Dagur


Dagur - 23.12.1985, Qupperneq 11

Dagur - 23.12.1985, Qupperneq 11
_bækuL Baneitrað samband á Njálsgötunni „Ja, undir einhverjum áhrifum er hann“ þrefaði lögginn. „KONNráð“, gaggaði kellingin, „hefurðu verið að þefa af sokkunum þínum?“ „Nei, ég er hættur því eins og ég lofaði" tautaði ég. „Herra lög- regluþjónn" sagði mamma við hann í trúnaðartón, „ég hélt hann væri heima hjá prestssyninum að lita í litabókina sína.“ Ég starði á þá gömlu. Með hverjum hélt hún eigin- lega? Mér? Þannig hljómar örstuttur útdráttur úr nýrri unglingabók eftir Auði Har- alds sem nefnist Baneitrað samband á Njálsgötunni. Bókin fjallar um unglinginn Konráð og samskipti hans við heim- inn í kringum sig. Mætir Konráð skilningi hjá móður sinni? Nei. Hann finnur það nú bara best þegar hún rífur græjurnar hans úr samb- andi á næturnar. Svo hittir Konráð huggulega stelpu úr Hafnarfirði. En skánar líf- ið við það? Nei, því Lillu finnst ólík- legt að heimsendir komi fyrir jól og svo heldur mamma hans að Land- leiðir gefi henni gullúr fyrir það eitt að fjármagna Konráð í strætó. Heimurinn stendur sameinaður gegn Konráði, meira að segja lögg- an fer með hann heim, alsaklausan, grunaðan um ölvun á Hallærisplan- inu. Auður Haralds hefur sýnt með bókum sínum Hvunndagshetjunni, Læknamafíunni og bókunum um Elías að hún er engum öðrurn lík hvort sem um er að ræða bækur fyrir fullorðna eða börn. Og nú snýr hún sér að unglingunum. Þetta er bók sem mun gera unglingana geggjaða! Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Oddi hf. prentaði. Kápa er hönnuð á Auglýsingastofunni Octavo. Orð skulu standa - saga manns sem var dæmalaus Iðunn hefur gefið út að nýju bók Jóns Helgasonar, Orð skulu standa, en fjórtán ár eru nú liðin frá frumút- gáfu hennar. Útgefandi kynnir bók- ina með svofelldum orðum: „Þetta er saga vegfræðings sem fæddist fyrir sunnan og dó fyrir norðan. I bernsku kenndi gömul kona honum ellefta boðorðið: Orð skulu standa. Hann gat aldrei kvænst vegna þess að hann hafði heitið sjálfum sér því að eiga stúlku, sem hann sá í svip á kirkjustétt í Noregi, eða enga ella. Hann Var vegfræðingur í tvennum skilningi: Hann vegaði heiðar og sveitir og hann var sjaldgæfur vegfræðingur í lífi sínu og hugsunarhætti. Spakvit- ur íslendingur kailaði hann mestan jafnaðarmann á fslandi. Það var hann aðeins af eðlisávísun því að stjórnmálum hafði hann aldrei gefið gaum. Stærðfræði var yndi hans og eftirlæti, og einu sinni auðnaðist honum að bjarga heilli skipshöfn úr hafvillu með glöggskyggni sinni. En hann sagði, að það hefði verið stýri- manninum að þakka, að hann skyldi trúa sér. Tvisvar gaf hann aleigu sína. Fimmtugur gerðist hann fyrir- vinna barnmargrar ekkju í Biskups- tungum, því að maður hennar drukknaði við ferjustað, sem hann hafði valið. Henni vann hann kauplaust í níu ár. Áttræður sendi hann ríkisstjórninni árskaup sitt óskert, svo að hún gæti grynnt á skuldum í kreppunni. Hann var dæmalaus. En sjálfum fannst hon- um ofurauðvelt að rata rétta leið: Einungis að vera haldinorður við sjálfan sig og vilja heldur það sem betra var.“ Orð skulu standa er þriðja ritverk Jóns Helgasonar sem Iðunn gefur út að nýju í vandaðri samstæðri út- gáfu. Áður eru komin út Tyrkjarán- ið og íslenskt mannlíf I-IV. