Dagur - 23.12.1985, Side 9

Dagur - 23.12.1985, Side 9
-bækuc 23. desember 1985 - DAGUR - 9 „Ég var i sveit í Möörudal á Fjöllum." - En hvað með næsta sumar? „Þá ætla ég að reyna að fá vinnu í fiski á Eyrarbakka." - Nóg um vinnu. ( hvaða skóla ertu? „Ég er á fyrsta ári í MH.“ - Hvernig leggjast jólin í þig? „Ja, ég hitti jólasvein um dag- inn - og heilsaði honurn." - Hvað gerirðu í frístundum? „Ég hef ekki miklar frístundir vegna þess að ég les svo mikið, bæði fyrir skólann og sjálfan mig.“ - Er mikið um drykkju hér eða dóp? „Já, hér er þó nokkuð drukkið og alkóhól er auðvitað dóp.“ - Finnst þér vanta unglinga- skemmtistað hér? „Ég veit það ekki. Ég færi ekki á slíkan stað.“ - En hvað um partí? „Þar hugsa menn og pæla mikið. Ég held að unglingar hugsi mikið lesi og mennti sig og ég held að reykvískir unglingar séu sæmilega greindir að upplagi en ég hef ekki kynnt mér málið á Ak- ureyri. En varðandi lesturinn þá held ég að það séu aðeins móð- ursjúkar frænkur sem kaupa þessar svokölluðu unglingabæk- ur og þær les enginn unglingur ótilneyddur og hefurenginn gam- an af þeim. Eg held að það ætti að refsa höfundum þessara bóka og þá er ég að meina bæk- ur eins og „Bara stælar" og „16 ára í sambúð“.“ - Hvað finnst þér um ár æsk- unnar? „Ár æskunnar er hneyksli og það sýnir og undirstrikar að þeir sem þessu ráða setja undirmáls- málefni eins og þessi, á einhver ár og friða sig þannig í stað þess að gera nokkuð. Það má kenna gamla fólkinu í æskulýðsráði um þetta hneyksli." - Hvernig er að búa í Reykja- vík? „Það er himnaríki, paradís." - Hvar vildirðu annars staðar búa? „Ja, kannski í Trékyllisvík.“ - Hefurðu komið til Akureyr- ar? „Já, þvf miður hef ég komið þangað og þá tilneyddur og hef ævinlega séð eftir því. Ég ætla að vitna hér í vísu eftir Flosa Ólafsson þar sem honum tekst á svo hnyttilegan hátt að lýsa ástandinu í höfuðstað Norður- lands: Á Akureyri er um það bil ekki neins að sakna og þó þar er fallegt þangað til þorpsbúarnir vakna.“ Friðleifur Friðleifsson. Jackie Collins: Eiginkonur í Hollywood Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Útgefandi: Skjaldborg hf. Höfundur er í hópi þeirra kvenna bandarískra, sem um skeið hafa skrifað hverja metsölubókina af annarri og selja verk sín á tugi milljóna, hvort sem talið er í krónum eða dollurum, og ekki minnkar það tekjur þeirra, þegar keppst er um að kaupa réttinn til að gera sjónvarpsþætti og kvik- myndir eftir bókunum. Þessi saga, sem nú er komin út á íslensku, gerist að mestu í há- borg kvikmyndaiðnaðarins, sjálfri Hollywood, eða nánar til- tekið á Beverly Hills, þar sem stjörnurnar búa. Ljóst er, að höf- undur er þar á kunnugum slóðum og hefur sett sig vel inn í það sér- stæða mannlíf, sem þarna hrærist. Og þó að víða sé slegist um völd og frægð, þá er sú bar- átta sennilega óvíða hatrammari og miskunnarlausari en í hinni glæstu kvikmyndaborg. Margir þættir þeirrar baráttu verða ljóslifandi og greinilegir í þessari skemmtilega gerðu og spennandi sögu Jackie Collins. Hún er ekkert feimin við að lýsa þeim aðferðum, sem beitt er í þrotlausri baráttu við að komast upp á tindinn, í þeirri baráttu er allt lagt undir, en aðeins fáir hljóta stóra vinninginn. Vopnin, sem beitt er, eru kyntöfrar og peningar. Vopnaburðinum og ár- angrinum kynnist fólk við lestur bókarinnar. Flestum mun þó fyrirfram ljóst, á hvern hátt pen- ingar eru notaðir til að koma sér áfram í því grimmdarlega stríði, sem þarna er háð, þar sem flestir gera sér í upphafi einhverja von, en aðeins örfáum tekst að fagna sigri. Færri eru þeir trúlega, sem gert hafa sér ljóst, hversu mörg orrustan tapast og vinnst í ból- inu. Á þeim orrustuvelli er ekki síður en annars staðar þörf á kunnáttu og bardagagleði, og þar láta eiginkonurnar í Hollywood ekki sinn hlut eftir liggja, enda alkunna, að fæstar binda þær trúss sitt við sama karlinn til lengdar. Collins dregur ekkert undan, og gefur það bók hennar vissu- lega aukið gildi, þó að ýmsar lýs- ingar hennar séu þannig, að fyrir fáum árum hefði það ekki þótt við hæfi, að birta þær á prenti hér á okkar landi. Óg vissulega er þetta engin barnabók, en góð bók fyrir þá, sem vilja og þora að horfast í augu við veruleikann án undandráttar. Bók þessi lýsir ótrúlegri spill- ingu og virðingarleysi fyrir mann- legum verðmætum, margar pers- ónurnar meta ekkert neins nema fjárfúlgur og eigin ágæti, öllu öðru og öllum öðrum skal fórnað fyrir eigin dýrð. Þó finnast undantekningar, eins og til að sanna regluna, gimsteinar, sem glóa í mannsorpinu. Bókin er nokkuð óvenjulega uppbyggð, segja má, að þetta séu margar sögur, sagðar til skiptis, Þorsleinn Jónatansson skrifar en sameinast að lokum í einum punkti. í hverri sögu fyrir sig eða söguþræði er mikil spenna, þann- ig að þegar hlé kemur á einum söguþætti, bíður lesandinn þess með eftirvæntingu að áframhald hans komi. Margar lýsingar eru á óhófi og glæsilifnaði, hrífandi lýsingar, en grátlegt, að ekkert skuli að baki búa nema sýndar- mennskan. Þýðing þessarar bókar er út af fyrir sig þrekvirki, sem Gissur Ó. Erlingsson hefur komist vel frá. Þó ber þýðingin þess nokkur merki að hún er unnin á mettíma og hefði ýmislegt mátt bæta, hefði höfundur gefið sér tíma til að lesa þýðinguna vandlega yfir að verki loknu. Gallarnir eru þó hverfandi miðað við kostina og ljóst, að þýðingu sem þessa hefði enginn getað unnið nema sá, sem hefur feiknagott vald bæði á ís- lenskri tungu og enskri. Það verður mörgum góð af- þreying að lesa þetta mikla verk um eiginkonurnar í Hollywood og karlana þeirra, en verra að þurfa að kyngja því, að undir glæsilegu yfirbragði og lúxuslífi stjarnanna í vestri býr oftar en hitt mannfyrirlitning, hroki og siðspilling á hærra stigi en algengt er að finnist. Góða skemmtun með Eigin- konum í Hollywood.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.