi kom í vandlega gerðum umbúðum. Allt þurfti að taka upp og setja í bakka sem voru á langborðinu sem sést á einni myndinni. Síðan var færi- bandakerfi á pökkuninni. Hver maður hafði tiltekna tegund sem hann setti í kassa sem gekk milli Smári Sigurðsson flugeldaformaður með sýnishorn af þingmannaúrvalinu sem luegl er að skjóta upp á stjörnuhimininn. Svandis Tryggvadóttir og Ragnheiður Jónsdóttir sáu uin að alltaf væri nóg á pökkunarborðinu. Framleiðslan í fullum gangi og hver maður með sitt verkefm. manna þar til allar tegundir voru komnar á sinn stað. Þetta kal'.a hjálparsveitarmenn fjölskyldu- pakka og hafa pakkarnir notið mikilla vinsælda hjá skrautelda- áhugamönnum. Ekki eru allir pakkar af sömu stærð, heldur eru þeir ntisjafnlega vel útbúnir, allt eftir óskum viðskiptavina. í þess- um pökkurn er allt frá litlum stjörnublysum, upp í stóra og kraftmikla flugelda. Þar er sem sagt eitthvað fyrir alla. Verð á fjölskyldupökkum er frá 890 krónum upp í 3500. í þeim stóru má segja að alit sé til að skreyta himinhvolfið langan tíma yfir áramótin. Smári sagði að verð á fjölskyldupökkum væri 20% lægra en ef menn keyptu sam- bærilegt rnagn í stykkjatölu. Tívolíbombur eru kallaðir stórir fallegir flugeldar. ..Alvöru tlug- eldar," eins og Smári orðaði það og sagði jafnframt að góð kaup væru í þeim. Ekki má gleynta þingmannaflugeldum. sem hefðu verið svo vinsælir að færri fengu en vildu, ef marka má sölu á síðasta ári. Þá seldist hver ein- asti ..þingmaður." Með kaupunt á slíkum tlugeldum getur hver og einn skotið sínum manni hærra upp á stjörnuhiminn stjórnmála. eða skotið andstæðingnunt burtu af sama hiinni. Þessir flugeldar eru íslenskir. Aðrir eru keyptir inn frá Kína. Bretlandi, Þýska- landi og fleiri löndum. Alls eru til sölu um 250 mismunandi tegund- ir af blýsurn, tlugeldum og öðrum skrauteldum. Sala Hjálparsveitarinnar á þess- unt vörunt stendur undir kostnaði við reksturinn og er þessi flug- eldasala því ntikilvæg fyrir alla aðila. Eins og kom fram áður, eru stúlkur líka í sveitinni. „Það væri ekki gantan að standa í þessu ef stelpur væru ekki," sagði Smári flugeldaforntaður. Hann sagði líka að stelpur væru engir eftirbátar stráka í starfinu og færu í öll útköll eins og þeir. Jafnrétti í raun hjá Hjálparsveit- inni. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.