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. en Auglýsingastofan Octavo hannaði kápu. Gunnhildur og Glói Ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur Komin er út ný bók eftir Guð- rúnu Helgadóttur rithöfund og alþingismann. Guðrúnu þarf ekki að kynna mörgum orðum svo vinsæl sem hún er orðin fyrir barnabækur sínar. Þær hafa ekki einungis náð mikilli útbreiðslu hér á landi heldur hafa Ástarsaga úr fjöllunum og fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna verið gefnar út á öðrum tungumálum t.d. Norðurlandamálunum, þýsku og ensku. Þessi nýja bók Guðrúnar heitir Gunnhildur og Glói og er prýdd fallegum litmyndum eftir kunnan breskan teiknara Terry Burton og Úlfar Örn Valdimarsson. Sag- an segir frá Gunnhildi og Glóa álfastrák og því sem gerist þegar Gunnhildur litla fær geislastein í lófann á einkar dapurlegum degi. Guðrún fjallar hér um sorg og gleði, fegurð og ljótleika á þann hátt að það örvar hugarflugið og gleður hjartað, segir ennfremur í fréttatilkynningu forlagsins. Þeir sem þekkja Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson, krakk- ana í afahúsi, fólkið í Sitji guðs englar, Flumbru tröllskessu og strákana átta og alla óvitana í leikriti Þjóðleikhússins, þeir þekkja Guðrúnu Helgadóttur. Með þessari fallegu bók kemur hún enn á óvart. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Auglýsingastofan Octavo hann- aði útlit kápu og bókar. Oddi hf. prentaði. Eldvígslan söguleg skáldsaga eftir dr. Jónas Kristjánsson Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefur sent á almennan bókamarkað bók- ina Eldvígslan eftir dr. Jónas Krist- jánsson forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar. Sagan er frum- raun Jónasar á sviði skáldsagna- gerðar. Hinn kunni bókmennta- gagnrýnandi, Andrés Kristjánsson, komst m.a. svo að orði um söguna: „Þetta er söguleg skáldsaga í bestu merkingu þess gamla orðs. Hún er í senn byggð á mikilli söguþekkingu, fræðilegri trúmennsku og ntannleg- um skilningi. Hún opnar almennum lesanda víkingasöguna með nýjum hætti, lýsir undir brynjuna." Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði um Eldvígsluna: „Jónasi Krist-; jjánssyni hefur tekist snilldarlega að smíða úr brotafrásögnum og skapa skemmtilega og heilsteypta frásögn í sögunni Eldvígslunni. Ragnar kon- ungur loðbrók og fólk hans, einkum þó sonurinn Ubbi, sem hér segir frá ævi sinni, stígur sem ljóslifandi fram úr hálfrökkri sögunnar. Lýsingar á háttum fólks og umhverfi, athöfn- um, búskaparsýsli, sæförum og hernaði, allt er hér af miklunt hag- leik gert og heldur sá á penna, sem er bæði margfróður um sögusvið sitt og menningarsögu þess tíma. Frá- sögninni er líkt og brugðið upp á tjald, hrífandi og æsilegar svip- myndir, og er þá ekki minnst um vert, að sagan er rituð á fáguðu máli og þeirri eitilhörðu íslensku, sem höfundur er kunnur fyrir, þannig að unun er að lesa. Bókin Eldvígslan er sett og prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli. Sigurþór Jakobsson gerði kápuna. Hejur þvt séð mju 23. desember 1985 - DAGUR - 11 \ n Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar. > 4 ^5/ Skipagötu 12. Gleðilegjól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða <r u Óskum viðskiptamönnum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Nuddstofa Brynjólfs sf. Sími 96-25610. Glerárgötu 26, gengið inn að austan • Akureyri. Nudd * Gufa * Hitageislar * Ljós * Krystal therapy ★ Akronudd. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á dvalar- og sjúkradeild Horn- brekku Ólafsfirði. Umsóknarfrestur til 5. janúar 1986. Upplýsingar gefur forstöðumaðurinn í síma 96-62480. Húsavík - Blaðberar Dagur óskar eftir blaðberum frá áramótum í norðurbæ og miðbæ á Húsavík. Upplýsingar gefur umboðsmaður. Skrifstofusímar 96-41225 og 41585, heimasími 41529. ítetrcufeiWiw* Sjón er sögu ríkari. fierradeiíd 2. ficeð, sími 21730.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.